Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um síld?

Jón Már Halldórsson

Síld (Clupea harengus) hefur verið kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. Á þeim árum sem mest veiddist af síld var heildarsíldarafli íslenskra skipa oft yfir 600 þúsund tonn og mest 770 þúsund tonn árið 1966. Síldin var verkuð í þorpum og bæjum víða norðan- og austanlands og var þetta blómatími margra byggðarlaga. Mikill ljómi hvílir yfir þessu tímabili í huga Íslendinga enda gafst almenningi tækifæri til að þéna mjög vel með mikilli vinnu.



Heimkynni atlantshafssíldarinnar.

Síldin er uppsjávar- og miðsævisfiskur og finnst frá yfirborði sjávar niður á allt að 250 metra dýpi. Hún er meðal algengustu fiska á norðurhveli jarðar. Heimkynni síldarinnar í austanverðu Atlantshafi ná frá Hvítahafi allt suður til Biskajaflóa við Spán og Frakkland og í vestanverðu Atlantshafi frá Labrador suður til Hatterashöfða í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum.

Í bók Gunnars Jónssonar fiskifræðings Íslenskir fiskar er síldinni lýst á eftirfarandi hátt (bls. 127):
Síldin er fremur hávaxin og þunnvaxin. Haus er í meðallagi stór, snjáldrið stutt og kjaftur lítill, en getur þanist út. Neðri skoltur teygist fram, og er síldin því yfirmynnt. Tennur eru mjög litlar. Síldin er frekar bollöng en stirtlustutt. Bakuggi er einn og á miðju baki. Raufaruggi er aftarlega. Kviðuggar eru bolstæðir og eyruggar fremur litlir. Sporðblaðkan er stór og djúpsýld. Hreistur er stórt og laust. Rákin er varla sýnileg ... Síldin er blágræn á baki með purpurarauðri og fjólublárri slikju. Á hliðum og kviði er hún silfurgljáandi með fjólublárri slikju. Trýni er dökkblátt og uggar gráleitir.



Síld er svokallaður torfufiskur og í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Eins og hjá mörgum öðrum fisktegundum sem halda sig í torfum þá eru hreyfingar torfunnar líkt og um sjálfstæða lífveru sé að ræða, skyndilega getur hún hreyfst til hægri eða vinstri og breyta allir einstaklingarnir um stefnu á sama sekúndubrotinu, sérstaklega þegar einhver styggð kemur að þeim. Fjarlægðin milli hvers fisks er mjög svipuð þó að flekkurinn sé mörg hundruð metrar á breidd og lengd. Sérstaklega á þetta við yfir daginn þar sem sjónskyn síldarinnar er henni mikilvægt, en á nóttunni er hún dreifðari.

Dæmi eru um það frá síldarárunum svokölluðu að gríðarlegt magn af síld hafi verið í litlum fjörðum eða víkum, jafnvel 100 til 200 þúsund tonn og má ætla að þar hafi verið í kringum hálfur milljarður einstaklinga saman kominn á litlu svæði. Torfurnar gátu verið svo þéttar að það sást í buslandi síld við yfirborðið og það bullaði í sjónum. Í logni gátu slík fyrirbæri verið sýnileg úr nokkurra sjómílna fjarlægð.

Síldin er afar góður sundfiskur eins og vænta má af uppsjávarfiski. Hún er snögg í hreyfingum og getur náð miklum sundhraða. Ekki veitir síldinni af að vera snör í snúningum því hún á sér ótal óvini. Síldin hefur opinn sundmaga ólíkt til dæmis þorskfiskum sem hafa lokaðan sundmaga. Það gerir henni kleift að þola þrýstingsbreytingar betur en velflestir aðrir fiskar. Hún getur því kafað frá yfirborði sjávar niður á meira en eitt hundrað metra dýpi á örfáum mínútum.

Skynfæri síldarinnar eru ákaflega vel þróuð. Hún er talin hafa afburða sjón og einnig er heyrnin mjög góð miðað við aðra sjófiska.



Síldartorfa á leið til hrygningar í Eystrasalti.

