Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir höfðu misst hornin við að rekast illa á tré. Síðar var tekinn upp sá siður í Þýskalandi að lærlingur, sem taka átt inn í samfélag útlærðra í einhverri iðngrein, varð að láta sem hann væri hafur og festa á sig horn. Hann þurfti síðan að reka hornin í hurð eða súlu þar til þau losnuðu en með því sýndi hann að nú væri hann ekkert ungviði lengur heldur fullgildur.


Líking orðasambandsins er sótt í dýraríkið. Hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir höfðu misst hornin við að rekast illa á tré.

Enn eldri, eða frá miðöldum, var sá siður að nýstúdent var við sérstaka athöfn búinn hornum sem hann þurfti síðan að losa sig við til þess að hægt væri að taka hann í stúdentatölu. Hann hafði þá á táknrænan hátt lagt niður dýrslegt eðli sitt. Nýstúdentinn var kallaður cornua depositurus, það er sá sem á að leggja niður hornin.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 20. aldar en eldra er sambandið með neitun, það er hlaupa ekki af sér hornin í merkingunni ‘flýta sér ekki, fara sér hægt’. Það er nefnt í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814.

Heimildir:
  • Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. I–II. Reykjavík.
  • Kurt Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahnter steckt. Düsseldorf.
  • Stig Toftgaard Andersen. 2001. Talemåder i dansk. 2. útg.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.4.2008

Spyrjandi

Birgir Hrafn Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2008, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7357.

Guðrún Kvaran. (2008, 18. apríl). Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7357

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2008. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7357>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?
Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir höfðu misst hornin við að rekast illa á tré. Síðar var tekinn upp sá siður í Þýskalandi að lærlingur, sem taka átt inn í samfélag útlærðra í einhverri iðngrein, varð að láta sem hann væri hafur og festa á sig horn. Hann þurfti síðan að reka hornin í hurð eða súlu þar til þau losnuðu en með því sýndi hann að nú væri hann ekkert ungviði lengur heldur fullgildur.


Líking orðasambandsins er sótt í dýraríkið. Hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir höfðu misst hornin við að rekast illa á tré.

Enn eldri, eða frá miðöldum, var sá siður að nýstúdent var við sérstaka athöfn búinn hornum sem hann þurfti síðan að losa sig við til þess að hægt væri að taka hann í stúdentatölu. Hann hafði þá á táknrænan hátt lagt niður dýrslegt eðli sitt. Nýstúdentinn var kallaður cornua depositurus, það er sá sem á að leggja niður hornin.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 20. aldar en eldra er sambandið með neitun, það er hlaupa ekki af sér hornin í merkingunni ‘flýta sér ekki, fara sér hægt’. Það er nefnt í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814.

Heimildir:
  • Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. I–II. Reykjavík.
  • Kurt Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahnter steckt. Düsseldorf.
  • Stig Toftgaard Andersen. 2001. Talemåder i dansk. 2. útg.

Mynd:...