Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Már Másson er prófessor í lyfjaefnafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Már stýrir rannsóknarhópi á sviði sem kallast nanólæknisfræði (e. nanomedicine) en það miðar að því að nýta nanótækni í lækningum og lyfjaþróun. Megináhersla þessa sviðs vísinda er að hanna og smíða örsmá tæki, efni, efnisagnir og efnisyfirborð sem bregðast við aðstæðum í líkamanum. Nanótækni er því hægt að nota á margvíslegan hátt í lyfjafræði, meðal annars til að hanna örsmáar lyfjaferjur sem auka nákvæmni og virkni lyfjagjafar, skapa agnir sem geta leitað uppi og greint sjúka vefi og frumur, sem og til að þróa efna og ígræðlinga sem örva endur- og nýmyndun heilbrigðs vefs.

Már Másson hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á sviði sem kallast nanólæknisfræði. Undanfarið hefur hann, ásamt rannsóknarhópi sínum, rannsakað nanóefni sem byggja á kítósani og afleiður þeirra.

Rannsóknir Más Mássonar hafa verið á öllum sviðum nanólæknisfræði en undanfarin ár hefur rannsóknarhópur hans lagt sérstaka áherslu á nanóefni sem byggja á kítósani, sem er náttúruleg fjölsykra sem hægt er að vinna úr rækjuskeljum sem falla til við fiskvinnslu hér á landi. Kítósan er einstaklega nytsamlegt þar sem það hefur bakteríudrepandi áhrif og er hægt að nýta á margvíslega hátt, til að mynda sem sótthreinsiefni og til varnar sýkingum. Kítósan hefur einnig verið notað í nanóagnir fyrir lyfjagjöf og genalækningar og það getur stuðlað að endurmyndun beinvefjar og grætt sár. Már og samstarfsmenn hans hafa sérstaklega lagt áherslu á að þróa efnasmíðaaðferðir fyrir nýjar kítósanafleiður með aukinni líffræðilegri virkni. Rannsóknir Más og félaga miða að því skilja betur samband efnafræðilegrar byggingar og líffræðilegrar virkni.

Rannsóknarhópur Más hefur sérstaklega skoðað kítósanafleiður með örverudrepandi verkun og mögulega notkun þeirra sem sótthreinsiefni og til sárameðhöndlunar. Einnig hafa verið smíðaðar afleiður sem auka virkni og draga úr neikvæðum áhrifum krabbameinslyfja. Afleiðurnar mynda nanóagnir sem safnast fyrir í krabbameinsæxlum og sem hægt er að örva með ljósi til að margfalda virkni lyfja í æxlinu án þess að skaða heilbrigða vefi. Már hefur einnig rannsakað kítósanafleiður sem eiga að bæta aðgengi líftæknilyfja að blóðrásinni í gegnum lungu eftir gjöf með innöndun. Einnig hefur rannsóknarhópurinn unnið með kítósanafleiður til að húða beinígræðlinga og örva beinvöxt.

Kítósan er náttúruleg fjölsykra sem hægt er að vinna úr rækjuskeljum. Rannsóknarhópur Más hefur meðal annars skoðað kítósanafleiður með örverudrepandi verkun og mögulega notkun þeirra sem sótthreinsiefni og til sárameðhöndlunar.

Már Másson hefur jafnframt stundað annarskonar rannsóknir á sviði nanólæknisfræði. Í samstarfi við verkfræðinga og stærðfræðinga innan Háskóla Íslands hefur rannsóknarhópur Más þróað stærðfræðileg hermilíkön sem notuð eru við tölvuútreikninga til að spá fyrir um lyfjagjöf úr lækningatækjum, þar á meðal um losun lyfja úr sílkonstoðtækjum í gegnum húð og úr gerviaugasteinum í augu. Gæði þessara spálíkana hafa verið sannreynd með tilraunum á rannsóknarstofu Más.

Már Másson hefur verið meðal höfunda rúmlega hundrað greina í alþjóðlegum vísindatímaritum ásamt bókarköflum. Einnig hefur verið sótt um einkaleyfi sem byggja á rannsóknum hans. Framtíðarmarkmið Más eru meðal annars að skilja betur hvernig lyfjaefni sem byggja á nanótækni virka og sameina gerð stærðfræðilegra spálíkana og hönnun slíkra lyfja.

Már Másson lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1987, kandídatsprófi í lífrænni efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og síðan doktorsprófi í verkfræði, með líftækni sem sérsvið, frá Tækniháskóla Tókýóborgar 1995. Hann hefur starfað við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1995 og varð prófessor í lyfjaefnafræði árið 2005.

Jafnframt því að vera prófessor við Háskóla Íslands hefur Már verið formaður stjórnar Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands.