Helsta fæða síldarinnar á Norðaustur-Atlantshafi er rauðáta (Calanus finmarchicus), smávaxið sviflægt krabbadýr (frá 2-5 mm á lengd) sem finnst í efstu lögum sjávar og þá helst að vor- og sumarlagi. Síldin syndir með opið ginið inn í rauðátuflekk og gleypir eins mikið af þessu næringarríka æti og hún getur. Þetta fæðuatferli minnir mjög á skíðishvali sem opna ginið og sía mörg tonn af ljósátu. Síldin étur einnig ljósátu, loðnu, sandsíli og fisklirfur sem finnast í efri lögum sjávar.

Síldin nýtir vel þá fæðu sem gefst og fitnar hratt og vel. Rauðátan, sem síldin lifir aðallega á, étur svifþörunga sem ofgnótt er af á vorin og sumrin meðan birtu nýtur við á Norður-Atlantshafinu. Þegar vel árar er fæðan því sem næst ótakmörkuð og síldin fitnar vel en þegar vetur gengur í garð þarf hún að þola fæðuskort og þá gengur á forðann sem hún safnaði yfir sumarið.

Á hafsvæðinu umhverfis Ísland eru nokkrir afmarkaðir síldarstofnar. Þeir eru íslenska sumargotssíldin, íslenska vorgotsíldin og norsk-íslenska síldin.

Eins og nafnið gefur til kynna hrygnir íslenska sumargotsíldin á sumrin. Helstu hrygningarsvæði hennar við sunnanvert Vesturland auk þess sem hún hrygnir við Suðausturland.

Íslenska sumargotssíldin elst upp í flóum og fjörðum undan Norðvestur-, Norður- og Austurlandi til tveggja ára aldurs. Á þriðja ári leggur hún í fyrsta ferðalag sitt út fyrir uppeldisstöðvarnar og heldur suður fyrir land á slóðir forfeðra sinna. Þar kemst hún í átumikinn sjó og stækkar og fitnar þar næstu tvö ár þangað til hún verður kynþroska. Þá er hún orðin rúmir 27 cm á lengd og vegur um 180 grömm. Við kynþroska hægist á vexti hennar enda fer mikil orka í framleiðslu á kynvef (hrognum og svilum) auk þess sem hrygningartíminn truflar ætistímann á miðju sumrinu.

Á vorin heldur hún sig á ætislóð sunnan og vestan af landinu en þegar dregur að hrygningu safnast hún saman. Næringin sem hún aflaði sér á vorin nýtist til þroska hrogna og svila. Að hrygningu lokinni hefst síðari ætistíminn, í ágúst og september. Þá fer síldin norður fyrir land og fitar sig fyrir vetrartíðina þegar fæðuframboð er af skornum skammti. Það er nokkuð breytilegt hvar síldin heldur sig yfir vetrartímann. Áður fyrr safnaðist hún saman til dæmis grunnt austur af Suðurlandi og síðar inn á Austfjörðum. Hin síðari ár hefur hún safnast saman við norðanvert Snæfellsnes, meðal annars hafa undanfarin ár borist fréttir af stórum síldartorfum inni í Grundafirði og norður af Stykkishólmi.

Íslenska vorgotsíldin hrygnir á vorin eins og nafnið gefur til kynna, einkum í apríl. Áður fyrr voru helstu hrygningarstöðvar hennar suður af landinu, meðal annars í nánd við Vestmannaeyjar, aðallega þar sem Surtsey er nú. Svo virðist sem Surtseyjargosið hafi hins vegar spillt fyrir hrygningarstöðvum hennar og hóf hún þá að leita á aðrar slóðir til hrygningar.



Siglufjörður var einhver mikilvægasta höfn landsins á síldarárunum og nokkrum sinnum fór síldarútflutningur frá Siglufirði yfir 20% af öllum útflutningi landsmanna. Í brælum lágu þar hundruð síldarskipa af mörgu þjóðerni. Fólksmergðin í bænum var stundum eins og á strætum stórborga og óvíða var mannlífið litríkara eða fjörugra.

