Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var:
Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs?

Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3. kafla (Íslendinga sögur:2015; Johan Fritzner I:168):

Það var einn dag að Þórður var að leik og Ásbjörn og skyldu þeir á leikast. Og einn tíma felldi Þórður hann Ásbjörn allmikið fall svo að bops kvað í skrokkinum á honum.

Bofs merkir ‘gelt, gjamm’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar eru bæði fletturnar bofs (69) og bops (72). Skýring hans við bofs er ‘gelt, gjamm’ en við bops ‘uh. (um dynk eða fallhljóð)’.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Íslendinga sögur og þættir. 1986. Síðara bindi. (Þórðar saga hreðu). Svart á hvítu. Reykjavík.
  • Johan Fritzner. Ordbog over Det gamle norske Sprog. 1886. I. Den norske Forlagsforening. Kristiania.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.7.2018

Spyrjandi

Róbert Már Maríuson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2018, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75710.

Guðrún Kvaran. (2018, 4. júlí). Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75710

Guðrún Kvaran. „Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2018. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75710>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var:

Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs?

Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3. kafla (Íslendinga sögur:2015; Johan Fritzner I:168):

Það var einn dag að Þórður var að leik og Ásbjörn og skyldu þeir á leikast. Og einn tíma felldi Þórður hann Ásbjörn allmikið fall svo að bops kvað í skrokkinum á honum.

Bofs merkir ‘gelt, gjamm’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar eru bæði fletturnar bofs (69) og bops (72). Skýring hans við bofs er ‘gelt, gjamm’ en við bops ‘uh. (um dynk eða fallhljóð)’.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Íslendinga sögur og þættir. 1986. Síðara bindi. (Þórðar saga hreðu). Svart á hvítu. Reykjavík.
  • Johan Fritzner. Ordbog over Det gamle norske Sprog. 1886. I. Den norske Forlagsforening. Kristiania.

Mynd:

...