Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar helgidagur er það þegar maður gleymir að þvo blett á bílnum?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Getið þið útskýrt fyrir mér orðatiltækið "helgidagur" eins og þegar maður klikkar á smá blett við að þrífa bílinn sinn?

Orðið helgidagur er fyrst og fremst notað um helgan dag, sunnudag og hátíðisdag innan kirkjunnar. Merkingin ‘ómálaður blettur’ er fengin að láni úr dönsku helligdag. En helgidagur er í íslensku einnig notað um blett sem orðið hefur eftir við þvott á bíl, gólfi, veggjum eða öðru sem verið var að þvo.

Helgidagur er í íslensku stundum notað um blett sem orðið hefur eftir við þvott á til dæmis bíl.

Í Vestmannaeyjum þekkist enn ein merking en þó tengd hinum. Hana er að finna í verki Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskum sjávarháttum (IV:150). Heimildin er sótt í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

Mikils þótti um vert, að það væri vel gert, því annars gátu orðið bil á milli fiskanna, en þau nefndu Vestmannaeyingar helgidaga.

Þarna er það bilið á milli fiskanna sem samsvarar óþvegna eða ómálaða blettinum.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.9.2018

Spyrjandi

Brynjar Heimisson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar helgidagur er það þegar maður gleymir að þvo blett á bílnum?“ Vísindavefurinn, 27. september 2018, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74846.

Guðrún Kvaran. (2018, 27. september). Hvers konar helgidagur er það þegar maður gleymir að þvo blett á bílnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74846

Guðrún Kvaran. „Hvers konar helgidagur er það þegar maður gleymir að þvo blett á bílnum?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2018. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74846>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar helgidagur er það þegar maður gleymir að þvo blett á bílnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Getið þið útskýrt fyrir mér orðatiltækið "helgidagur" eins og þegar maður klikkar á smá blett við að þrífa bílinn sinn?

Orðið helgidagur er fyrst og fremst notað um helgan dag, sunnudag og hátíðisdag innan kirkjunnar. Merkingin ‘ómálaður blettur’ er fengin að láni úr dönsku helligdag. En helgidagur er í íslensku einnig notað um blett sem orðið hefur eftir við þvott á bíl, gólfi, veggjum eða öðru sem verið var að þvo.

Helgidagur er í íslensku stundum notað um blett sem orðið hefur eftir við þvott á til dæmis bíl.

Í Vestmannaeyjum þekkist enn ein merking en þó tengd hinum. Hana er að finna í verki Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskum sjávarháttum (IV:150). Heimildin er sótt í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

Mikils þótti um vert, að það væri vel gert, því annars gátu orðið bil á milli fiskanna, en þau nefndu Vestmannaeyingar helgidaga.

Þarna er það bilið á milli fiskanna sem samsvarar óþvegna eða ómálaða blettinum.

Heimild:

Mynd:

...