Þriðji stofninn sem Íslendingar hafa veitt úr á Íslandsmiðum er norsk-íslenska síldin. Hann er langstærsti stofninn, mældist árið 2006 um 10 milljón tonn. Hann er ólíkur hinum stofnunum tveimur þar sem hann dvelur stóran hluta ársins utan íslensku fiskveiðilögsögunnar enda þurfa Íslendingar að semja við aðrar þjóðir um veiðar á honum.

Norsk-íslenska síldin hrygnir við strendur Noregs (og eitthvað við Færeyjar áður fyrr) en kemur til Íslands í ætisleit. Á síldarárunum kom gríðarlegt magn af norsk-íslensku síldinni hingað til lands og fyllti firði og flóa norðan- og austanlands. Magnið gat orðið svo mikið að menn töluðu um svartan sjó af síld þar sem fiskurinn hélt sig svo grunnt að það sást í svarblá bök hans út um allan sjó.

Þessi mikla síldarganga er nú liðin tíð. Hin skefjalausa ofveiði á síld (sérstaklega ókynþroska smásíld) um miðja síðustu öld, í bland við óhagstæðar umhverfisaðstæður á hafísárunum á seinni hluta 7. áratugarins og átuskorti sem honum fylgdi, dró mjög úr stærð stofnsins og síldin hætti að ganga á Íslandsmið. Næstu áratugina á eftir hélt síldin sig við Noregsstrendur en undanfarin 15 ár hefur stofninn sýnt batamerki og kemur sífellt austar í fæðuleit. Við upphaf 21. aldar fór hún að ganga aftur í einhverjum mæli inn á íslenskt hafsvæði og hafa veiðar úr stofninum vaxið samfara því.

Tvær aðrar tegundir af síldarættinni (Clupeidae) hafa fundist innan íslensku fiskveiðilögsögunnar en teljast til flækinga. Þetta eru augnsíld (Alosa fallax) sem flækist oft hingað en finnst annars meðfram strönd Evrópu suður til Afríku, og sardína (Sardina pilchardus) en kjörsvæði hennar er aðallega á Miðjarðarhafi og Biscajaflóa en flækist oft hingað norður eftir.

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.4.2008

Spyrjandi

Kristín Erna, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um síld?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2008, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7355.

Jón Már Halldórsson. (2008, 17. apríl). Getið þið sagt mér eitthvað um síld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7355

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um síld?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2008. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7355>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um síld?
Síld (Clupea harengus) hefur verið kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. Á þeim árum sem mest veiddist af síld var heildarsíldarafli íslenskra skipa oft yfir 600 þúsund tonn og mest 770 þúsund tonn árið 1966. Síldin var verkuð í þorpum og bæjum víða norðan- og austanlands og var þetta blómatími margra byggðarlaga. Mikill ljómi hvílir yfir þessu tímabili í huga Íslendinga enda gafst almenningi tækifæri til að þéna mjög vel með mikilli vinnu.



Heimkynni atlantshafssíldarinnar.

Síldin er uppsjávar- og miðsævisfiskur og finnst frá yfirborði sjávar niður á allt að 250 metra dýpi. Hún er meðal algengustu fiska á norðurhveli jarðar. Heimkynni síldarinnar í austanverðu Atlantshafi ná frá Hvítahafi allt suður til Biskajaflóa við Spán og Frakkland og í vestanverðu Atlantshafi frá Labrador suður til Hatterashöfða í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum.

Í bók Gunnars Jónssonar fiskifræðings Íslenskir fiskar er síldinni lýst á eftirfarandi hátt (bls. 127):
Síldin er fremur hávaxin og þunnvaxin. Haus er í meðallagi stór, snjáldrið stutt og kjaftur lítill, en getur þanist út. Neðri skoltur teygist fram, og er síldin því yfirmynnt. Tennur eru mjög litlar. Síldin er frekar bollöng en stirtlustutt. Bakuggi er einn og á miðju baki. Raufaruggi er aftarlega. Kviðuggar eru bolstæðir og eyruggar fremur litlir. Sporðblaðkan er stór og djúpsýld. Hreistur er stórt og laust. Rákin er varla sýnileg ... Síldin er blágræn á baki með purpurarauðri og fjólublárri slikju. Á hliðum og kviði er hún silfurgljáandi með fjólublárri slikju. Trýni er dökkblátt og uggar gráleitir.



