Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?

Daníel Freyr Birkisson, Guðjón Bjartur Benediktsson og Jóhann Bjarki Arnarsson Hall

Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má rekja til þessa áhugamáls en Abu Bakr þýðir einfaldlega „faðir eða verndari afkvæmis kameldýrs“. Síðar meir endurskilgreindi Múhameð nafnið og gaf því merkinguna „sá er guð bjargaði frá logum vítis“.

Eins og títt var um börn efnaðra kaupmanna í Mekka lærði Abu Bakr að lesa og fékk áhuga á bókmenntum og ljóðum. Fjölskyldan stundaði verslun með vefnaðarvörur og ungur að árum fetaði Abu Bakr þá braut. Tíð ferðalög með úlfaldalestum til Sýrlands, Jemen og fleiri landa á þessu svæði voru hluti af verslun með vefnaðarvörur. Abu Bakr efnaðist töluvert á þessum viðskiptaferðum og öðlaðist einnig dýrmæta reynslu. Staða hans innan ættbálksins styrktist smám saman og hann varð bæði áhrifamikill og auðugur. Svo fór að lokum að hann varð leiðtogi ættbálksins þótt faðir hans væri enn á lífi. Abu Bakr átti þrjá syni: Abdullah, Abdul-Rahman og Múhameð og dæturnar Asma, Umm Khultum og Aisha. Sú síðastnefnda giftist Múhameð spámanni sem varð þar með tengdasonur Abu Bakr.

Úlfaldar voru öldum saman notaðir í viðskiptaferðum á Arabíuskaganum og Norður-Afríku.

Leiðir Abu Bakr og Múhameðs lágu fyrst saman þegar Abu Bakr var tíu ára og Múhameð tveimur árum eldri. Vinskapur þeirra varð þó ekki mikill fyrr en Abu Bakr sneri til Mekka úr einni af viðskiptaferðum sínum og fékk þær fréttir að Múhameð hafi titlað sig „spámann“ eða „sendiboða Guðs“ og komið á fót nýjum trúarbrögðum sem kölluðust íslam. Abu Bakr varð hrifinn af þessum nýju trúarbrögðum og tók fljótt upp íslamstrú. Sagan segir að hann hafi verið einn sá fyrsti sem gerði það utan fjölskyldu spámannsins. Fjölskylda og vinir Abu Bakr tóku sömuleiðis upp þessi trúarbrögð, fyrir utan eiginkonuna Qutaylah bint Abd-al-Uzza. Fjöldi þræla tók einnig upp íslamstrú að fordæmi Abu Bakr en hann var þekktur fyrir að kaupa sér þræla til þess eins að frelsa þá. Það voru einkum konur eða gamlir þróttlausir menn sem Abu Bakr frelsaði og kvaðst hann gera það fyrir Guð, en ekki fyrir sig eða þrælana.

Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs og var ráðgjafi hans bæði í trú- og hernaðarmálum. Abu Bakr og Múhameð voru ötulir við að útbreiða boðskap Allah og þurftu um leið að verjast árásum hópa sem mislíkaði þetta athæfi þeirra. Eins og Abu Bakr, kom Múhameð úr Quyrash-ættbálkinum. Eftir að Abu Bakr tók upp íslam fylgdu margir honum eftir enda var hann vel liðinn. Margir voru þó andsnúnir hinum nýja sið og þeir tóku að deila við þá sem höfðu tekið upp trúna. Það leiddi til mikilla bardaga og eru þau átök talin lykilátök á fyrstu áratugum íslam. Það má því segja að íslam hafi mætt mótstöðu úr nokkrum áttum og áttu stuðningsmenn trúarinnar í vök að verjast fyrstu áratugina sem Múhameð og Abu Bakr breiddu út boðskapinn.

Múhameð spámaður lést árið 632 eftir veikindi. Mikill mannfjöldi safnaðist saman þar sem hann lést og syrgði. Abu Bakr var á staðnum og hélt Múhameð í höndum sínum, kyssti og blessaði. Eftir dauða hans hélt Abu Bakr ræðu um hversu mikilfenglegur spámaðurinn nýlátni var. Ítrekaði hann mikilvægi trúarinnar og að boðskapur hennar myndi halda áfram að dreifast. Múhameð hafi vissulega verið stórmerkilegur maður, en hans erindi hafi í raun bara verið að breiða út boðskap Allah. Múslimar ættu því að syrgja missi Múhameðs en halda áfram í nafni trúarinnar og Allah.

