Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:11 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:56 • Síðdegis: 14:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt?

Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli þeirra sem ég hef spurt. Sumir vilja meina að það þýði "í stuttan tíma" án tillits til hvort það var í nýlega eða fyrir löngu. En ég ólst upp við að það þýddi "var lengi en hætti fyrir stuttu", sem sagt "var kennari til skamms tíma" þýðir "var kennari í langan tíma en hætti fyrir stuttu síðan".

Vona að þið getið skýrt þennan merkingar mun sem ég hef rekið mig á.

Orðatiltækið þar hitti skrattinn ömmu sína er notað þegar tveir óbilgjarnir takast á, þegar harðskeyttur maður hittir annan verri eða jafningja sinn. Annað hliðstætt orðatiltæki er þar hitti fjandinn móður sína (GJ 394). Jón G. Friðjónsson bendir á í Mergi málsins að orðatiltækið eigi sér erlendar rætur (2006:771). Þar komi skrattinn og amma hans eða móðir oft við sögu og séu verri en hann sjálfur.

Orðatiltækið þar hitti skrattinn ömmu sína er notað þegar tveir óbilgjarnir takast á, þegar harðskeyttur maður hittir annan verri eða jafningja sinn. Myndin er úr ensku smáriti frá fyrri hluta 19. aldar.

Síðari hluti spurningarinnar er um merkingu sambandsins til skamms tíma. Hún er ‘fram til þessa, þar til nú fyrir skemmstu’ samanber dæmi í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:
alt til skams tíma stód þar hús nokkurt.

hefir það verið haft fyrir satt alt til skamms tíma.

Sjá einnig Íslenska orðabók (2002:1303) þar sem gefnar eru merkingarnar ‘stuttan tíma; þar til nú fyrir stuttu’.

Heimildir:
  • GJ: Safn af íslenzkum orðskviðum ... samanlesið og í stafrofsröð sett af Guðmundi Jónssyni. Kaupmannahöfn 1830.
  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.11.2017

Spyrjandi

Snædís Róbertsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“? “ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2017. Sótt 3. apríl 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=74176.

Guðrún Kvaran. (2017, 29. nóvember). Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74176

Guðrún Kvaran. „Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“? “ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2017. Vefsíða. 3. apr. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74176>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt?

Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli þeirra sem ég hef spurt. Sumir vilja meina að það þýði "í stuttan tíma" án tillits til hvort það var í nýlega eða fyrir löngu. En ég ólst upp við að það þýddi "var lengi en hætti fyrir stuttu", sem sagt "var kennari til skamms tíma" þýðir "var kennari í langan tíma en hætti fyrir stuttu síðan".

Vona að þið getið skýrt þennan merkingar mun sem ég hef rekið mig á.

Orðatiltækið þar hitti skrattinn ömmu sína er notað þegar tveir óbilgjarnir takast á, þegar harðskeyttur maður hittir annan verri eða jafningja sinn. Annað hliðstætt orðatiltæki er þar hitti fjandinn móður sína (GJ 394). Jón G. Friðjónsson bendir á í Mergi málsins að orðatiltækið eigi sér erlendar rætur (2006:771). Þar komi skrattinn og amma hans eða móðir oft við sögu og séu verri en hann sjálfur.

Orðatiltækið þar hitti skrattinn ömmu sína er notað þegar tveir óbilgjarnir takast á, þegar harðskeyttur maður hittir annan verri eða jafningja sinn. Myndin er úr ensku smáriti frá fyrri hluta 19. aldar.

Síðari hluti spurningarinnar er um merkingu sambandsins til skamms tíma. Hún er ‘fram til þessa, þar til nú fyrir skemmstu’ samanber dæmi í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:
alt til skams tíma stód þar hús nokkurt.

hefir það verið haft fyrir satt alt til skamms tíma.

Sjá einnig Íslenska orðabók (2002:1303) þar sem gefnar eru merkingarnar ‘stuttan tíma; þar til nú fyrir stuttu’.

Heimildir:
  • GJ: Safn af íslenzkum orðskviðum ... samanlesið og í stafrofsröð sett af Guðmundi Jónssyni. Kaupmannahöfn 1830.
  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...