Myndir:

Útgáfudagur

9.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2018. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75632.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75632

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2018. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75632>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað?
Már Másson er prófessor í lyfjaefnafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Már stýrir rannsóknarhópi á sviði sem kallast nanólæknisfræði (e. nanomedicine) en það miðar að því að nýta nanótækni í lækningum og lyfjaþróun. Megináhersla þessa sviðs vísinda er að hanna og smíða örsmá tæki, efni, efnisagnir og efnisyfirborð sem bregðast við aðstæðum í líkamanum. Nanótækni er því hægt að nota á margvíslegan hátt í lyfjafræði, meðal annars til að hanna örsmáar lyfjaferjur sem auka nákvæmni og virkni lyfjagjafar, skapa agnir sem geta leitað uppi og greint sjúka vefi og frumur, sem og til að þróa efna og ígræðlinga sem örva endur- og nýmyndun heilbrigðs vefs.

Már Másson hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á sviði sem kallast nanólæknisfræði. Undanfarið hefur hann, ásamt rannsóknarhópi sínum, rannsakað nanóefni sem byggja á kítósani og afleiður þeirra.

Rannsóknir Más Mássonar hafa verið á öllum sviðum nanólæknisfræði en undanfarin ár hefur rannsóknarhópur hans lagt sérstaka áherslu á nanóefni sem byggja á kítósani, sem er náttúruleg fjölsykra sem hægt er að vinna úr rækjuskeljum sem falla til við fiskvinnslu hér á landi. Kítósan er einstaklega nytsamlegt þar sem það hefur bakteríudrepandi áhrif og er hægt að nýta á margvíslega hátt, til að mynda sem sótthreinsiefni og til varnar sýkingum. Kítósan hefur einnig verið notað í nanóagnir fyrir lyfjagjöf og genalækningar og það getur stuðlað að endurmyndun beinvefjar og grætt sár. Már og samstarfsmenn hans hafa sérstaklega lagt áherslu á að þróa efnasmíðaaðferðir fyrir nýjar kítósanafleiður með aukinni líffræðilegri virkni. Rannsóknir Más og félaga miða að því skilja betur samband efnafræðilegrar byggingar og líffræðilegrar virkni.

Rannsóknarhópur Más hefur sérstaklega skoðað kítósanafleiður með örverudrepandi verkun og mögulega notkun þeirra sem sótthreinsiefni og til sárameðhöndlunar. Einnig hafa verið smíðaðar afleiður sem auka virkni og draga úr neikvæðum áhrifum krabbameinslyfja. Afleiðurnar mynda nanóagnir sem safnast fyrir í krabbameinsæxlum og sem hægt er að örva með ljósi til að margfalda virkni lyfja í æxlinu án þess að skaða heilbrigða vefi. Már hefur einnig rannsakað kítósanafleiður sem eiga að bæta aðgengi líftæknilyfja að blóðrásinni í gegnum lungu eftir gjöf með innöndun. Einnig hefur rannsóknarhópurinn unnið með kítósanafleiður til að húða beinígræðlinga og örva beinvöxt.

Kítósan er náttúruleg fjölsykra sem hægt er að vinna úr rækjuskeljum. Rannsóknarhópur Más hefur meðal annars skoðað kítósanafleiður með örverudrepandi verkun og mögulega notkun þeirra sem sótthreinsiefni og til sárameðhöndlunar.

Már Másson hefur jafnframt stundað annarskonar rannsóknir á sviði nanólæknisfræði. Í samstarfi við verkfræðinga og stærðfræðinga innan Háskóla Íslands hefur rannsóknarhópur Más þróað stærðfræðileg hermilíkön sem notuð eru við tölvuútreikninga til að spá fyrir um lyfjagjöf úr lækningatækjum, þar á meðal um losun lyfja úr sílkonstoðtækjum í gegnum húð og úr gerviaugasteinum í augu. Gæði þessara spálíkana hafa verið sannreynd með tilraunum á rannsóknarstofu Más.

Már Másson hefur verið meðal höfunda rúmlega hundrað greina í alþjóðlegum vísindatímaritum ásamt bókarköflum. Einnig hefur verið sótt um einkaleyfi sem byggja á rannsóknum hans. Framtíðarmarkmið Más eru meðal annars að skilja betur hvernig lyfjaefni sem byggja á nanótækni virka og sameina gerð stærðfræðilegra spálíkana og hönnun slíkra lyfja.

Már Másson lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1987, kandídatsprófi í lífrænni efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og síðan doktorsprófi í verkfræði, með líftækni sem sérsvið, frá Tækniháskóla Tókýóborgar 1995. Hann hefur starfað við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1995 og varð prófessor í lyfjaefnafræði árið 2005.

Jafnframt því að vera prófessor við Háskóla Íslands hefur Már verið formaður stjórnar Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands.

Myndir:

...