Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?

Björn Sigurður Gunnarsson

Út frá næringargildi þessara afurða má fullyrða að heilhveitibrauð sé hollara en franskbrauð. Heilhveitibrauð inniheldur meira en franskbrauð af ýmsum B-vítamínum og steinefnum auk trefjaefna.

Munurinn á þessum brauðum liggur í því hveiti sem notað er. Í franskbrauð, eða hvítt brauð, er notað hvítt hveiti sem er í raun fínmalað hveiti, en í heilhveitibrauð er notað hveiti sem er ekki eins mikið malað og inniheldur því meira klíð og kím. Þar af leiðandi er meira af þeim næringarefnum sem koma úr klíði og kími, það er B-vítamínum og steinefnum, í heilhveitibrauði en franskbrauði.

En það sem munar líklega mest um í hollustu þessara brauða er að trefjainnihald er upp undir helmingi hærra í heilhveitibrauði en franskbrauði. Trefjainnihald er jafnvel enn hærra í grófari brauðum, svo sem þriggja korna brauðum og fjölkornabrauðum. Trefjar hafa margs konar jákvæð áhrif í líkamanum, sérstaklega í meltingarveginum, og eru jafnvel taldar geta varnað myndun krabbameins í ristli svo að eitthvað sé nefnt.

Þó svo að kostir heilhveitibrauðs umfram franskbrauð séu ótvíræðir, er franskbrauð og hvítt hveiti sem það er bakað úr alls ekki óhollt. Það er í rauninni nokkuð næringarríkt og því er ósanngjarnt af mörgum heilsusérfræðingum að setja það undir sama hatt hvað varðar óhollustu og hvítan sykur, sem er algjörlega næringarsnauður. Hvítt hveiti er í raun það sama og heilhveiti án klíðs og kíms.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

9.8.2000

Spyrjandi

Jón Páll Rink

Efnisorð

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2000, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=758.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 9. ágúst). Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=758

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2000. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=758>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?
Út frá næringargildi þessara afurða má fullyrða að heilhveitibrauð sé hollara en franskbrauð. Heilhveitibrauð inniheldur meira en franskbrauð af ýmsum B-vítamínum og steinefnum auk trefjaefna.

Munurinn á þessum brauðum liggur í því hveiti sem notað er. Í franskbrauð, eða hvítt brauð, er notað hvítt hveiti sem er í raun fínmalað hveiti, en í heilhveitibrauð er notað hveiti sem er ekki eins mikið malað og inniheldur því meira klíð og kím. Þar af leiðandi er meira af þeim næringarefnum sem koma úr klíði og kími, það er B-vítamínum og steinefnum, í heilhveitibrauði en franskbrauði.

En það sem munar líklega mest um í hollustu þessara brauða er að trefjainnihald er upp undir helmingi hærra í heilhveitibrauði en franskbrauði. Trefjainnihald er jafnvel enn hærra í grófari brauðum, svo sem þriggja korna brauðum og fjölkornabrauðum. Trefjar hafa margs konar jákvæð áhrif í líkamanum, sérstaklega í meltingarveginum, og eru jafnvel taldar geta varnað myndun krabbameins í ristli svo að eitthvað sé nefnt.

Þó svo að kostir heilhveitibrauðs umfram franskbrauð séu ótvíræðir, er franskbrauð og hvítt hveiti sem það er bakað úr alls ekki óhollt. Það er í rauninni nokkuð næringarríkt og því er ósanngjarnt af mörgum heilsusérfræðingum að setja það undir sama hatt hvað varðar óhollustu og hvítan sykur, sem er algjörlega næringarsnauður. Hvítt hveiti er í raun það sama og heilhveiti án klíðs og kíms....