Síld er svokallaður torfufiskur og í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Eins og hjá mörgum öðrum fisktegundum sem halda sig í torfum þá eru hreyfingar torfunnar líkt og um sjálfstæða lífveru sé að ræða, skyndilega getur hún hreyfst til hægri eða vinstri og breyta allir einstaklingarnir um stefnu á sama sekúndubrotinu, sérstaklega þegar einhver styggð kemur að þeim. Fjarlægðin milli hvers fisks er mjög svipuð þó að flekkurinn sé mörg hundruð metrar á breidd og lengd. Sérstaklega á þetta við yfir daginn þar sem sjónskyn síldarinnar er henni mikilvægt, en á nóttunni er hún dreifðari.

Dæmi eru um það frá síldarárunum svokölluðu að gríðarlegt magn af síld hafi verið í litlum fjörðum eða víkum, jafnvel 100 til 200 þúsund tonn og má ætla að þar hafi verið í kringum hálfur milljarður einstaklinga saman kominn á litlu svæði. Torfurnar gátu verið svo þéttar að það sást í buslandi síld við yfirborðið og það bullaði í sjónum. Í logni gátu slík fyrirbæri verið sýnileg úr nokkurra sjómílna fjarlægð.

Síldin er afar góður sundfiskur eins og vænta má af uppsjávarfiski. Hún er snögg í hreyfingum og getur náð miklum sundhraða. Ekki veitir síldinni af að vera snör í snúningum því hún á sér ótal óvini. Síldin hefur opinn sundmaga ólíkt til dæmis þorskfiskum sem hafa lokaðan sundmaga. Það gerir henni kleift að þola þrýstingsbreytingar betur en velflestir aðrir fiskar. Hún getur því kafað frá yfirborði sjávar niður á meira en eitt hundrað metra dýpi á örfáum mínútum.

Skynfæri síldarinnar eru ákaflega vel þróuð. Hún er talin hafa afburða sjón og einnig er heyrnin mjög góð miðað við aðra sjófiska.



Síldartorfa á leið til hrygningar í Eystrasalti.

Helsta fæða síldarinnar á Norðaustur-Atlantshafi er rauðáta (Calanus finmarchicus), smávaxið sviflægt krabbadýr (frá 2-5 mm á lengd) sem finnst í efstu lögum sjávar og þá helst að vor- og sumarlagi. Síldin syndir með opið ginið inn í rauðátuflekk og gleypir eins mikið af þessu næringarríka æti og hún getur. Þetta fæðuatferli minnir mjög á skíðishvali sem opna ginið og sía mörg tonn af ljósátu. Síldin étur einnig ljósátu, loðnu, sandsíli og fisklirfur sem finnast í efri lögum sjávar.

Síldin nýtir vel þá fæðu sem gefst og fitnar hratt og vel. Rauðátan, sem síldin lifir aðallega á, étur svifþörunga sem ofgnótt er af á vorin og sumrin meðan birtu nýtur við á Norður-Atlantshafinu. Þegar vel árar er fæðan því sem næst ótakmörkuð og síldin fitnar vel en þegar vetur gengur í garð þarf hún að þola fæðuskort og þá gengur á forðann sem hún safnaði yfir sumarið.

Á hafsvæðinu umhverfis Ísland eru nokkrir afmarkaðir síldarstofnar. Þeir eru íslenska sumargotssíldin, íslenska vorgotsíldin og norsk-íslenska síldin.

Eins og nafnið gefur til kynna hrygnir íslenska sumargotsíldin á sumrin. Helstu hrygningarsvæði hennar við sunnanvert Vesturland auk þess sem hún hrygnir við Suðausturland.

Íslenska sumargotssíldin elst upp í flóum og fjörðum undan Norðvestur-, Norður- og Austurlandi til tveggja ára aldurs. Á þriðja ári leggur hún í fyrsta ferðalag sitt út fyrir uppeldisstöðvarnar og heldur suður fyrir land á slóðir forfeðra sinna. Þar kemst hún í átumikinn sjó og stækkar og fitnar þar næstu tvö ár þangað til hún verður kynþroska. Þá er hún orðin rúmir 27 cm á lengd og vegur um 180 grömm. Við kynþroska hægist á vexti hennar enda fer mikil orka í framleiðslu á kynvef (hrognum og svilum) auk þess sem hrygningartíminn truflar ætistímann á miðju sumrinu.

