Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ástæðan fyrir þessu tengist sjávarföllunum sem við sjáum á hverjum degi við strendur landsins. Sjávarföllin verða af því að þyngdarkrafturinn frá tungli á jörðina er meiri á þeirri hlið jarðarinnar sem snýr að tungli heldur en í miðju jarðarinnar og hins vegar minni á þeirri hlð jarðar sem snýr frá tunglinu. Þetta leiðir til þess að hafið sitt hvorum megin á jörðinni fylgir jörðinni ekki alveg í hreyfingu hennar, heldur myndast bungur bæði á þeirri hlið sem snýr að tungli og hinni sem snýr frá tunglinu. Þessar bungur færast svo eftir jörðinni í möndulsnúningi hennar, eina umferð á hverjum "tunglhring", það er að segja á meðan jörðin snýst eina umferð miðað við tunglið.
Þyngdarkrafturinn frá sól flækir þessa mynd að vísu nokkuð og veldur því að stundum er smástreymt sem kallað er og stundum stórstreymt, en við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hér.
Aðalatriðið er þessi sífelldi snúningur á sjávarfallabylgjunum. Í honum felst að hafsbotninn verður fyrir núningi sem leitast við að koma jarðskorpunni á sama snúningshraða og vatnsbylgjan hefur, það er að segja að jörðin fari að snúast eina umferð á hverjum tunglhring og jörðin mundi að lokum alltaf snúa sömu hlið að tunglinu. Slík hreyfing er kölluð bundinn snúningur.
Tunglið hefur einmitt svona bundinn snúning gagnvart jörðinni en hefur þó ekki haft hann í upphafi. Snúningur tunglsins miðað við jörð hefur þá valdið misjöfnum innri kröftum í efninu í tunglinu. Þar er að vísu ekkert vatn og hefur aldrei verið en "sjávarfallakraftarnir" hafa þá í staðinn myndast vegna seigfljótandi efnis inni í tunglinu. Þeir hafa síðan smám saman orðið til þess að tunglið fékk bundinn snúning eins og spyrjandi veit greinilega að það hefur núna.
Hægt er að finna meira um þessi mál á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.
ÞV. „Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7313.
ÞV. (2008, 4. apríl). Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7313
ÞV. „Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7313>.