Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918?

Jón Már Halldórsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Hér er að finna svar við spurningunni:
Hversu margir ísbirnir fylgdu hafísnum 1918, hvar komu þeir á land og hvað varð um dýrin?

Veturinn 1917-18 var sá kaldasti á Íslandi á síðustu öld og það sem af er þessari öld. Frostið í Reykjavík fór niður fyrir 20 stig en það hefur sjaldan gerst og aldrei eftir 1918. Mesta frost sem mælst hefur á Íslandi var í janúar 1918 á Möðrudal og Grímsstöðum. Mikill hafís var fyrir Norðurlandi og voru flóar og firðir ísi lagðir. Þessar miklu vetrarhörkur í janúar 1918 þrengdu víða að sjávarspendýrum, til að mynda voru hvalir fastir í vökum á Húnaflóa og í Eyjafirði.

Hvítabirnir fylgja gjarnan hafísnum og er talið að um 27 dýr hafi gengið hér á land eftir áramótin 1918. Besta leiðin til að heildarmynd af því hvar dýrin komu að landi og hvað varð um þau er að kanna blöð og tímarit frá þessum tíma. Það er þó ekki alveg eins einfalt og það kann að hljóma því fréttaflutningur á þessum árum var annar en í dag. Litlu plássi var varið undir einstaka fréttir og oft vantar bæði dagsetningu og nákvæma staðsetningu í þessar stuttu fréttir.

Stutt frétt um hvítabirni sem birtist í Morgunblaðinu 21. janúar 1918.

Vitað er að nokkur dýr gengu á landi í Skagafirði 1918. Þann 12. janúar sást til ferða tveggja bjarndýra frá Reykjarhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Lögrétta birtir frétt þann 16. janúar um að bjarndýr hafi sést í Haganesvík og blaðið Fram segir frá því 19. janúar að bjarndýr hafi sést inn í Fljótum. Vísir er með frétt þann 21. janúar um að bjarndýr hafi verið drepið í Fljótum. Væntanlega eiga þessar fréttir að einhverju leyti við um sömu dýrin.

Þann 16. janúar birtir Vísir þessa frétt „í gær var símað frá Blönduósi, að ísbjörn hefði gengið á land á Skagaströndinni einhvern daginn. Hann var þegar skotinn og birktur, og vóg falið 300 pund.“ Þann 18. janúar birtir svo blaðið Íslendingur svohljóðandi frétt:

Hjörtur Klemensson á Skagaströnd skaut í fyrradag ísbjörn á ísnum fram af Skagaströnd. Stóð björninn þar yfir dauðum útsel og var hann búinn að fletta spikinu af selnum. Vóg skrokkurinn á ísbirninum á 4. hundrað pund.

Af þessu er ekki ljóst hvort birnirnir á Skagaströnd hafi verið einn eða tveir. Þó mikil líkindi séu með fréttunum eru líka frávik hvað dagsetningu og nákvæma staðsetningu varðar. Í bréfi úr Húnavatnssýslu dagsettu þann 1. mars 1918 og birt í blaðinu Norðurlandi 20. sama mánaðar er aðeins talað um eitt bjarndýr:
Til allrar hamingju er ísinn farinn héðan, og fylgdu honum heldur óblíðar kveðjur, nema ef til vill blessa Skagstrendingar komu hans, því hann flutti þeim góða björg í búið, tvo stærðar hvali, 4 háhyrninga og eitt bjarndýr.

Grímseyingar urðu eitthvað varir við bjarndýr þennan vetur. Árið 1968 var viðtal í Tímanum við Matthías Matthíasson verslunarstjóra sem bjó í eynni á þessum árum þar sem faðir hans Matthías Eggertsson þjónaði sem prestur. Hann rifjar upp þennan vetur við blaðamann og segir meðal annars:
Ég sá einn hvítabjörn ofan af björgunum austan megin á eynni. Við sáum hann ganga um niðri á ísnum, en björgin eru þarna 60 faðma há og hann réðist ekki til landgöngu. Annað urðum við ekki vör við bjarndýr.

Aðrir í eyjunni urðu einnig varir við hvítabirni veturinn 1918. Sr. Pétur Sigurgeirsson nefnir í bók sinni um Grímsey að bjarndýra hafi í tvígang orðið vart í eynni þennan vetur. Fyrra skiptið í febrúarbyrjun og seinna skiptið einhvern tíma í marsmánuði. Vel má vera að bjarndýrið sem Mattías Mattíasson varð var við hafi verið annað hvort dýranna sem Sr. Pétur segir frá í sinni frásögn.

