
Már Másson hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á sviði sem kallast nanólæknisfræði. Undanfarið hefur hann, ásamt rannsóknarhópi sínum, rannsakað nanóefni sem byggja á kítósani og afleiður þeirra.

Kítósan er náttúruleg fjölsykra sem hægt er að vinna úr rækjuskeljum. Rannsóknarhópur Más hefur meðal annars skoðað kítósanafleiður með örverudrepandi verkun og mögulega notkun þeirra sem sótthreinsiefni og til sárameðhöndlunar.
- Háskóli Íslands: Nanótæknin nýtt gegn krabbameini. (Sótt 06.04.2018).
- Chitosan - Wikipedia. (Sótt 8.04.2018).