Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Rannsóknarsvið Dagnýjar Kristjánsdóttur eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi), sálgreining og vistrýni. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Helstu rit Dagnýjar eru Frelsi og öryggi. Um sögur Svövu Jakobsdóttur og íslenska kvennahreyfingu (1978), Kona verður til. Um fullorðinsbækur Ragnheiðar Jónsdóttur (1996), Undirstraumar. Greinar og fyrirlestrar (1999), Öldin öfgafulla. Bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar (2010) og Bókabörn. Íslenskar barnabókmenntir verða til (2015). Titill bókarinnar Bókabarna vísar til þess að nánast öll börn og bernskulýsingar í barnabókmenntum eru búin til af fullorðnum. Bókabörnin lýsa þannig fyrst og fremst viðteknum hugmyndum samfélagsins um bernskuna og draumum og þrám höfundanna.

Kona verður til og Bókabörn voru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita (1996 og 2015) .

Dagný hefur ritstýrt bókunum Literature and Visual Culture (2005), Heimi ljóðsins með Ástráði Eysteinssyni og Sveini Yngva Egilssyni (2005) og Í Guðrúnarhúsi. Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur með Brynhildi Þórarinsdóttur (2005).

Rannsóknarsvið Dagnýjar eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi) sálgreining og vistrýni.

Dagný Kristjánsdóttir hefur birt fjölda greina og bókarkafla um fræðasvið sín þar á meðal tug greina í Nordisk kvindelitteraturhistorie (1993-1998) þar sem hún ritstýrði íslenska hluta bókmenntasögunnar frá öðru til fimmta bindis. Hún skrifaði kaflann „Árin eftir seinna stríð“ (bls. 419-663 og 507-519) í Íslensk bókmenntasaga IV (2006).

Dagný hefur kennt barna- og unglingabókmenntir við Háskóla Íslands frá árinu 2000 og hlaut viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara í apríl 2018 fyrir framlag sitt til rannsókna, kennslu og fræðastarfa í þágu barna- og unglingabókmennta.

Undanfarin ár hefur Dagný unnið með Bryndísi Benediktsdóttur, lækni, og nokkrum starfsfélögum sínum í Íslensku- og menningardeild að því að flétta bókmenntir inn í læknanámið og tengja þannig hug- og læknisvísindi. Dagný vinnur nú að bók um þetta efni. Það viðfangsefni tengist vaxandi efasemdum um skörp skil menningar og náttúru sem endurspeglast líka í fræðasviðinu „vistrýni“ sem kann að vera eitt brýnasta viðfangsefni hugvísinda í dag. Þar hefur Dagný tekið upp erlent samstarf um vistrýni og viðhorf til náttúrunnar í barna- og unglingabókum samtímans.

Dagný var sendikennari við Háskólann í Osló árin 1982-1990 og kenndi eftir það í rúm tíu ár í Skor íslensku fyrir erlenda stúdenta (nú Íslensku sem annað mál). Hún er prófessor í íslenskum bókmenntum frá 2001. Hún hefur kennt námskeið um íslenskar bókmenntir í Færeyjum, Noregi, Danmörku og Finnlandi og verið Fulbright-gestafræðimaður í UC Santa Barbara (1999-2000), gestafræðimaður við Humboldt Universität, Berlín (2006-2007) og Háskólann í Edinborg (2017).

Auk kennslu og rannsókna hefur Dagný Kristjánsdóttir gegnt ýmsum stjórnunar og trúnaðarstörfum. Hún var forstöðumaður Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands (1996-1999), Forstöðumaður námsbrautar í kynjafræðum (1998-1999) í stjórn Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum frá 2000, formaður 2003-2005, í stjórn Nordisk Institutt for kvinne- og kjönnsforskning 2004-2006 og í útgáfustjórn Noru 1997-1999, í stjórn Félags prófessora 2003-2006, varaformaður 2004-2006, í stjórn BIN (Barn og ungdomskultur i Norden) 2003-2011, formaður Félags íslenskra fræða 2002-2004, deildarforseti Íslensku- og menningardeildar 2010-2012.

Dagný hefur setið og stýrt fjölmörgum dómnefndum um akademískar stöður og framgang á Íslandi, Danmörku, Noregi og Færeyjum, oft formaður. Hún hefur einnig setið í ýmsum dómnefndum svo sem dómnefnd um norrænu bókmenntaverðlaunin, norrænu barna- og unglingabókaverðlaunin og vest-norrænu barnabókaverðlaunin.

Dagný Kristjánsdóttir er fædd 19. maí 1949. Hún lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði og íslensku, MA-prófi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og varði doktorsritgerð sína Kona verður til. Um fullorðinsbækur Ragnheiðar Jónsdóttur við Háskóla Íslands 1996. Það var þriðja doktorsvörn konu við Háskóla Íslands frá upphafi og fyrsta doktorsritgerðin um íslenskar kvennabókmenntir.

Mynd:
  • Úr safni DK.

