Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?

Einar Karl Friðriksson

Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron.

Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum Ar-(C=O)-NH-Ar-NH-(C=O) þar sem Ar táknar bensenhring. Fjölliðukeðjurnar raðast svo saman og bindast hvor annarri með svokölluðum vetnistengjum og þannig má lýsa para-aramíðfjölliðunni með eftirfarandi mynd:

Sameindabygging Kevlar.

Meðal annars út af þessum sterku tengslum á milli fjölliðusameindanna verður efnið mjög sterkt og hitaþolið. Miðað við þyng hefur Kevlar fimm sinnum meiri brotstyrk en stál. Efnið var fundið upp af efnafræðingnum Stephanie Kwolek árið 1965 sem vann hjá DuPont fyrirtækinu í Bandaríkjunum og var farið að framleiða það og nota í ýmsum varningi nokkrum árum síðar.

Bandaríski efnafræðingurinn Stephanie Kwolek (1923-2014).

Notkun á Kevlar í skotheld vesti er vel þekkt, en efnið er einnig notað í til dæmis hermannahjálma, sterk reiðhjóladekk, tog, bremsuborða og trommuhúðir, svo eitthvað sé nefnt.

Skotheld vesti úr Kevlar komu á markað 1975. Þau eru venjulega gerð úr mörgum lögum af Kevlar og eru mun léttari en eldri skotheld vesti með málmplötum. Stór hluti bandarískra lögreglumanna notar skotheld vesti úr Kevlar daglega. Síðar hafa verið þróuð enn önnur mjög sterk fjölliðuefni sem einnig henta í skotheld vesti, svo sem eins og pólýetýlen með mjög háum mólmassa („ultra-high-molecular-weight polyethylene“, UHMWPE, einnig kallað „high-modulus polyethylene“ (HMPE) eða „high-performance polyethylene“ (HPPE). Mun bandaríski herinn hafa í hyggju að skipta út Kevlar-varnarfatnaði fyrir léttari varnarfatnað úr öðrum plastefnum árið 2019.

Kevlar er mikið notað í skotheld vesti. Vesti úr Kevlar eru mun léttari en vesti með málmplötum. Miðað við þyng hefur Kevlar fimm sinnum meiri brotstyrk en stál.

Þess má geta að íslenska fyrirtækið Hampiðjan framleiðir kaðla úr HMPE sem notaðir eru í sérstök verkefni svo sem rannsóknir á sjávarbotni og olíuleit, þegar notast þarf við kaðla sem eru jafnvel meira en kílómetri á lengd.

Myndir:

Helgi Arason spurði einnig sérstaklega um notkun Kevlar í skotheldum vestum.

Höfundur

Útgáfudagur

15.11.2017

Spyrjandi

Ágúst Freyr Halldórsson, Egill Jónsson, Jónatan Guðjónsson, Helgi Arason

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2017, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74589.

Einar Karl Friðriksson. (2017, 15. nóvember). Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74589

Einar Karl Friðriksson. „Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2017. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74589>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?
Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron.

Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum Ar-(C=O)-NH-Ar-NH-(C=O) þar sem Ar táknar bensenhring. Fjölliðukeðjurnar raðast svo saman og bindast hvor annarri með svokölluðum vetnistengjum og þannig má lýsa para-aramíðfjölliðunni með eftirfarandi mynd:

Sameindabygging Kevlar.

Meðal annars út af þessum sterku tengslum á milli fjölliðusameindanna verður efnið mjög sterkt og hitaþolið. Miðað við þyng hefur Kevlar fimm sinnum meiri brotstyrk en stál. Efnið var fundið upp af efnafræðingnum Stephanie Kwolek árið 1965 sem vann hjá DuPont fyrirtækinu í Bandaríkjunum og var farið að framleiða það og nota í ýmsum varningi nokkrum árum síðar.

Bandaríski efnafræðingurinn Stephanie Kwolek (1923-2014).

Notkun á Kevlar í skotheld vesti er vel þekkt, en efnið er einnig notað í til dæmis hermannahjálma, sterk reiðhjóladekk, tog, bremsuborða og trommuhúðir, svo eitthvað sé nefnt.

Skotheld vesti úr Kevlar komu á markað 1975. Þau eru venjulega gerð úr mörgum lögum af Kevlar og eru mun léttari en eldri skotheld vesti með málmplötum. Stór hluti bandarískra lögreglumanna notar skotheld vesti úr Kevlar daglega. Síðar hafa verið þróuð enn önnur mjög sterk fjölliðuefni sem einnig henta í skotheld vesti, svo sem eins og pólýetýlen með mjög háum mólmassa („ultra-high-molecular-weight polyethylene“, UHMWPE, einnig kallað „high-modulus polyethylene“ (HMPE) eða „high-performance polyethylene“ (HPPE). Mun bandaríski herinn hafa í hyggju að skipta út Kevlar-varnarfatnaði fyrir léttari varnarfatnað úr öðrum plastefnum árið 2019.

Kevlar er mikið notað í skotheld vesti. Vesti úr Kevlar eru mun léttari en vesti með málmplötum. Miðað við þyng hefur Kevlar fimm sinnum meiri brotstyrk en stál.

Þess má geta að íslenska fyrirtækið Hampiðjan framleiðir kaðla úr HMPE sem notaðir eru í sérstök verkefni svo sem rannsóknir á sjávarbotni og olíuleit, þegar notast þarf við kaðla sem eru jafnvel meira en kílómetri á lengd.

Myndir:

Helgi Arason spurði einnig sérstaklega um notkun Kevlar í skotheldum vestum.

...