Sums staðar sást slóð eftir hvítabirni en engin dýr. Mynd frá Grænlandi.

Ekkert þessara dýra virðast hafa lagt leið sína inn Eyjafjörðinn því þennan vetur finnast engar frásagnir af bjarndýrum þaðan, hvorki frá Látraströndinni né vestan megin í firðinum. Hins vegar er vitað um dýr á Skjálfandaflóa, Melrakkasléttu, Langanesi og allt austur í Mjóafjörð þar sem bjarndýr var skotið við Dalakjálka þann 23. janúar.

Frá Skjálfanda er til dæmis til frásögn Jóhannesar Bjarnasonar um það að þennan vetur hafi nokkrir menn úr Flatey og Flateyjardal tekið sig saman um að fara til Húsavíkur gangandi á ísbreiðunni yfir Skjálfandaflóa. Á leið þeirra varð bjarndýr sem þó flýði sem fætur toguðu er það hafði veður af mönnunum. Bjarndýra varð einnig vart við Kelduhverfi. Árni Jóhannsson og Gunnar bróðir hans sáu bjarndýraslóðir morgun einn þennan vetur skammt frá Arnarnesi í Kelduhverfi og fylgdu henni langt fram á ísinn. Heyrðu þeir tvö bjarndýr kallast á en sáu þau hvergi.

Í blaðinu Íslendingi 18. janúar er sagt að bjarndýr hafi gengið á land austur á Sléttu og hafi eitt þeirra verið skotið á Grjótnesi auk þess sem menn þykjast vita af fjórum þar á landi. Í frétt í Morgunblaðinu 21. janúar segir frá bjarndýrum á Melrakkasléttu:
Sú fregn hefir borist hingað að norðan, að einn maður hafi lagt þrjú bjarndýr að velli í Núpskötlu, með haglabyssu. Segja sumir, að það hafi verið fullorðin dýr, en aðrir segja að það hafi verið birna með tveimur stálpuðum húnum. Hið síðara mun sennilega rétt.

Ein af þekktari og ítarlegustu frásögnum af viðureignum við hvítabirni er frá Eldjárnsstöðum á Langanesi. Hún átti sér stað þann 18. janúar 1918. Frásögn af þessum atburði er að finna í tímaritinu Eimreiðinni (1935). Þar segir að viðureignin hafi staðið í um tvo tíma og mátti litlu muna að þar yrði manntjón. Bjarndýr réðst inn í bæinn en unglingsstúlka, Jóhanna Aðalmundardóttir, lagði sig í mikla hættu til að gera mönnum sem voru í fjárhúsum þar viðvart og tókst loks að ráða niðurlögum dýrsins eftir að það hafði drepið annan hundinn á bænum.

Ísbirnirnir sem komu á land á Íslandi 1918 urðu engum manni að bana.

Áhugavert er að engar fréttir virðast vera í blöðunum af bjarndýrum af Vestfjörðum þennan vetur, sem þýðir þó ekki að engin bjarndýr hafi gengið þar á land. Einar Elíesersson póstmaður frá Borðeyri segir svo frá í viðtali við Tímann 21. september 1963 að eitt sinn þennan kalda vetur hafi hann ákveðið að fara norður að Dröngum að hitta föðursystur sína sem þar bjó.

Segir nú ekki af ferðum mínum fyrr en ég kem á móts við Drangavík. Ég sé þá þar í fjörunni einhverja skepnu á hreyfingu og held í fyrstu, að þetta muni vera kind. Sá ég þó, að svo var ekki og kenndi brátt, að þar var bjarndýr á ferð. Varð mér þá ekki um sel, sneri frá fjörunni og upp í hlíðina fyrir ofan og herti gönguna, stytztu leið til bæjar. Bjarndýrið mun hafa haft veður af mín um ferðum, heldur það i humátt á eftir mér, og þegar ég kveð dyra í Drangavík, stöðvast það við kofa, er stóð skammt frá bænum. Þar inni stóð grútarkaggi. Hefur dýrið sennilega fundið lyktina af grútnum, því að það fór inn í kofann. Hlupu þá tveir menn, vopnaðir byssum, heiman frá bænum, skelltu aftur hurðinni, en hún opnaðist út, og skutu síðan dýrið gegnum gat á kofanum og fyrir skinnið fengu þeir 50 krónur. Nú ég var vopnlaus, með ein broddstaf og hvernig farið hefði ef okkar fundum hefði boríð saman, kann ég ekki frá að segja, en. trúlega sæti ég þá ekki hér núna.“

