Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’.

Elstu dæmi Orðabókarinnar um merkinguna að ‘vera ekki með fullu viti’ koma fyrir í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. í sambandinu að vera ekki með allan mjalla og að vera ekki með fullan mjalla. Elsta dæmið um orðasambandið að vera ekki með öllum mjalla er frá lokum 18. aldar. Það er einnig að finna í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem ekki var gefin út fyrr en 1814 en samin á síðari hluta 18. aldar. Þar er mjalli fletta í merkingunni ‘hvítleiki’. Undir þeirri flettu er orðasambandið hann er ekki með öllum mjalla og merkingin, sem gefin er á dönsku, er ‘han har en Skrue løs’, eða eins og við segjum gjarnan "hann er með lausa skrúfu".


Sumum finnst þessi skíðamaður líklega ekki vera með öllum mjalla. Mjalli merkir meðal annars skynsemi, vit og einnig hvítleiki, enda er það skylt orðinu mjöll sem er nýfallinn snjór.

Upphafleg merking orðsins mjalli er líklega ‘hvítleiki’ eins og fram kom í orðabók Björns Halldórssonar og er vel þekkt í orðinu mjallahvítur sem Orðabókin á elst dæmi um frá miðri 19. öld. Minna þekkt er orðið mjallalítill sem dæmi er um úr Píslarsögu Jón Magnússonar sem samin var á árunum 1658–1659. Þar er orðið notað í miðstigi, mjallaminni, og virðist merkingin af sambandinu að ráða vera ‘með minni skynsemi’.

Orðið mjalli er skylt lýsingarorðinu mjallur ‘bjartur, hvítur’ og nafnorðinu mjöll ‘nýfallinn snjór’. Í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 er mjallur settur undir flettuna mjöll og gefin er latneska merkingin ‘candidus’. Í latnesk-íslenskri orðabók Jóns biskups Árnasonar frá 1738 er candidus sagt merkja ‘skínandi, klár, bjartur, dægilegur’ en einnig ‘ærligur, hreinlyndur’ og nálgumst við þar merkinguna í mjalli.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.4.2008

Spyrjandi

Arnar Kári Hallgrímsson, Thelma Lind, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2008, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7346.

Guðrún Kvaran. (2008, 14. apríl). Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7346

Guðrún Kvaran. „Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2008. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7346>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?
Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’.

Elstu dæmi Orðabókarinnar um merkinguna að ‘vera ekki með fullu viti’ koma fyrir í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. í sambandinu að vera ekki með allan mjalla og að vera ekki með fullan mjalla. Elsta dæmið um orðasambandið að vera ekki með öllum mjalla er frá lokum 18. aldar. Það er einnig að finna í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem ekki var gefin út fyrr en 1814 en samin á síðari hluta 18. aldar. Þar er mjalli fletta í merkingunni ‘hvítleiki’. Undir þeirri flettu er orðasambandið hann er ekki með öllum mjalla og merkingin, sem gefin er á dönsku, er ‘han har en Skrue løs’, eða eins og við segjum gjarnan "hann er með lausa skrúfu".


Sumum finnst þessi skíðamaður líklega ekki vera með öllum mjalla. Mjalli merkir meðal annars skynsemi, vit og einnig hvítleiki, enda er það skylt orðinu mjöll sem er nýfallinn snjór.

Upphafleg merking orðsins mjalli er líklega ‘hvítleiki’ eins og fram kom í orðabók Björns Halldórssonar og er vel þekkt í orðinu mjallahvítur sem Orðabókin á elst dæmi um frá miðri 19. öld. Minna þekkt er orðið mjallalítill sem dæmi er um úr Píslarsögu Jón Magnússonar sem samin var á árunum 1658–1659. Þar er orðið notað í miðstigi, mjallaminni, og virðist merkingin af sambandinu að ráða vera ‘með minni skynsemi’.

Orðið mjalli er skylt lýsingarorðinu mjallur ‘bjartur, hvítur’ og nafnorðinu mjöll ‘nýfallinn snjór’. Í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 er mjallur settur undir flettuna mjöll og gefin er latneska merkingin ‘candidus’. Í latnesk-íslenskri orðabók Jóns biskups Árnasonar frá 1738 er candidus sagt merkja ‘skínandi, klár, bjartur, dægilegur’ en einnig ‘ærligur, hreinlyndur’ og nálgumst við þar merkinguna í mjalli.

Mynd: