Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því.

Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:1125) er nafnið talið dregið af latneska orðinu versus sem notað var um eins konar veiðistöð, síðar þorp og loks höll.

Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum.

Í norrænni goðafræði er orðið Fensalir heiti á bæ Friggjar, konu Óðins: „Hon á bæ þann, er Fensalir heita, ok er hann allvegligr.“ (Edda...1954:50). Fyrri liður orðsins er fen ‘kviksyndi, botnlaust dý’. Þetta nafn hefur ef til vill villt fyrir spyrjanda.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. Nafnaþulur og skáldatal. 1954. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Akureyri.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.2.2017

Spyrjandi

Ásgeir Hjálmar Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2017, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73180.

Guðrún Kvaran. (2017, 22. febrúar). Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73180

Guðrún Kvaran. „Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2017. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73180>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því.

Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:1125) er nafnið talið dregið af latneska orðinu versus sem notað var um eins konar veiðistöð, síðar þorp og loks höll.

Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum.

Í norrænni goðafræði er orðið Fensalir heiti á bæ Friggjar, konu Óðins: „Hon á bæ þann, er Fensalir heita, ok er hann allvegligr.“ (Edda...1954:50). Fyrri liður orðsins er fen ‘kviksyndi, botnlaust dý’. Þetta nafn hefur ef til vill villt fyrir spyrjanda.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. Nafnaþulur og skáldatal. 1954. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Akureyri.

Mynd:

...