Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?

JMH og ÞV

Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar.Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni.

Oft er hægt að sjá hvernig kattadýrum líður með því að skoða í hvaða stöðu rófan er og hvernig hún hreyfist. Sem dæmi má nefna að ef rófa kattarins vísar beint upp þegar hann verður á vegi okkar þá er hann líklega vingjarnlegur, áhugasamur og glaður að sjá okkur.

Höfundur er ekki alveg viss um hvort hægt sé að yfirfæra þetta alfarið á ljón, enda hefur hann lítið umgengist þau, en það er þó sennilegt þar sem kettir og ljón eru töluvert skyldar tegundir.

Í svarinu sem vísað er til hér á eftir kemur fram að kötturinn notar rófuna meðal annars til að halda jafnvægi. Það er hliðstætt því þegar við réttum út hendurnar til að halda betur jafnvægi og línudansarar nota stundum langar stangir í sama tilgangi. Rófan á kettinum hefur mest áhrif á jafnvægi hans og hugsanlegan snúning þegar hún stendur sem næst beint út frá búknum. Sama gildir um önnur dýr sem beita rófu, skotti eða hala í svipuðum tilgangi.

Til gamans má benda á síðuna Cat Stuff þar sem sýndar eru hinar ýmsu stöður á rófu kattarins og sagt hvaða geðslag þær eiga að túlka.

Einnig er rétt að benda á svar sama höfundar við spurningunni Af hverju eru kettir með rófu?

Mynd: Gattile Pipistrello. Sótt 22. 4. 2008.

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.4.2008

Spyrjandi

Hulda Jónsdóttir, f. 1993

Tilvísun

JMH og ÞV. „Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2008. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7365.

JMH og ÞV. (2008, 23. apríl). Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7365

JMH og ÞV. „Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2008. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7365>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?
Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar.Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni.

Oft er hægt að sjá hvernig kattadýrum líður með því að skoða í hvaða stöðu rófan er og hvernig hún hreyfist. Sem dæmi má nefna að ef rófa kattarins vísar beint upp þegar hann verður á vegi okkar þá er hann líklega vingjarnlegur, áhugasamur og glaður að sjá okkur.

Höfundur er ekki alveg viss um hvort hægt sé að yfirfæra þetta alfarið á ljón, enda hefur hann lítið umgengist þau, en það er þó sennilegt þar sem kettir og ljón eru töluvert skyldar tegundir.

Í svarinu sem vísað er til hér á eftir kemur fram að kötturinn notar rófuna meðal annars til að halda jafnvægi. Það er hliðstætt því þegar við réttum út hendurnar til að halda betur jafnvægi og línudansarar nota stundum langar stangir í sama tilgangi. Rófan á kettinum hefur mest áhrif á jafnvægi hans og hugsanlegan snúning þegar hún stendur sem næst beint út frá búknum. Sama gildir um önnur dýr sem beita rófu, skotti eða hala í svipuðum tilgangi.

Til gamans má benda á síðuna Cat Stuff þar sem sýndar eru hinar ýmsu stöður á rófu kattarins og sagt hvaða geðslag þær eiga að túlka.

Einnig er rétt að benda á svar sama höfundar við spurningunni Af hverju eru kettir með rófu?

Mynd: Gattile Pipistrello. Sótt 22. 4. 2008.

...