Ekki varð manntjón af völdum hvítabjarna þennan vetur. Öruggar heimildir eru fyrir því að minnsta kosti 13 hvítabirnir hafi verið skotnir en um afdrif annarra dýra eru ekki heimildir og því ekki vitað hvort þau fóru aftur út á ísinn, voru skotin eða drápust á landi af af öðrum orsökum. Hvítabirnir eru oftast styggir þegar menn nálgast þá en geta þó verið stórhættulegir og gert atlögu að mönnum. Nokkur nýleg dæmi eru um slíkt úti í heimi meðal annars urðu tvær ferðakonur fyrir árás hvítabjarnar á Svalbarða fyrir nokkrum árum.

Þess má geta að sagan geymir nokkrar frásagnir af manntjóni vegna hvítabjarna hér á landi. Árið 1321 er sagt að hvítabjörn hafi komið í land á Heljarvík á Ströndum og drepið átta menn. Annar hvítabjörn kom á land á Skaga í Skagafirði 1518 og varð átta manneskjum að bana. Fórnarlömbin voru sögð fátækar konur með börnum en þessi hópur var á ferð á Skaga milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Sagt var að dýrið hafi komið þeim að óvörum og gert áhlaup á fólkið með fyrrgreindum afleiðingum. Sennilega hefur dýrið verð mjög soltið þegar það kom að landi og gert árás á hópinn. Þessi björn braust inn í alla hjalla á Skaga utan við Kjötu, og var loks drepið af bóndanum á bænum.

Höfundur vill þakka Rósu Rut Þórisdóttur fyrir ómetanlega aðstoð við gerð þessa svars.

Heimildir:

Myndir:

Margir hafa spurt Vísindavefinn um komur ísbjarna til Íslands. Þeirri spurningu er hér svarað sérstaklega fyrir árið 1918.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.2.2018

Spyrjandi

Davíð Örn Pálsson og fleiri

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2018, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75072.

Jón Már Halldórsson. (2018, 6. febrúar). Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75072

Jón Már Halldórsson. „Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2018. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75072>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918?
Hér er að finna svar við spurningunni:

Hversu margir ísbirnir fylgdu hafísnum 1918, hvar komu þeir á land og hvað varð um dýrin?

Veturinn 1917-18 var sá kaldasti á Íslandi á síðustu öld og það sem af er þessari öld. Frostið í Reykjavík fór niður fyrir 20 stig en það hefur sjaldan gerst og aldrei eftir 1918. Mesta frost sem mælst hefur á Íslandi var í janúar 1918 á Möðrudal og Grímsstöðum. Mikill hafís var fyrir Norðurlandi og voru flóar og firðir ísi lagðir. Þessar miklu vetrarhörkur í janúar 1918 þrengdu víða að sjávarspendýrum, til að mynda voru hvalir fastir í vökum á Húnaflóa og í Eyjafirði.

Hvítabirnir fylgja gjarnan hafísnum og er talið að um 27 dýr hafi gengið hér á land eftir áramótin 1918. Besta leiðin til að heildarmynd af því hvar dýrin komu að landi og hvað varð um þau er að kanna blöð og tímarit frá þessum tíma. Það er þó ekki alveg eins einfalt og það kann að hljóma því fréttaflutningur á þessum árum var annar en í dag. Litlu plássi var varið undir einstaka fréttir og oft vantar bæði dagsetningu og nákvæma staðsetningu í þessar stuttu fréttir.

Stutt frétt um hvítabirni sem birtist í Morgunblaðinu 21. janúar 1918.

Vitað er að nokkur dýr gengu á landi í Skagafirði 1918. Þann 12. janúar sást til ferða tveggja bjarndýra frá Reykjarhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Lögrétta birtir frétt þann 16. janúar um að bjarndýr hafi sést í Haganesvík og blaðið Fram segir frá því 19. janúar að bjarndýr hafi sést inn í Fljótum. Vísir er með frétt þann 21. janúar um að bjarndýr hafi verið drepið í Fljótum. Væntanlega eiga þessar fréttir að einhverju leyti við um sömu dýrin.

