Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?

MBS

Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til frægð og frama en hann fóbrotnaði á leið sinni á Heimssýninguna í Chicago í lok árs 1933 og varð að lóga honum.

Það svín sem hefur komist næst því að slá metið hans Big Bill var sennilega kínverski gölturinn Ton sem var í eigu Xu Changjin. Ton var orðinn 900 kg aðeins 5 ára gamall. Hann lést hins vegar úr sjúkdómum tengdum offitu 4. febrúar 2004.

Af fleiri búsældarlegum svínum má nefna Hog Kong sem var villisvín sem var skotið í ágúst 2004 í Flórída í Bandaríkjunum. Hog Kong vó þá 517 kg. Annað veglegt villisvín, Hogzilla var vegið í Georgíu fyllki í Bandaríkjunum á 17. júní árið 2007. Hogzilla var upphaflega mældur vera um 3,6 m á lengd og vega 450 kg. Vísindamenn andmæltu þessu svo seinna og sögðu að Hogzilla hefði aðeins verið um 360 kg að þyngd og 2,4 m á lengd.

3. maí 2007 skaut 11 ára drengur að nafni Jamison Stone svokallað Monster Pig. Veiðimennirnir sögðu að svínið hefði vegið 477 kg en engir óháðir mælingamenn voru hins vegar á svæðinu. Þessar frásagnir hafa því eitthvað verið dregnar í efa.



Jamison Stone og Monster Pig. Það var sagt hafa vegið 477 kg.

Árlega er haldin keppni sem kallast Svín Guðs í Hsin Chu héraði í Taívan. Þar er svínum fórnað sem hluti af trúarlegri athöfn. Kappsmál er að svínin séu stór og þung en stærsta og þyngsta svínið er valið til að fórna. Til að ná sem mestri þyngd eru svínin neydd til að borða meira en þau þurfa og jafnvel látin borða sand og málm til að þyngja þau. Svíninu sem var slátrað við athöfnina haustið 2007 vó 908 kg. Fyrir slátrun gat það ekki staðið sjálft og þurfti 20 menn til að bera það.

Þessi keppni hefur verið gagnrýnd harðlega af flestum samtökum dýra- og náttúruverndar en aðfarirnar þykja mjög ómannúðlegar. Þess ber að geta að keppnin er bönnuð í Taívan og viðgengst aðeins í þessu eina héraði landsins.

Nánar má lesa um svín í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um svín?

Myndir: Wikimedia Commons

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Tómas Kolbeinn Georgsson

Tilvísun

MBS. „Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7323.

MBS. (2008, 4. apríl). Hvað er þyngsta svín í heimi þungt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7323

MBS. „Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7323>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?
Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til frægð og frama en hann fóbrotnaði á leið sinni á Heimssýninguna í Chicago í lok árs 1933 og varð að lóga honum.

Það svín sem hefur komist næst því að slá metið hans Big Bill var sennilega kínverski gölturinn Ton sem var í eigu Xu Changjin. Ton var orðinn 900 kg aðeins 5 ára gamall. Hann lést hins vegar úr sjúkdómum tengdum offitu 4. febrúar 2004.

Af fleiri búsældarlegum svínum má nefna Hog Kong sem var villisvín sem var skotið í ágúst 2004 í Flórída í Bandaríkjunum. Hog Kong vó þá 517 kg. Annað veglegt villisvín, Hogzilla var vegið í Georgíu fyllki í Bandaríkjunum á 17. júní árið 2007. Hogzilla var upphaflega mældur vera um 3,6 m á lengd og vega 450 kg. Vísindamenn andmæltu þessu svo seinna og sögðu að Hogzilla hefði aðeins verið um 360 kg að þyngd og 2,4 m á lengd.

3. maí 2007 skaut 11 ára drengur að nafni Jamison Stone svokallað Monster Pig. Veiðimennirnir sögðu að svínið hefði vegið 477 kg en engir óháðir mælingamenn voru hins vegar á svæðinu. Þessar frásagnir hafa því eitthvað verið dregnar í efa.



Jamison Stone og Monster Pig. Það var sagt hafa vegið 477 kg.

Árlega er haldin keppni sem kallast Svín Guðs í Hsin Chu héraði í Taívan. Þar er svínum fórnað sem hluti af trúarlegri athöfn. Kappsmál er að svínin séu stór og þung en stærsta og þyngsta svínið er valið til að fórna. Til að ná sem mestri þyngd eru svínin neydd til að borða meira en þau þurfa og jafnvel látin borða sand og málm til að þyngja þau. Svíninu sem var slátrað við athöfnina haustið 2007 vó 908 kg. Fyrir slátrun gat það ekki staðið sjálft og þurfti 20 menn til að bera það.

Þessi keppni hefur verið gagnrýnd harðlega af flestum samtökum dýra- og náttúruverndar en aðfarirnar þykja mjög ómannúðlegar. Þess ber að geta að keppnin er bönnuð í Taívan og viðgengst aðeins í þessu eina héraði landsins.

Nánar má lesa um svín í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um svín?

Myndir: Wikimedia Commons

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....