Sólin Sólin Rís 05:06 • sest 21:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:54 • Sest 02:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík

Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?

Þór Jakobsson

Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í tiltölulega volgum sjónum. Borgarísjakar við Ísland koma allir frá skriðjöklum á Austur-Grænlandi.

Borgarísjaki í Scoresbysundi (Kangertittivaq) á austurströnd Grænlands. Ísjakinn hefur brotnað tiltölulega nýlega framan af skriðjökli sem nær í sjó fram. Um síðir brotnar hann niður og borgarbrotin bráðna.

Ísjaki eða hafísjaki er tiltölulega flatur ísfleki sem nær ekki langt upp úr sjó, líkt og borgarís gerir. Margir saman mynda þeir ísbreiðu. Þessi ís myndast á sjónum. Hann er lagnaðarís sem hefur náð að þykkna, stundum svo metrum skiptir, eins og í Norður-Íshafi. Borgarbrot úr borgarísjökum getur úr fjarlægð litið eins út og ísjaki. Er því stundum erfitt að gera greinarmun á þessum tvenns konar ís út frá útlitinu einu. Hjálpar því að vita hvort borgarís sé eða hafi verið í nánd við athugunarstað.

Ísjaki myndast á sjónum og er lagnaðarís sem náð hefur að þykkna.

Frekari fróðleikur og myndir:

Höfundur

Þór Jakobsson

veðurfræðingur, fyrrv. verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

8.11.2018

Spyrjandi

Peik Bjarnason

Tilvísun

Þór Jakobsson. „Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2018. Sótt 11. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76424.

Þór Jakobsson. (2018, 8. nóvember). Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76424

Þór Jakobsson. „Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2018. Vefsíða. 11. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76424>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?
Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í tiltölulega volgum sjónum. Borgarísjakar við Ísland koma allir frá skriðjöklum á Austur-Grænlandi.

Borgarísjaki í Scoresbysundi (Kangertittivaq) á austurströnd Grænlands. Ísjakinn hefur brotnað tiltölulega nýlega framan af skriðjökli sem nær í sjó fram. Um síðir brotnar hann niður og borgarbrotin bráðna.

Ísjaki eða hafísjaki er tiltölulega flatur ísfleki sem nær ekki langt upp úr sjó, líkt og borgarís gerir. Margir saman mynda þeir ísbreiðu. Þessi ís myndast á sjónum. Hann er lagnaðarís sem hefur náð að þykkna, stundum svo metrum skiptir, eins og í Norður-Íshafi. Borgarbrot úr borgarísjökum getur úr fjarlægð litið eins út og ísjaki. Er því stundum erfitt að gera greinarmun á þessum tvenns konar ís út frá útlitinu einu. Hjálpar því að vita hvort borgarís sé eða hafi verið í nánd við athugunarstað.

Ísjaki myndast á sjónum og er lagnaðarís sem náð hefur að þykkna.

Frekari fróðleikur og myndir:

...