Þann 16. janúar birtir Vísir þessa frétt „í gær var símað frá Blönduósi, að ísbjörn hefði gengið á land á Skagaströndinni einhvern daginn. Hann var þegar skotinn og birktur, og vóg falið 300 pund.“ Þann 18. janúar birtir svo blaðið Íslendingur svohljóðandi frétt:

Hjörtur Klemensson á Skagaströnd skaut í fyrradag ísbjörn á ísnum fram af Skagaströnd. Stóð björninn þar yfir dauðum útsel og var hann búinn að fletta spikinu af selnum. Vóg skrokkurinn á ísbirninum á 4. hundrað pund.

Af þessu er ekki ljóst hvort birnirnir á Skagaströnd hafi verið einn eða tveir. Þó mikil líkindi séu með fréttunum eru líka frávik hvað dagsetningu og nákvæma staðsetningu varðar. Í bréfi úr Húnavatnssýslu dagsettu þann 1. mars 1918 og birt í blaðinu Norðurlandi 20. sama mánaðar er aðeins talað um eitt bjarndýr:
Til allrar hamingju er ísinn farinn héðan, og fylgdu honum heldur óblíðar kveðjur, nema ef til vill blessa Skagstrendingar komu hans, því hann flutti þeim góða björg í búið, tvo stærðar hvali, 4 háhyrninga og eitt bjarndýr.

Grímseyingar urðu eitthvað varir við bjarndýr þennan vetur. Árið 1968 var viðtal í Tímanum við Matthías Matthíasson verslunarstjóra sem bjó í eynni á þessum árum þar sem faðir hans Matthías Eggertsson þjónaði sem prestur. Hann rifjar upp þennan vetur við blaðamann og segir meðal annars:
Ég sá einn hvítabjörn ofan af björgunum austan megin á eynni. Við sáum hann ganga um niðri á ísnum, en björgin eru þarna 60 faðma há og hann réðist ekki til landgöngu. Annað urðum við ekki vör við bjarndýr.

Aðrir í eyjunni urðu einnig varir við hvítabirni veturinn 1918. Sr. Pétur Sigurgeirsson nefnir í bók sinni um Grímsey að bjarndýra hafi í tvígang orðið vart í eynni þennan vetur. Fyrra skiptið í febrúarbyrjun og seinna skiptið einhvern tíma í marsmánuði. Vel má vera að bjarndýrið sem Mattías Mattíasson varð var við hafi verið annað hvort dýranna sem Sr. Pétur segir frá í sinni frásögn.

Sums staðar sást slóð eftir hvítabirni en engin dýr. Mynd frá Grænlandi.

Ekkert þessara dýra virðast hafa lagt leið sína inn Eyjafjörðinn því þennan vetur finnast engar frásagnir af bjarndýrum þaðan, hvorki frá Látraströndinni né vestan megin í firðinum. Hins vegar er vitað um dýr á Skjálfandaflóa, Melrakkasléttu, Langanesi og allt austur í Mjóafjörð þar sem bjarndýr var skotið við Dalakjálka þann 23. janúar.

Frá Skjálfanda er til dæmis til frásögn Jóhannesar Bjarnasonar um það að þennan vetur hafi nokkrir menn úr Flatey og Flateyjardal tekið sig saman um að fara til Húsavíkur gangandi á ísbreiðunni yfir Skjálfandaflóa. Á leið þeirra varð bjarndýr sem þó flýði sem fætur toguðu er það hafði veður af mönnunum. Bjarndýra varð einnig vart við Kelduhverfi. Árni Jóhannsson og Gunnar bróðir hans sáu bjarndýraslóðir morgun einn þennan vetur skammt frá Arnarnesi í Kelduhverfi og fylgdu henni langt fram á ísinn. Heyrðu þeir tvö bjarndýr kallast á en sáu þau hvergi.

Í blaðinu Íslendingi 18. janúar er sagt að bjarndýr hafi gengið á land austur á Sléttu og hafi eitt þeirra verið skotið á Grjótnesi auk þess sem menn þykjast vita af fjórum þar á landi. Í frétt í Morgunblaðinu 21. janúar segir frá bjarndýrum á Melrakkasléttu:
Sú fregn hefir borist hingað að norðan, að einn maður hafi lagt þrjú bjarndýr að velli í Núpskötlu, með haglabyssu. Segja sumir, að það hafi verið fullorðin dýr, en aðrir segja að það hafi verið birna með tveimur stálpuðum húnum. Hið síðara mun sennilega rétt.

