Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðmundur Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1979 og cand. mag. prófi í sagnfræði við sama skóla 1983. Á árunum 1978-1987 kenndi Guðmundur í menntaskólum en hóf síðan doktorsnám í hagsögu við London School of Economics and Political Science og brautskráðist þaðan árið 1992. Að loknu námi vann Guðmundur að rannsóknum, fyrst á sögulegum hagtölum á Hagstofu Íslands 1992-1995, og síðan sögulegum þjóðhagsreikningum á Sagnfræðistofnun 1995-1999. Jafnframt var hann stundakennari í Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands þar til hann var skipaður lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1998. Hann hefur verið prófessor þar síðan 2004.

Guðmundur hefur gefið út þrjár bækur, ritstýrt tímaritunum Sögu og Nýrri sögu árin 1995-2002 og allmörgum bókum, auk þess skrifað fjölda greina í innlend og erlend fræðitímarit. Hann hefur lengi fengist við kennslu og útgáfu rita um sagnaritun, staðið fyrir nýjungum í aðferðum og miðlun sögulegs efnis, til dæmis með stofnun Söguslóða, vefs um íslenska sagnfræði, gerð rafrænna gagnasafna, stofnun Miðstöðvar munnlegrar sögu, og notkun landupplýsingakerfa í sagnfræðirannsóknum. Guðmundur var formaður fagráðs félags- og hugvísinda í Rannís 2003-2005 og hefur gegnt ýmsum félagsstörfum í fræðasamfélagi sagnfræðinga.

Guðmundur virðir fyrir sér höggmynd Guðmundar Einarssonar frá Miðdal sem á að sýna Jón Sigurðsson forseta lyfta okinu af samtíðarmönnum sínum.

Rannsóknir Guðmundar hafa verið af ýmsum toga. Meginrannsóknasvið hans hefur verið í hag- og félagssaga 19. og 20. aldar. Þróun ríkisvalds og hlutverk þess í hagþróun hefur verið Guðmundi lengi hugleikið eins og sjá má af doktorsritgerð hans, „The State and the Icelandic Economy, 1870–1930“ (1992), og ritgerðunum „Institutional Change in Icelandic Agriculture, 1780–1940“ (1993) og „Þjóðernisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta“ (1995). Guðmundur hefur einnig stundað rannsóknir á hagvexti og hagþróun Íslands og tók hann meðal annars þátt í norrænu verkefni um gerð sögulegra þjóðhagsreikninga; var afraksturinn birtur í bókinni Hagvöxtur og iðnvæðing (1999). Forsenda þeirrar rannsóknar var útgáfa á sögulegum hagtölum sem Guðmundur vann að á Hagstofu Íslands undir heitinu Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland (1997). Af öðrum hagsögulegum rannsóknarefnum Guðmundar má nefna sögu mataræðis, Ísland og Evrópusamrunann og verslunarsögu 20. aldar. Árið 2017 kom út ritið Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 þar sem Guðmundur skrifar um tímabilið 1914-2010.

Síðan um aldamótin 2000 hefur Guðmundur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um sögu velferðarsamfélagsins, þar á meðal í öndvegisverkefninu NORDWEL, sem miðaði að því að skýra tilurð, þróun og sérstöðu norræna velferðarmódelsins. Meðal rita Guðmundar á þessu sviði eru „The Icelandic Welfare State in the Twentieth Century“ (2001) og „Hjálp til sjálfshjálpar. Borgaralegar rætur velferðarríkisins á Íslandi“ (2008).

Eftir efnahagshrunið 2008 hafa rannsóknir Guðmundar beinst talsvert að áfallasögu íslensks samfélags, bæði fæðukreppum í gamla bændasamfélaginu, viðskiptakreppum nútímans og brotalömum í stjórnmála- og efnahagslífi. Af þessum áhuga hafa sprottið meðal annars greinarnar „Efnahagskreppur á Íslandi 1870–2000“ (2009), og “Iceland and the Nordic Model of Consensus” (2014).

Mynd:
  • Úr safni GJ.

