Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?

Í Ölkofra sögu, sem oftar er kölluð Ölkofra þáttur, vegna þess hve sagan er stutt er í upphafi lýsing á Þórhalli nokkrum á Þórhallsstöðum í Bláskógum. Hann var sagður lítill og ljótur. Ein helsta iðja hans var að selja öl á þingum. Hann hafði oft kofra á höfði en kofri var kollótt húfa sem bæði var borin af körlum og konum. Af húfunni og ölsölunni fékk hann viðurnefni sitt.

Í fornu máli var lýsingarorðið þungeygur notað um sjóndapra. Merkingin í „honum voru augu þung“ er sú sama.

Sagan segir einnig að „honum voru augu þung“. Merkingin er hin sama og í lýsingarorðinu þungeygur sem þekktist í fornu máli í merkingunni ‘sjóndapur’ en er ekki notað lengur. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er orðið merkt með krossi en skýringin á krossinum er „fornt eða úrelt mál“.

Heimild:
  • Austfirðinga sögur. 1950. Jón Jóhannesson gaf út. Íslenzk fornrit XI. bindi. (Ölkofra þáttur er á bls. 83–94).

Mynd:

Útgáfudagur

21.7.2017

Spyrjandi

Loftur Hlöðver Jónsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2017. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=72803.

Guðrún Kvaran. (2017, 21. júlí). Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72803

Guðrún Kvaran. „Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2017. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72803>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.