Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Eru sýklar í rigningu?

Jón Már Halldórsson

Örverur er notað sem safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum, meðal annars bakteríur. Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi en aðeins örlítið brot allra baktería eru sýklar.

Bakteríur finnast alls staðar á jörðinni, þar með talið á jöklum og í funheitum hverum. Þær finnast einnig í andrúmsloftinu og í regnvatni.

Það finnast örverur í regnvatni en ekki sýklar.

Seint á 8. áratug síðustu aldar komu fram hugmyndir um að bakteríur væri að finna í úrkomu. Á undanförnum áratugum hafa vísindamenn rannsakað þetta nánar og nú er ljóst að í skýjum er ofgnótt af örlitlum bakteríum. Þessar bakteríur geta virkað sem kjarnar sem skýjadropar þéttast á og stækka þar til þeir falla til jarðar sem úrkoma, ýmist rigning eða snjór. Ýmiskonar aðrar agnir í andrúmslofti hafa samskonar verkun en það sem virðist ólíkt þegar bakteríur eiga í hlut er að vatnsdropar og ískristallar geta myndast við hærra hitastig en annars.

Meðal þeirra baktería sem finnast í úrkomu eru tegundir af ættkvísl sem kallast Pseudomonas. Þessar bakteríur, aðallega tegund sem nefnist Pseudomonas syringae, geta valdið frostskemmdum á yfirborði plantna. Þær, eins og aðrar bakteríur sem kunna að finnast í úrkomu, eru þó algjörlega skaðlausar mönnum. Það eru því ekki sýklar í rigningunni þótt þar kunni að finnast bakteríur.

Vísindamenn eiga eftir að rannsaka margt sem tengist bakteríum, úrkomu og sampilinu þarna á milli. Til dæmis er ekki ljóst hversu mikinn þátt bakteríur eiga í þeirri úrkomu sem fellur til jarðar um heim allan.

Þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um þetta efni er bent á vísindafréttirnar í heimildalistanum hér fyrir neðan.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.12.2017

Spyrjandi

Edda Björg Sverrisdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru sýklar í rigningu?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2017. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74304.

Jón Már Halldórsson. (2017, 1. desember). Eru sýklar í rigningu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74304

Jón Már Halldórsson. „Eru sýklar í rigningu?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2017. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74304>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru sýklar í rigningu?
Örverur er notað sem safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum, meðal annars bakteríur. Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi en aðeins örlítið brot allra baktería eru sýklar.

Bakteríur finnast alls staðar á jörðinni, þar með talið á jöklum og í funheitum hverum. Þær finnast einnig í andrúmsloftinu og í regnvatni.

Það finnast örverur í regnvatni en ekki sýklar.

Seint á 8. áratug síðustu aldar komu fram hugmyndir um að bakteríur væri að finna í úrkomu. Á undanförnum áratugum hafa vísindamenn rannsakað þetta nánar og nú er ljóst að í skýjum er ofgnótt af örlitlum bakteríum. Þessar bakteríur geta virkað sem kjarnar sem skýjadropar þéttast á og stækka þar til þeir falla til jarðar sem úrkoma, ýmist rigning eða snjór. Ýmiskonar aðrar agnir í andrúmslofti hafa samskonar verkun en það sem virðist ólíkt þegar bakteríur eiga í hlut er að vatnsdropar og ískristallar geta myndast við hærra hitastig en annars.

Meðal þeirra baktería sem finnast í úrkomu eru tegundir af ættkvísl sem kallast Pseudomonas. Þessar bakteríur, aðallega tegund sem nefnist Pseudomonas syringae, geta valdið frostskemmdum á yfirborði plantna. Þær, eins og aðrar bakteríur sem kunna að finnast í úrkomu, eru þó algjörlega skaðlausar mönnum. Það eru því ekki sýklar í rigningunni þótt þar kunni að finnast bakteríur.

Vísindamenn eiga eftir að rannsaka margt sem tengist bakteríum, úrkomu og sampilinu þarna á milli. Til dæmis er ekki ljóst hversu mikinn þátt bakteríur eiga í þeirri úrkomu sem fellur til jarðar um heim allan.

Þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um þetta efni er bent á vísindafréttirnar í heimildalistanum hér fyrir neðan.

Heimildir og mynd:

...