Útgáfudagur

21.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2018, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76196.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. ágúst). Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76196

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2018. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76196>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað?
Guðmundur Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1979 og cand. mag. prófi í sagnfræði við sama skóla 1983. Á árunum 1978-1987 kenndi Guðmundur í menntaskólum en hóf síðan doktorsnám í hagsögu við London School of Economics and Political Science og brautskráðist þaðan árið 1992. Að loknu námi vann Guðmundur að rannsóknum, fyrst á sögulegum hagtölum á Hagstofu Íslands 1992-1995, og síðan sögulegum þjóðhagsreikningum á Sagnfræðistofnun 1995-1999. Jafnframt var hann stundakennari í Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands þar til hann var skipaður lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1998. Hann hefur verið prófessor þar síðan 2004.

Guðmundur hefur gefið út þrjár bækur, ritstýrt tímaritunum Sögu og Nýrri sögu árin 1995-2002 og allmörgum bókum, auk þess skrifað fjölda greina í innlend og erlend fræðitímarit. Hann hefur lengi fengist við kennslu og útgáfu rita um sagnaritun, staðið fyrir nýjungum í aðferðum og miðlun sögulegs efnis, til dæmis með stofnun Söguslóða, vefs um íslenska sagnfræði, gerð rafrænna gagnasafna, stofnun Miðstöðvar munnlegrar sögu, og notkun landupplýsingakerfa í sagnfræðirannsóknum. Guðmundur var formaður fagráðs félags- og hugvísinda í Rannís 2003-2005 og hefur gegnt ýmsum félagsstörfum í fræðasamfélagi sagnfræðinga.

Guðmundur virðir fyrir sér höggmynd Guðmundar Einarssonar frá Miðdal sem á að sýna Jón Sigurðsson forseta lyfta okinu af samtíðarmönnum sínum.

Rannsóknir Guðmundar hafa verið af ýmsum toga. Meginrannsóknasvið hans hefur verið í hag- og félagssaga 19. og 20. aldar. Þróun ríkisvalds og hlutverk þess í hagþróun hefur verið Guðmundi lengi hugleikið eins og sjá má af doktorsritgerð hans, „The State and the Icelandic Economy, 1870–1930“ (1992), og ritgerðunum „Institutional Change in Icelandic Agriculture, 1780–1940“ (1993) og „Þjóðernisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta“ (1995). Guðmundur hefur einnig stundað rannsóknir á hagvexti og hagþróun Íslands og tók hann meðal annars þátt í norrænu verkefni um gerð sögulegra þjóðhagsreikninga; var afraksturinn birtur í bókinni Hagvöxtur og iðnvæðing (1999). Forsenda þeirrar rannsóknar var útgáfa á sögulegum hagtölum sem Guðmundur vann að á Hagstofu Íslands undir heitinu Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland (1997). Af öðrum hagsögulegum rannsóknarefnum Guðmundar má nefna sögu mataræðis, Ísland og Evrópusamrunann og verslunarsögu 20. aldar. Árið 2017 kom út ritið Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 þar sem Guðmundur skrifar um tímabilið 1914-2010.

Síðan um aldamótin 2000 hefur Guðmundur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um sögu velferðarsamfélagsins, þar á meðal í öndvegisverkefninu NORDWEL, sem miðaði að því að skýra tilurð, þróun og sérstöðu norræna velferðarmódelsins. Meðal rita Guðmundar á þessu sviði eru „The Icelandic Welfare State in the Twentieth Century“ (2001) og „Hjálp til sjálfshjálpar. Borgaralegar rætur velferðarríkisins á Íslandi“ (2008).

Eftir efnahagshrunið 2008 hafa rannsóknir Guðmundar beinst talsvert að áfallasögu íslensks samfélags, bæði fæðukreppum í gamla bændasamfélaginu, viðskiptakreppum nútímans og brotalömum í stjórnmála- og efnahagslífi. Af þessum áhuga hafa sprottið meðal annars greinarnar „Efnahagskreppur á Íslandi 1870–2000“ (2009), og “Iceland and the Nordic Model of Consensus” (2014).

Mynd:
  • Úr safni GJ.

...