Dyr að mosku í Medína sem kennd er við Abu Bakr. Þeir sem studdu Abu Bakr í að taka við af Múhameð á sínum tíma voru einkum frá Medína.

Við lát Múhameðs skapaðist mikil ólga og óvissa um það hver skyldi taka við sem leiðtogi og arftaki hans sem boðberi trúarinnar. Deilt var um hvort Abu Bakr ætti að taka við keflinu af Múhameð eða Ali, tengdasonur spámannsins. Múhameð hafði ætíð farið fögrum orðum um Ali og margir héldu að hann yrði arftaki spámannsins. Aðrir töldu að Múhameð hafi gert ráð fyrir að Abu Bakr skyldi vera arftaki hans, enda hafði hann verið helsti ráðgjafi hanns og hafði meðal annars verið falið að leiða pílagrímaleiðangur til Mekka - verkefni sem fáum hefði verið treyst fyrir.

Þessar deilur voru upphafið af þeim klofningi sem skiptir fylgjendum trúarinnar í tvær fylkingar: súnníta og sjíta. Þeir sem studdu Abu Bakr í að taka við af Múhameð eru í raun hópur sem í dag nefnast súnnítar. Stuðningsmenn Ali kallast sjítar. Súnnítar eru mun fjölmennari en sjítar.

Abu Bakr tók á endanum við af Múhameð og gegndi fyrstur manna titli kalífa. Kalífi er í raun veraldlegur leiðtogi múslima sem þiggur umboð sitt frá guðinum Allah. Ali mótmælti því ekki að Abu Bakr yrði gerður að kalífa. Hann átti þó eftir að verða fjórði og síðasti kalífinn í Rashidun-kalífaveldinu eftir dauða Abu Bakr árið 634. Þá var hins vegar orðið of seint að koma í veg fyrir þann klofning sem hafði skipað múslimum í þær tvær fylkingar sem enn þann dag í dag takast á.

Heimildir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Upprunalega spurningin var almenns eðlis (um uppruna og fyrstu ár íslams) og er hér svarað að hluta og einnig í öðrum svörum á Vísindavefnum.

Höfundar

Daníel Freyr Birkisson

BA-nemi í stjórnmálafræði

Guðjón Bjartur Benediktsson

BA-nemi í stjórnmálafræði

BA-nemi í stjórnmálafræði og áður nemandi í Engjaskóla

Útgáfudagur

10.3.2017

Spyrjandi

Dagmar Rut

Tilvísun

Daníel Freyr Birkisson, Guðjón Bjartur Benediktsson og Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73203.

Daníel Freyr Birkisson, Guðjón Bjartur Benediktsson og Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. (2017, 10. mars). Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73203

Daníel Freyr Birkisson, Guðjón Bjartur Benediktsson og Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73203>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?
Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má rekja til þessa áhugamáls en Abu Bakr þýðir einfaldlega „faðir eða verndari afkvæmis kameldýrs“. Síðar meir endurskilgreindi Múhameð nafnið og gaf því merkinguna „sá er guð bjargaði frá logum vítis“.

Eins og títt var um börn efnaðra kaupmanna í Mekka lærði Abu Bakr að lesa og fékk áhuga á bókmenntum og ljóðum. Fjölskyldan stundaði verslun með vefnaðarvörur og ungur að árum fetaði Abu Bakr þá braut. Tíð ferðalög með úlfaldalestum til Sýrlands, Jemen og fleiri landa á þessu svæði voru hluti af verslun með vefnaðarvörur. Abu Bakr efnaðist töluvert á þessum viðskiptaferðum og öðlaðist einnig dýrmæta reynslu. Staða hans innan ættbálksins styrktist smám saman og hann varð bæði áhrifamikill og auðugur. Svo fór að lokum að hann varð leiðtogi ættbálksins þótt faðir hans væri enn á lífi. Abu Bakr átti þrjá syni: Abdullah, Abdul-Rahman og Múhameð og dæturnar Asma, Umm Khultum og Aisha. Sú síðastnefnda giftist Múhameð spámanni sem varð þar með tengdasonur Abu Bakr.

Úlfaldar voru öldum saman notaðir í viðskiptaferðum á Arabíuskaganum og Norður-Afríku.

