Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?

Sigríður Jónsdóttir

Upprunalega spurningin hljóðað svona í heild sinni:

Ég keypti 25 kg af vítissóda fyrir ca. 25 árum og hef notað hann til að gera sápur. (Það er ekki hægt að kaupa minna) fyrir 10 árum fór að bera á því að sápurnar urðu blakkar og jafnvel rauðbrúnar og þykknuðu fyrr en áður. En sápurnar voru samt í lagi.

Ég hef ekki gert sápur síðan, en núna gerði ég tólgarsápu, þessa gömlu íslensku og hún varð blökk og þykknaði fyrr eins og fyrir 10 árum og verður örugglega fín sápa. Síðan gerði ég 2 aðrar uppskriftir með blöndu af mismunandi olíum, þær urðu svarbrúnar og lengi að þykkna. Væntanlega ekki góðar sápur.

Ég fékk svo 2ja ára vítisóta til að prufa og þá varð sápan (sjampóið, ný uppskrift) dásamleg, ljós og þykknaði eins og hún gerði fyrr í gamla daga.

Getur það verið að vítissódi hafi síðasta notkunardag? Að hann breytist með árunum? Hann lítur út nákvæmlega eins og hann gerði fyrst og vatnið hitnar þegar vítissódinn kemur saman við það eins og áður. Það er bara að sápunin virkar öðruvísi. Hvað geri ég við gamla vítissódann? Það hlýtur að vera hægt að nota hann í eitthvað. Eða hvað?

Natrínhýdroxíð, sem einnig gengur undir nafninu vítissódi, er sterkur basi sem leysist vel í vatni. Efnið sem slíkt gæti geymst „endalaust“, en það er ekki sama hvernig og í hverju það er geymt. Það er mjög rakadrægið og í hvert sinn sem umbúðir eru opnaðar dregur það til sín raka úr andrúmsloftinu svo og koltvíildi og umbreytist í natrínkarbónat.

Natrínhýdroxíð sem staðið hefur lengi, hér í 25 ár, getur þannig hafa dregið til sín töluvert magn af vatni og koltvíildi. Það er vel þekkt í efnasmíðum að örlítið magn af „óhreinindum“ getur haft mikil áhrif í efnahvörfum (hér látið ósagt varðandi sápugerð), en þetta myndi þó engu breyta varðandi leysni í vatni, svo og varmamyndun við upplausnarferlið.

Sápa gerð úr vítissóda.

Natrínhýdroxíð er mjög ætandi og vandmeðfarið. Eina rökrétta aðferðin til að farga efninu er að leysa það upp og hlutleysa varlega með saltsýru, þannig að úr verði lausn af natrínklóríði í vatni, sem vel þynnt er skaðlaus umhverfinu. Best er að fara með efnið í Efnamóttökuna, sem er sérhæft fyrirtæki á Íslandi í móttöku spilliefna (2018) og láta fagfólk um að gera efnið skaðlaust.

Mynd:

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir

efnafræðingur, Dr.rer.nat.

Útgáfudagur

11.1.2019

Spyrjandi

Guðrún Bjarnadóttir

Tilvísun

Sigríður Jónsdóttir. „Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76861.

Sigríður Jónsdóttir. (2019, 11. janúar). Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76861

Sigríður Jónsdóttir. „Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76861>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?
Upprunalega spurningin hljóðað svona í heild sinni:

Ég keypti 25 kg af vítissóda fyrir ca. 25 árum og hef notað hann til að gera sápur. (Það er ekki hægt að kaupa minna) fyrir 10 árum fór að bera á því að sápurnar urðu blakkar og jafnvel rauðbrúnar og þykknuðu fyrr en áður. En sápurnar voru samt í lagi.

Ég hef ekki gert sápur síðan, en núna gerði ég tólgarsápu, þessa gömlu íslensku og hún varð blökk og þykknaði fyrr eins og fyrir 10 árum og verður örugglega fín sápa. Síðan gerði ég 2 aðrar uppskriftir með blöndu af mismunandi olíum, þær urðu svarbrúnar og lengi að þykkna. Væntanlega ekki góðar sápur.

Ég fékk svo 2ja ára vítisóta til að prufa og þá varð sápan (sjampóið, ný uppskrift) dásamleg, ljós og þykknaði eins og hún gerði fyrr í gamla daga.

Getur það verið að vítissódi hafi síðasta notkunardag? Að hann breytist með árunum? Hann lítur út nákvæmlega eins og hann gerði fyrst og vatnið hitnar þegar vítissódinn kemur saman við það eins og áður. Það er bara að sápunin virkar öðruvísi. Hvað geri ég við gamla vítissódann? Það hlýtur að vera hægt að nota hann í eitthvað. Eða hvað?

Natrínhýdroxíð, sem einnig gengur undir nafninu vítissódi, er sterkur basi sem leysist vel í vatni. Efnið sem slíkt gæti geymst „endalaust“, en það er ekki sama hvernig og í hverju það er geymt. Það er mjög rakadrægið og í hvert sinn sem umbúðir eru opnaðar dregur það til sín raka úr andrúmsloftinu svo og koltvíildi og umbreytist í natrínkarbónat.

Natrínhýdroxíð sem staðið hefur lengi, hér í 25 ár, getur þannig hafa dregið til sín töluvert magn af vatni og koltvíildi. Það er vel þekkt í efnasmíðum að örlítið magn af „óhreinindum“ getur haft mikil áhrif í efnahvörfum (hér látið ósagt varðandi sápugerð), en þetta myndi þó engu breyta varðandi leysni í vatni, svo og varmamyndun við upplausnarferlið.

Sápa gerð úr vítissóda.

Natrínhýdroxíð er mjög ætandi og vandmeðfarið. Eina rökrétta aðferðin til að farga efninu er að leysa það upp og hlutleysa varlega með saltsýru, þannig að úr verði lausn af natrínklóríði í vatni, sem vel þynnt er skaðlaus umhverfinu. Best er að fara með efnið í Efnamóttökuna, sem er sérhæft fyrirtæki á Íslandi í móttöku spilliefna (2018) og láta fagfólk um að gera efnið skaðlaust.

Mynd:

...