Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?

Jón Már Halldórsson

Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsingum fyrir Austur- Skaftafellssýslu árið 1746 og í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem kom út árið 1772 er minnst á rottur á Snæfellsnesi um 1750 og sagt að þær hafi borist á land á Rifi úr strönduðu skipi. Ekki er vitað hvort þetta voru brúnrottur eða svartrottur.

Brúnrotta (Rattus norvegicus).

Rottur hafa lengi fylgt skipakomum og hafa því gjarnan fundist þar sem skip leggja að landi. Um 1865 voru brúnrottur komnar til Reykjavíkur og sennilega hafa þær verið komnar um nánast allt land á ofanverðri 19. öld. Ekki er vitað hvenær svartrottur bárust til Íslands en fyrsta staðfesta tilfellið af þeim í Reykjavík er frá 1919. Í bókinni Villt íslensk spendýr segir Karl Skírnisson meðal annars þetta:

Nú á dögum lifir brúnrotta víða um land en virðist þó ekki vera í öllum bæjum og þorpum. Sums staðar lifir hún villt fjarri húsum en fer þó sjaldan langt frá mannabyggð. Oftast er hana að finna í fóðurgeymslum, útihúsum, í kjöllurum eða einhverjum holrúmum í veggjum eða gólfum en utanhúss lifir brúnrotta einkum í skólpræsum, á ruslahaugum, við fiskihjalla, í hafnargörðum eða í lífmiklum fjörum við sjávarsíðuna (338).

Um svartrottur segir Karl í sömu bók:
Svo virðist sem þær [svartrottur] hafi ekki náð hér fótfestu um áratuga skeið. Þó koma hingað stöku dýr en yfirleitt lifa þau stutt á landinu (bls. 341-342).

Að sögn meindýraeyðis hjá Reykjavíkurborg lifa rottur alla jafna í holræsum hér á landi, ólíkt því sem gerist erlendis þar sem þær eru gjarnan í náttúrunni. Rottur fundust þó fyrst á Íslandi áður en mikið þéttbýli hafði myndast þannig að þær geta væntanlega lifað í sveitum landsins, þó oftast í nágrenni við menn.

Höfundur þessa svars hefur ekki séð útbreiðslukort fyrir rottur á Íslandi og veit ekki hvort slíkt kort hefur verið gert.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.1.2019

Spyrjandi

Zophonías M. Þórhallsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2019. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76525.

Jón Már Halldórsson. (2019, 28. janúar). Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76525

Jón Már Halldórsson. „Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2019. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76525>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?
Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsingum fyrir Austur- Skaftafellssýslu árið 1746 og í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem kom út árið 1772 er minnst á rottur á Snæfellsnesi um 1750 og sagt að þær hafi borist á land á Rifi úr strönduðu skipi. Ekki er vitað hvort þetta voru brúnrottur eða svartrottur.

Brúnrotta (Rattus norvegicus).

Rottur hafa lengi fylgt skipakomum og hafa því gjarnan fundist þar sem skip leggja að landi. Um 1865 voru brúnrottur komnar til Reykjavíkur og sennilega hafa þær verið komnar um nánast allt land á ofanverðri 19. öld. Ekki er vitað hvenær svartrottur bárust til Íslands en fyrsta staðfesta tilfellið af þeim í Reykjavík er frá 1919. Í bókinni Villt íslensk spendýr segir Karl Skírnisson meðal annars þetta:

Nú á dögum lifir brúnrotta víða um land en virðist þó ekki vera í öllum bæjum og þorpum. Sums staðar lifir hún villt fjarri húsum en fer þó sjaldan langt frá mannabyggð. Oftast er hana að finna í fóðurgeymslum, útihúsum, í kjöllurum eða einhverjum holrúmum í veggjum eða gólfum en utanhúss lifir brúnrotta einkum í skólpræsum, á ruslahaugum, við fiskihjalla, í hafnargörðum eða í lífmiklum fjörum við sjávarsíðuna (338).

Um svartrottur segir Karl í sömu bók:
Svo virðist sem þær [svartrottur] hafi ekki náð hér fótfestu um áratuga skeið. Þó koma hingað stöku dýr en yfirleitt lifa þau stutt á landinu (bls. 341-342).

Að sögn meindýraeyðis hjá Reykjavíkurborg lifa rottur alla jafna í holræsum hér á landi, ólíkt því sem gerist erlendis þar sem þær eru gjarnan í náttúrunni. Rottur fundust þó fyrst á Íslandi áður en mikið þéttbýli hafði myndast þannig að þær geta væntanlega lifað í sveitum landsins, þó oftast í nágrenni við menn.

Höfundur þessa svars hefur ekki séð útbreiðslukort fyrir rottur á Íslandi og veit ekki hvort slíkt kort hefur verið gert.

Heimildir og mynd:

...