Leiðir Abu Bakr og Múhameðs lágu fyrst saman þegar Abu Bakr var tíu ára og Múhameð tveimur árum eldri. Vinskapur þeirra varð þó ekki mikill fyrr en Abu Bakr sneri til Mekka úr einni af viðskiptaferðum sínum og fékk þær fréttir að Múhameð hafi titlað sig „spámann“ eða „sendiboða Guðs“ og komið á fót nýjum trúarbrögðum sem kölluðust íslam. Abu Bakr varð hrifinn af þessum nýju trúarbrögðum og tók fljótt upp íslamstrú. Sagan segir að hann hafi verið einn sá fyrsti sem gerði það utan fjölskyldu spámannsins. Fjölskylda og vinir Abu Bakr tóku sömuleiðis upp þessi trúarbrögð, fyrir utan eiginkonuna Qutaylah bint Abd-al-Uzza. Fjöldi þræla tók einnig upp íslamstrú að fordæmi Abu Bakr en hann var þekktur fyrir að kaupa sér þræla til þess eins að frelsa þá. Það voru einkum konur eða gamlir þróttlausir menn sem Abu Bakr frelsaði og kvaðst hann gera það fyrir Guð, en ekki fyrir sig eða þrælana.

Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs og var ráðgjafi hans bæði í trú- og hernaðarmálum. Abu Bakr og Múhameð voru ötulir við að útbreiða boðskap Allah og þurftu um leið að verjast árásum hópa sem mislíkaði þetta athæfi þeirra. Eins og Abu Bakr, kom Múhameð úr Quyrash-ættbálkinum. Eftir að Abu Bakr tók upp íslam fylgdu margir honum eftir enda var hann vel liðinn. Margir voru þó andsnúnir hinum nýja sið og þeir tóku að deila við þá sem höfðu tekið upp trúna. Það leiddi til mikilla bardaga og eru þau átök talin lykilátök á fyrstu áratugum íslam. Það má því segja að íslam hafi mætt mótstöðu úr nokkrum áttum og áttu stuðningsmenn trúarinnar í vök að verjast fyrstu áratugina sem Múhameð og Abu Bakr breiddu út boðskapinn.

Múhameð spámaður lést árið 632 eftir veikindi. Mikill mannfjöldi safnaðist saman þar sem hann lést og syrgði. Abu Bakr var á staðnum og hélt Múhameð í höndum sínum, kyssti og blessaði. Eftir dauða hans hélt Abu Bakr ræðu um hversu mikilfenglegur spámaðurinn nýlátni var. Ítrekaði hann mikilvægi trúarinnar og að boðskapur hennar myndi halda áfram að dreifast. Múhameð hafi vissulega verið stórmerkilegur maður, en hans erindi hafi í raun bara verið að breiða út boðskap Allah. Múslimar ættu því að syrgja missi Múhameðs en halda áfram í nafni trúarinnar og Allah.

Dyr að mosku í Medína sem kennd er við Abu Bakr. Þeir sem studdu Abu Bakr í að taka við af Múhameð á sínum tíma voru einkum frá Medína.

Við lát Múhameðs skapaðist mikil ólga og óvissa um það hver skyldi taka við sem leiðtogi og arftaki hans sem boðberi trúarinnar. Deilt var um hvort Abu Bakr ætti að taka við keflinu af Múhameð eða Ali, tengdasonur spámannsins. Múhameð hafði ætíð farið fögrum orðum um Ali og margir héldu að hann yrði arftaki spámannsins. Aðrir töldu að Múhameð hafi gert ráð fyrir að Abu Bakr skyldi vera arftaki hans, enda hafði hann verið helsti ráðgjafi hanns og hafði meðal annars verið falið að leiða pílagrímaleiðangur til Mekka - verkefni sem fáum hefði verið treyst fyrir.

Þessar deilur voru upphafið af þeim klofningi sem skiptir fylgjendum trúarinnar í tvær fylkingar: súnníta og sjíta. Þeir sem studdu Abu Bakr í að taka við af Múhameð eru í raun hópur sem í dag nefnast súnnítar. Stuðningsmenn Ali kallast sjítar. Súnnítar eru mun fjölmennari en sjítar.

Abu Bakr tók á endanum við af Múhameð og gegndi fyrstur manna titli kalífa. Kalífi er í raun veraldlegur leiðtogi múslima sem þiggur umboð sitt frá guðinum Allah. Ali mótmælti því ekki að Abu Bakr yrði gerður að kalífa. Hann átti þó eftir að verða fjórði og síðasti kalífinn í Rashidun-kalífaveldinu eftir dauða Abu Bakr árið 634. Þá var hins vegar orðið of seint að koma í veg fyrir þann klofning sem hafði skipað múslimum í þær tvær fylkingar sem enn þann dag í dag takast á.

Heimildir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Upprunalega spurningin var almenns eðlis (um uppruna og fyrstu ár íslams) og er hér svarað að hluta og einnig í öðrum svörum á Vísindavefnum.

...