Á vorin heldur hún sig á ætislóð sunnan og vestan af landinu en þegar dregur að hrygningu safnast hún saman. Næringin sem hún aflaði sér á vorin nýtist til þroska hrogna og svila. Að hrygningu lokinni hefst síðari ætistíminn, í ágúst og september. Þá fer síldin norður fyrir land og fitar sig fyrir vetrartíðina þegar fæðuframboð er af skornum skammti. Það er nokkuð breytilegt hvar síldin heldur sig yfir vetrartímann. Áður fyrr safnaðist hún saman til dæmis grunnt austur af Suðurlandi og síðar inn á Austfjörðum. Hin síðari ár hefur hún safnast saman við norðanvert Snæfellsnes, meðal annars hafa undanfarin ár borist fréttir af stórum síldartorfum inni í Grundafirði og norður af Stykkishólmi.

Íslenska vorgotsíldin hrygnir á vorin eins og nafnið gefur til kynna, einkum í apríl. Áður fyrr voru helstu hrygningarstöðvar hennar suður af landinu, meðal annars í nánd við Vestmannaeyjar, aðallega þar sem Surtsey er nú. Svo virðist sem Surtseyjargosið hafi hins vegar spillt fyrir hrygningarstöðvum hennar og hóf hún þá að leita á aðrar slóðir til hrygningar.



Siglufjörður var einhver mikilvægasta höfn landsins á síldarárunum og nokkrum sinnum fór síldarútflutningur frá Siglufirði yfir 20% af öllum útflutningi landsmanna. Í brælum lágu þar hundruð síldarskipa af mörgu þjóðerni. Fólksmergðin í bænum var stundum eins og á strætum stórborga og óvíða var mannlífið litríkara eða fjörugra.

Þriðji stofninn sem Íslendingar hafa veitt úr á Íslandsmiðum er norsk-íslenska síldin. Hann er langstærsti stofninn, mældist árið 2006 um 10 milljón tonn. Hann er ólíkur hinum stofnunum tveimur þar sem hann dvelur stóran hluta ársins utan íslensku fiskveiðilögsögunnar enda þurfa Íslendingar að semja við aðrar þjóðir um veiðar á honum.

Norsk-íslenska síldin hrygnir við strendur Noregs (og eitthvað við Færeyjar áður fyrr) en kemur til Íslands í ætisleit. Á síldarárunum kom gríðarlegt magn af norsk-íslensku síldinni hingað til lands og fyllti firði og flóa norðan- og austanlands. Magnið gat orðið svo mikið að menn töluðu um svartan sjó af síld þar sem fiskurinn hélt sig svo grunnt að það sást í svarblá bök hans út um allan sjó.

Þessi mikla síldarganga er nú liðin tíð. Hin skefjalausa ofveiði á síld (sérstaklega ókynþroska smásíld) um miðja síðustu öld, í bland við óhagstæðar umhverfisaðstæður á hafísárunum á seinni hluta 7. áratugarins og átuskorti sem honum fylgdi, dró mjög úr stærð stofnsins og síldin hætti að ganga á Íslandsmið. Næstu áratugina á eftir hélt síldin sig við Noregsstrendur en undanfarin 15 ár hefur stofninn sýnt batamerki og kemur sífellt austar í fæðuleit. Við upphaf 21. aldar fór hún að ganga aftur í einhverjum mæli inn á íslenskt hafsvæði og hafa veiðar úr stofninum vaxið samfara því.

Tvær aðrar tegundir af síldarættinni (Clupeidae) hafa fundist innan íslensku fiskveiðilögsögunnar en teljast til flækinga. Þetta eru augnsíld (Alosa fallax) sem flækist oft hingað en finnst annars meðfram strönd Evrópu suður til Afríku, og sardína (Sardina pilchardus) en kjörsvæði hennar er aðallega á Miðjarðarhafi og Biscajaflóa en flækist oft hingað norður eftir.

Heimildir:...