Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju drekka fílar með rananum?

JMH

Fílar drekka ekki með rananum heldur sækja þeir vatn með honum og dæla síðan upp í munninn á sér.


Fílar drekka ekki með rananum en þeir nota hann til að dæla vatni upp í munninn.

En af hverju gera þeir það? Þeirri spurningu verður vart svarað með öðrum hætti en að slíkt er hentugt fyrir þá þar sem þeir eru afar stórvaxnir. Það er til dæmis mun auðveldara fyrir fíl að soga vatn upp með rananum og dæla upp í munn, heldur en að krjúpa niður og drekka þannig með munninum. Fílsrani er mjög fjölhæft líffæri sem fílar nota bæði til að hagræða hlutum, til drykkjar og til félagslegra samskipta.

Hægt er að lesa meira um fílsrana í svörum við spurningunum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.4.2008

Spyrjandi

Vignir Daðason, f. 1996

Tilvísun

JMH. „Af hverju drekka fílar með rananum?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008. Sótt 9. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7297.

JMH. (2008, 2. apríl). Af hverju drekka fílar með rananum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7297

JMH. „Af hverju drekka fílar með rananum?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 9. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7297>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju drekka fílar með rananum?
Fílar drekka ekki með rananum heldur sækja þeir vatn með honum og dæla síðan upp í munninn á sér.


Fílar drekka ekki með rananum en þeir nota hann til að dæla vatni upp í munninn.

En af hverju gera þeir það? Þeirri spurningu verður vart svarað með öðrum hætti en að slíkt er hentugt fyrir þá þar sem þeir eru afar stórvaxnir. Það er til dæmis mun auðveldara fyrir fíl að soga vatn upp með rananum og dæla upp í munn, heldur en að krjúpa niður og drekka þannig með munninum. Fílsrani er mjög fjölhæft líffæri sem fílar nota bæði til að hagræða hlutum, til drykkjar og til félagslegra samskipta.

Hægt er að lesa meira um fílsrana í svörum við spurningunum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....