Útgáfudagur

3.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2018. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76062.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. júlí). Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76062

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2018. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76062>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?
Rannsóknarsvið Dagnýjar Kristjánsdóttur eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi), sálgreining og vistrýni. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Helstu rit Dagnýjar eru Frelsi og öryggi. Um sögur Svövu Jakobsdóttur og íslenska kvennahreyfingu (1978), Kona verður til. Um fullorðinsbækur Ragnheiðar Jónsdóttur (1996), Undirstraumar. Greinar og fyrirlestrar (1999), Öldin öfgafulla. Bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar (2010) og Bókabörn. Íslenskar barnabókmenntir verða til (2015). Titill bókarinnar Bókabarna vísar til þess að nánast öll börn og bernskulýsingar í barnabókmenntum eru búin til af fullorðnum. Bókabörnin lýsa þannig fyrst og fremst viðteknum hugmyndum samfélagsins um bernskuna og draumum og þrám höfundanna.

Kona verður til og Bókabörn voru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita (1996 og 2015) .

Dagný hefur ritstýrt bókunum Literature and Visual Culture (2005), Heimi ljóðsins með Ástráði Eysteinssyni og Sveini Yngva Egilssyni (2005) og Í Guðrúnarhúsi. Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur með Brynhildi Þórarinsdóttur (2005).

Rannsóknarsvið Dagnýjar eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi) sálgreining og vistrýni.

Dagný Kristjánsdóttir hefur birt fjölda greina og bókarkafla um fræðasvið sín þar á meðal tug greina í Nordisk kvindelitteraturhistorie (1993-1998) þar sem hún ritstýrði íslenska hluta bókmenntasögunnar frá öðru til fimmta bindis. Hún skrifaði kaflann „Árin eftir seinna stríð“ (bls. 419-663 og 507-519) í Íslensk bókmenntasaga IV (2006).

Dagný hefur kennt barna- og unglingabókmenntir við Háskóla Íslands frá árinu 2000 og hlaut viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara í apríl 2018 fyrir framlag sitt til rannsókna, kennslu og fræðastarfa í þágu barna- og unglingabókmennta.

Undanfarin ár hefur Dagný unnið með Bryndísi Benediktsdóttur, lækni, og nokkrum starfsfélögum sínum í Íslensku- og menningardeild að því að flétta bókmenntir inn í læknanámið og tengja þannig hug- og læknisvísindi. Dagný vinnur nú að bók um þetta efni. Það viðfangsefni tengist vaxandi efasemdum um skörp skil menningar og náttúru sem endurspeglast líka í fræðasviðinu „vistrýni“ sem kann að vera eitt brýnasta viðfangsefni hugvísinda í dag. Þar hefur Dagný tekið upp erlent samstarf um vistrýni og viðhorf til náttúrunnar í barna- og unglingabókum samtímans.

Dagný var sendikennari við Háskólann í Osló árin 1982-1990 og kenndi eftir það í rúm tíu ár í Skor íslensku fyrir erlenda stúdenta (nú Íslensku sem annað mál). Hún er prófessor í íslenskum bókmenntum frá 2001. Hún hefur kennt námskeið um íslenskar bókmenntir í Færeyjum, Noregi, Danmörku og Finnlandi og verið Fulbright-gestafræðimaður í UC Santa Barbara (1999-2000), gestafræðimaður við Humboldt Universität, Berlín (2006-2007) og Háskólann í Edinborg (2017).

Auk kennslu og rannsókna hefur Dagný Kristjánsdóttir gegnt ýmsum stjórnunar og trúnaðarstörfum. Hún var forstöðumaður Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands (1996-1999), Forstöðumaður námsbrautar í kynjafræðum (1998-1999) í stjórn Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum frá 2000, formaður 2003-2005, í stjórn Nordisk Institutt for kvinne- og kjönnsforskning 2004-2006 og í útgáfustjórn Noru 1997-1999, í stjórn Félags prófessora 2003-2006, varaformaður 2004-2006, í stjórn BIN (Barn og ungdomskultur i Norden) 2003-2011, formaður Félags íslenskra fræða 2002-2004, deildarforseti Íslensku- og menningardeildar 2010-2012.

Dagný hefur setið og stýrt fjölmörgum dómnefndum um akademískar stöður og framgang á Íslandi, Danmörku, Noregi og Færeyjum, oft formaður. Hún hefur einnig setið í ýmsum dómnefndum svo sem dómnefnd um norrænu bókmenntaverðlaunin, norrænu barna- og unglingabókaverðlaunin og vest-norrænu barnabókaverðlaunin.

Dagný Kristjánsdóttir er fædd 19. maí 1949. Hún lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði og íslensku, MA-prófi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og varði doktorsritgerð sína Kona verður til. Um fullorðinsbækur Ragnheiðar Jónsdóttur við Háskóla Íslands 1996. Það var þriðja doktorsvörn konu við Háskóla Íslands frá upphafi og fyrsta doktorsritgerðin um íslenskar kvennabókmenntir.

Mynd:
  • Úr safni DK.

...