Ein af þekktari og ítarlegustu frásögnum af viðureignum við hvítabirni er frá Eldjárnsstöðum á Langanesi. Hún átti sér stað þann 18. janúar 1918. Frásögn af þessum atburði er að finna í tímaritinu Eimreiðinni (1935). Þar segir að viðureignin hafi staðið í um tvo tíma og mátti litlu muna að þar yrði manntjón. Bjarndýr réðst inn í bæinn en unglingsstúlka, Jóhanna Aðalmundardóttir, lagði sig í mikla hættu til að gera mönnum sem voru í fjárhúsum þar viðvart og tókst loks að ráða niðurlögum dýrsins eftir að það hafði drepið annan hundinn á bænum.

Ísbirnirnir sem komu á land á Íslandi 1918 urðu engum manni að bana.

Áhugavert er að engar fréttir virðast vera í blöðunum af bjarndýrum af Vestfjörðum þennan vetur, sem þýðir þó ekki að engin bjarndýr hafi gengið þar á land. Einar Elíesersson póstmaður frá Borðeyri segir svo frá í viðtali við Tímann 21. september 1963 að eitt sinn þennan kalda vetur hafi hann ákveðið að fara norður að Dröngum að hitta föðursystur sína sem þar bjó.

Segir nú ekki af ferðum mínum fyrr en ég kem á móts við Drangavík. Ég sé þá þar í fjörunni einhverja skepnu á hreyfingu og held í fyrstu, að þetta muni vera kind. Sá ég þó, að svo var ekki og kenndi brátt, að þar var bjarndýr á ferð. Varð mér þá ekki um sel, sneri frá fjörunni og upp í hlíðina fyrir ofan og herti gönguna, stytztu leið til bæjar. Bjarndýrið mun hafa haft veður af mín um ferðum, heldur það i humátt á eftir mér, og þegar ég kveð dyra í Drangavík, stöðvast það við kofa, er stóð skammt frá bænum. Þar inni stóð grútarkaggi. Hefur dýrið sennilega fundið lyktina af grútnum, því að það fór inn í kofann. Hlupu þá tveir menn, vopnaðir byssum, heiman frá bænum, skelltu aftur hurðinni, en hún opnaðist út, og skutu síðan dýrið gegnum gat á kofanum og fyrir skinnið fengu þeir 50 krónur. Nú ég var vopnlaus, með ein broddstaf og hvernig farið hefði ef okkar fundum hefði boríð saman, kann ég ekki frá að segja, en. trúlega sæti ég þá ekki hér núna.“

Ekki varð manntjón af völdum hvítabjarna þennan vetur. Öruggar heimildir eru fyrir því að minnsta kosti 13 hvítabirnir hafi verið skotnir en um afdrif annarra dýra eru ekki heimildir og því ekki vitað hvort þau fóru aftur út á ísinn, voru skotin eða drápust á landi af af öðrum orsökum. Hvítabirnir eru oftast styggir þegar menn nálgast þá en geta þó verið stórhættulegir og gert atlögu að mönnum. Nokkur nýleg dæmi eru um slíkt úti í heimi meðal annars urðu tvær ferðakonur fyrir árás hvítabjarnar á Svalbarða fyrir nokkrum árum.

Þess má geta að sagan geymir nokkrar frásagnir af manntjóni vegna hvítabjarna hér á landi. Árið 1321 er sagt að hvítabjörn hafi komið í land á Heljarvík á Ströndum og drepið átta menn. Annar hvítabjörn kom á land á Skaga í Skagafirði 1518 og varð átta manneskjum að bana. Fórnarlömbin voru sögð fátækar konur með börnum en þessi hópur var á ferð á Skaga milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Sagt var að dýrið hafi komið þeim að óvörum og gert áhlaup á fólkið með fyrrgreindum afleiðingum. Sennilega hefur dýrið verð mjög soltið þegar það kom að landi og gert árás á hópinn. Þessi björn braust inn í alla hjalla á Skaga utan við Kjötu, og var loks drepið af bóndanum á bænum.

Höfundur vill þakka Rósu Rut Þórisdóttur fyrir ómetanlega aðstoð við gerð þessa svars.

Heimildir:

Myndir:

Margir hafa spurt Vísindavefinn um komur ísbjarna til Íslands. Þeirri spurningu er hér svarað sérstaklega fyrir árið 1918.

...