Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins

Ritstjórn Vísindavefsins

Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ.

Frá árinu 2000 hafa vísinda- og fræðimenn Háskóla Íslands miðlað vísindum til almennings með aðstoð Vísindavefsins. Aðsókn að vefnum hefur vaxið jafnt og þétt og er Vísindavefurinn nú í hópi vinsælustu vefsetra landsins. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins.

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, og Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og formaður stjórnar Vísindavefsins.

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur sannað sig sem einn mikilvægasti vettvangur vísindamiðlunar fyrir fróðleiksfúsan almenning jafnt sem fræðasamfélagið.

Rúmlega 90.000 gestir heimsækja vefinn í hverjum mánuði. Ekki er óalgengt að á hverjum degi séu rúmlega 3.000 svör opnuð á Vísindavefnum og í einum mánuði getur talan nálgast 11.000 sem fer nærri heildarfjölda svara á Vísindavefnum.

Börn og unglingar eru í hópi þeirra sem spyrja Vísindavefinn flestra spurninga og á hverju ári birtir Vísindavefurinn á bilinu 300-500 svör við spurningum almennings um vísindi og fræði. Auk þess sinnir Vísindavefurinn fjölmörgum öðrum verkefnum sem tengjast vísindamiðlun, svo sem bókaútgáfu, myndbandagerð og þátttöku í Háskóla unga fólksins, Vísindasmiðjunni og Háskólalestinni.

Útgáfudagur

25.4.2017

Síðast uppfært

9.5.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2017, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73927.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2017, 25. apríl). Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73927

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2017. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73927>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins
Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ.

Frá árinu 2000 hafa vísinda- og fræðimenn Háskóla Íslands miðlað vísindum til almennings með aðstoð Vísindavefsins. Aðsókn að vefnum hefur vaxið jafnt og þétt og er Vísindavefurinn nú í hópi vinsælustu vefsetra landsins. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins.

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, og Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og formaður stjórnar Vísindavefsins.

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur sannað sig sem einn mikilvægasti vettvangur vísindamiðlunar fyrir fróðleiksfúsan almenning jafnt sem fræðasamfélagið.

Rúmlega 90.000 gestir heimsækja vefinn í hverjum mánuði. Ekki er óalgengt að á hverjum degi séu rúmlega 3.000 svör opnuð á Vísindavefnum og í einum mánuði getur talan nálgast 11.000 sem fer nærri heildarfjölda svara á Vísindavefnum.

Börn og unglingar eru í hópi þeirra sem spyrja Vísindavefinn flestra spurninga og á hverju ári birtir Vísindavefurinn á bilinu 300-500 svör við spurningum almennings um vísindi og fræði. Auk þess sinnir Vísindavefurinn fjölmörgum öðrum verkefnum sem tengjast vísindamiðlun, svo sem bókaútgáfu, myndbandagerð og þátttöku í Háskóla unga fólksins, Vísindasmiðjunni og Háskólalestinni....