Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru til mörg orð í íslensku?

Guðrún Kvaran

Ómögulegt er að nefna eina tölu yfir fjölda orða í íslensku. Á hverjum degi eru búin til orð sem sum hver eru ef til vill aðeins notuð einu sinni. Oftast er um samsetningar að ræða sem verða til af því að lýsa þarf á stundinni einhverju atviki eða einhverju áþreifanlegu og orð skortir. Slík orð, sem oft komast ekki á prent, eru kölluð augnablikssamsetningar á íslensku.

Mörg orð voru notuð á fyrri öldum sem teljast nú úrelt og eru að mestu fallin í gleymsku. Þau eru samt hluti íslensks orðaforða. Sama gegnir um staðbundin orð en þá er átt við orð sem notuð eru á ákveðnu svæði á landinu en annars staðar ekki. Þótt talsvert hafi verið unnið að söfnun og athugun á staðbundnum orðaforða á Orðabók Háskólans er langt því frá að vitneskja hafi fengist um allan þann orðaforða.

Fyrir um áratug var könnun gerð á orðafjölda í ritmálssafni Orðabókar Háskólans en í þeirri skrá voru öll orð sem þá hafði verið safnað úr prentuðu máli frá 1540 og fram á miðjan níunda áratuginn. Þessa könnun má hafa til viðmiðunar um orðafjölda í málinu með þeim fyrirvara að talsvert hefur bæst við síðar, til dæmis samsetningar af ýmsu tagi og nýyrði, ýmist búin til af orðanefndum eða sprottin upp í þjóðfélaginu þegar þörfin kallaði. Í ritmálssafninu voru þá rúmlega 610.000 orð. Af þeim voru rétt tæp 43.000 grunnorð, það er að segja orð sem hvorki voru forskeytt (til dæmis and-vari, til-brigði), viðskeytt (til dæmis góð-legur, breyt-ing) né samsett (snjó-bretti, hjóla-skauti). Samsett orð reyndust rétt tæplega 519.000 og um rúmlega helming þeirra átti Orðabókin aðeins eitt dæmi.

Þarna eru ekki talin með orð sem eru í talmálssafni Orðabókarinnar en í því safni eru orð sem ekki eru sótt í prentað mál heldur til heimildarmanna Orðabókarinnar. Í því safni eru rúmlega 50.000 orð og má áætla að dæmi um þriðjung þeirra sé ekki að finna í ritmálssafni.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.8.2000

Spyrjandi

Ingvar Arnarson, Lilja Kristín, Ólafur Júlíusson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg orð í íslensku?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=738.

Guðrún Kvaran. (2000, 8. ágúst). Hvað eru til mörg orð í íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=738

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg orð í íslensku?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=738>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg orð í íslensku?
Ómögulegt er að nefna eina tölu yfir fjölda orða í íslensku. Á hverjum degi eru búin til orð sem sum hver eru ef til vill aðeins notuð einu sinni. Oftast er um samsetningar að ræða sem verða til af því að lýsa þarf á stundinni einhverju atviki eða einhverju áþreifanlegu og orð skortir. Slík orð, sem oft komast ekki á prent, eru kölluð augnablikssamsetningar á íslensku.

Mörg orð voru notuð á fyrri öldum sem teljast nú úrelt og eru að mestu fallin í gleymsku. Þau eru samt hluti íslensks orðaforða. Sama gegnir um staðbundin orð en þá er átt við orð sem notuð eru á ákveðnu svæði á landinu en annars staðar ekki. Þótt talsvert hafi verið unnið að söfnun og athugun á staðbundnum orðaforða á Orðabók Háskólans er langt því frá að vitneskja hafi fengist um allan þann orðaforða.

Fyrir um áratug var könnun gerð á orðafjölda í ritmálssafni Orðabókar Háskólans en í þeirri skrá voru öll orð sem þá hafði verið safnað úr prentuðu máli frá 1540 og fram á miðjan níunda áratuginn. Þessa könnun má hafa til viðmiðunar um orðafjölda í málinu með þeim fyrirvara að talsvert hefur bæst við síðar, til dæmis samsetningar af ýmsu tagi og nýyrði, ýmist búin til af orðanefndum eða sprottin upp í þjóðfélaginu þegar þörfin kallaði. Í ritmálssafninu voru þá rúmlega 610.000 orð. Af þeim voru rétt tæp 43.000 grunnorð, það er að segja orð sem hvorki voru forskeytt (til dæmis and-vari, til-brigði), viðskeytt (til dæmis góð-legur, breyt-ing) né samsett (snjó-bretti, hjóla-skauti). Samsett orð reyndust rétt tæplega 519.000 og um rúmlega helming þeirra átti Orðabókin aðeins eitt dæmi.

Þarna eru ekki talin með orð sem eru í talmálssafni Orðabókarinnar en í því safni eru orð sem ekki eru sótt í prentað mál heldur til heimildarmanna Orðabókarinnar. Í því safni eru rúmlega 50.000 orð og má áætla að dæmi um þriðjung þeirra sé ekki að finna í ritmálssafni. ...