Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?

Björn Sigurður Gunnarsson

Upphafleg spurning var:
Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?
Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífsnauðsynleg næringarefni að finna í fiskafurðum umfram það sem er í annarri fæðu, en það eru joð og D-vítamín. Fiskur er mjög holl og góð fæða, meðal annars er hann góð uppspretta próteina eins og reyndar kjötmeti líka. Fiskur er yfirleitt fiturýr; mun meiri fita er í kjöti og af verri gæðum en í fiski. Auk þess er meðlæti oft hollara í fiskmáltíðum en kjötmáltíðum. Með fiski eru oft bornar fram soðnar kartöflur, rúgbrauðsneið og grænmeti, til dæmis rófur, meðan kjöti fylgja oftar franskar kartöflur og feit sósa.

Í könnun á mataræði Íslendinga 1990 var fiskneysla um 70 grömm á dag, en fæðuframboðstölur síðustu ára benda til að fiskneysla fari minnkandi og er það miður, því að mikil fiskneysla hefur verið einn helsti kostur mataræðis Íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir.

Þó að fiskur sé helsta uppspretta joðs, er það einnig að finna í hóflegu magni í mjólk og mjólkurafurðum. Í mataræðiskönnuninni 1990 kom í ljós að landsmenn fengu um það bil jafnmikið joð úr fiski og mjólkurvörum og er það vegna mikillar neyslu mjólkurvara samanborið við fisk, en meðalinntaka joðs í könnuninni var talsvert yfir ráðlagðri inntöku. Til að bæta sér upp það joð sem ekki fæst úr fiski er því nauðsynlegt að neyta mjólkurvara, en einnig er hægt að fá joð úr ýmsum öðrum vörum, til dæmis er sumt morgunkorn joðbætt.

D-vítamín er enn óalgengara í matvælum en joð, en það er nánast eingöngu að finna að einhverju marki í feitum fiski og fiskafurðum. Lýsi sem er unnið úr fisklifur inniheldur mikið D-vítamín og auk þess ómega-3 fitusýrur sem taldar eru hafa jákvæð áhrif á líkamann. Einnig eru til lýsistöflur sem innihalda D-vítamín, en fyrir utan vítamínbætt morgunkorn og vítamínhylki eru aðrir góðir D-vítamíngjafar í raun ekki til. Að vísu er svolítið D-vítamín í mjólkurvörum, til dæmis er fjörmjólk D-vítamínbætt, en magnið er samt mjög lítið í þessum vörum.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

9.8.2000

Spyrjandi

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2000. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=760.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 9. ágúst). Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=760

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2000. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=760>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?
Upphafleg spurning var:

Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?
Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífsnauðsynleg næringarefni að finna í fiskafurðum umfram það sem er í annarri fæðu, en það eru joð og D-vítamín. Fiskur er mjög holl og góð fæða, meðal annars er hann góð uppspretta próteina eins og reyndar kjötmeti líka. Fiskur er yfirleitt fiturýr; mun meiri fita er í kjöti og af verri gæðum en í fiski. Auk þess er meðlæti oft hollara í fiskmáltíðum en kjötmáltíðum. Með fiski eru oft bornar fram soðnar kartöflur, rúgbrauðsneið og grænmeti, til dæmis rófur, meðan kjöti fylgja oftar franskar kartöflur og feit sósa.

Í könnun á mataræði Íslendinga 1990 var fiskneysla um 70 grömm á dag, en fæðuframboðstölur síðustu ára benda til að fiskneysla fari minnkandi og er það miður, því að mikil fiskneysla hefur verið einn helsti kostur mataræðis Íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir.

Þó að fiskur sé helsta uppspretta joðs, er það einnig að finna í hóflegu magni í mjólk og mjólkurafurðum. Í mataræðiskönnuninni 1990 kom í ljós að landsmenn fengu um það bil jafnmikið joð úr fiski og mjólkurvörum og er það vegna mikillar neyslu mjólkurvara samanborið við fisk, en meðalinntaka joðs í könnuninni var talsvert yfir ráðlagðri inntöku. Til að bæta sér upp það joð sem ekki fæst úr fiski er því nauðsynlegt að neyta mjólkurvara, en einnig er hægt að fá joð úr ýmsum öðrum vörum, til dæmis er sumt morgunkorn joðbætt.

D-vítamín er enn óalgengara í matvælum en joð, en það er nánast eingöngu að finna að einhverju marki í feitum fiski og fiskafurðum. Lýsi sem er unnið úr fisklifur inniheldur mikið D-vítamín og auk þess ómega-3 fitusýrur sem taldar eru hafa jákvæð áhrif á líkamann. Einnig eru til lýsistöflur sem innihalda D-vítamín, en fyrir utan vítamínbætt morgunkorn og vítamínhylki eru aðrir góðir D-vítamíngjafar í raun ekki til. Að vísu er svolítið D-vítamín í mjólkurvörum, til dæmis er fjörmjólk D-vítamínbætt, en magnið er samt mjög lítið í þessum vörum....