Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Vésteinn Ólason

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta.

Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formála að útgáfu sögunnar í Íslenzkum fornritum, 12. bindi (1954), fjallar Einar Ólafur Sveinsson um leitina að höfundi á bls. c-cii. Hann getur um tilgátur fyrri manna, svo sem eins og þá að Sæmundur fróði hafi skrifað söguna, sem upp kom á 17. öld, og tilgátur manna á þessari öld þar sem nefndir hafa verið Jón Loftsson, Snorri Sturluson, Einar Gilsson, Þorvarður Þórarinsson (tilgáta Barða Guðmundssonar), og hafnar hann þeim öllum. Sjálfur hafði hann eitt sinn nefnt Þorstein Skeggjason af ætt Skógverja, en viðurkennir að það sé á veikum grunni reist, og þar að auki vitum við mjög lítið um manninn. Síðan hafa menn nefnt bæði Sturlu Þórðarson (Matthías Johannessen) og Árna biskup Þorláksson (Hermann Pálsson), en engin samstaða hefur orðið um neina tilgátu.

Meira er hægt að segja um aldur sögunnar. Fimm elstu handritin eru frá því um 1300, og þótt þær aldursákvarðanir séu ekki nákvæmar fer varla hjá því að eitthvert þeirra sé svo gamalt eða lítið eitt eldra. Talið er nokkuð víst að í sögunni gæti áhrifa frá lagamáli Járnsíðu sem fékk gildi 1271. Einhvern tíma hefur það tekið höfundinn að kynnast henni. Margs konar rök benda til að sagan sé frá síðari hluta þrettándu aldar. Sterkar líkur eru því til að sagan sé samin á árabilinu 1275-1295 (1275-1285 segir Einar Ólafur Sveinsson).

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar? og við spurningu um aldur og uppruna Íslendingasagna.

Höfundur

prófessor emeritus

Útgáfudagur

4.8.2000

Spyrjandi

Heiða Björk Halldórdóttir

Tilvísun

Vésteinn Ólason. „Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2000. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=731.

Vésteinn Ólason. (2000, 4. ágúst). Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=731

Vésteinn Ólason. „Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2000. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=731>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?
Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta.

Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formála að útgáfu sögunnar í Íslenzkum fornritum, 12. bindi (1954), fjallar Einar Ólafur Sveinsson um leitina að höfundi á bls. c-cii. Hann getur um tilgátur fyrri manna, svo sem eins og þá að Sæmundur fróði hafi skrifað söguna, sem upp kom á 17. öld, og tilgátur manna á þessari öld þar sem nefndir hafa verið Jón Loftsson, Snorri Sturluson, Einar Gilsson, Þorvarður Þórarinsson (tilgáta Barða Guðmundssonar), og hafnar hann þeim öllum. Sjálfur hafði hann eitt sinn nefnt Þorstein Skeggjason af ætt Skógverja, en viðurkennir að það sé á veikum grunni reist, og þar að auki vitum við mjög lítið um manninn. Síðan hafa menn nefnt bæði Sturlu Þórðarson (Matthías Johannessen) og Árna biskup Þorláksson (Hermann Pálsson), en engin samstaða hefur orðið um neina tilgátu.

Meira er hægt að segja um aldur sögunnar. Fimm elstu handritin eru frá því um 1300, og þótt þær aldursákvarðanir séu ekki nákvæmar fer varla hjá því að eitthvert þeirra sé svo gamalt eða lítið eitt eldra. Talið er nokkuð víst að í sögunni gæti áhrifa frá lagamáli Járnsíðu sem fékk gildi 1271. Einhvern tíma hefur það tekið höfundinn að kynnast henni. Margs konar rök benda til að sagan sé frá síðari hluta þrettándu aldar. Sterkar líkur eru því til að sagan sé samin á árabilinu 1275-1295 (1275-1285 segir Einar Ólafur Sveinsson).

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar? og við spurningu um aldur og uppruna Íslendingasagna....