Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Af hverju er stærðfræði til?

ÞV

Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finnum eða vitum að það kemur sér vel, bæði fyrir einstaklinginn og hópinn.

Ef einhver segir mér að tvö pör af fólki hafi farið upp í ákveðinn bíl, þá veit ég um leið að fjórar manneskjur eru í bílnum. Ég þarf ekkert að klóra mér í kollinum yfir því, reyna að telja eða eitthvað slíkt, því að ég veit að 2 + 2 eru 4.

Ef kaupmaður ætlar að gefa mér 20% afslátt af vöru sem kostar 12000 krónur og segir að verðið sé þá 10000 krónur, þá kemur sér vel að vita að það er vitlaust reiknað og verðið á að vera 9600 kr.

Ef tveir bílar mætast á vegi og eru báðir á 90 km hraða, þá er ágætt að vita að hraði bílanna hvors miðað við annan er 180 km á klukkustund og árekstur yrði eins og bíll á þeim hraða keyrði á kyrrstæðan bíl. Það er líka ágætt fyrir bílstjóra að vita hvernig bílar hegða sér í beygjum og það er hægt að nota stærðfræði til að glöggva sig á því.

Sem sagt, stærðfræði er til margra hluta nytsamleg, bæði í einkalífi og í ýmsum störfum. Mörgum sem ná þokkalegum tökum á henni finnst hún líka skemmtileg; til dæmis er gaman að ráða stærðfræðiþrautir.

Þess vegna er stærðfræði til, þess vegna er hún kennd í skólum, og þess vegna borgar sig að læra hana!

Hægt er að finna meira lesefni um þessa hluti með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Birgitta Rut Ásudóttir

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er stærðfræði til?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7308.

ÞV. (2008, 4. apríl). Af hverju er stærðfræði til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7308

ÞV. „Af hverju er stærðfræði til?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7308>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finnum eða vitum að það kemur sér vel, bæði fyrir einstaklinginn og hópinn.

Ef einhver segir mér að tvö pör af fólki hafi farið upp í ákveðinn bíl, þá veit ég um leið að fjórar manneskjur eru í bílnum. Ég þarf ekkert að klóra mér í kollinum yfir því, reyna að telja eða eitthvað slíkt, því að ég veit að 2 + 2 eru 4.

Ef kaupmaður ætlar að gefa mér 20% afslátt af vöru sem kostar 12000 krónur og segir að verðið sé þá 10000 krónur, þá kemur sér vel að vita að það er vitlaust reiknað og verðið á að vera 9600 kr.

Ef tveir bílar mætast á vegi og eru báðir á 90 km hraða, þá er ágætt að vita að hraði bílanna hvors miðað við annan er 180 km á klukkustund og árekstur yrði eins og bíll á þeim hraða keyrði á kyrrstæðan bíl. Það er líka ágætt fyrir bílstjóra að vita hvernig bílar hegða sér í beygjum og það er hægt að nota stærðfræði til að glöggva sig á því.

Sem sagt, stærðfræði er til margra hluta nytsamleg, bæði í einkalífi og í ýmsum störfum. Mörgum sem ná þokkalegum tökum á henni finnst hún líka skemmtileg; til dæmis er gaman að ráða stærðfræðiþrautir.

Þess vegna er stærðfræði til, þess vegna er hún kennd í skólum, og þess vegna borgar sig að læra hana!

Hægt er að finna meira lesefni um þessa hluti með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu....