Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu, það er að segja á þeim samfélagsgerðum og menningu sem tók að skjóta rótum á Vesturlöndum á 18. öld. Í doktorsritgerð sinni fjallaði hann til dæmis um hugmyndaheim þýskra nationallíberala á 19. öld. Um var að ræða staðbundna rannsókn á samskiptaneti og menningarheimi ráðandi stjórnmálaafla í saxnesku borginni Leipzig á árunum 1845 til 1871. Eitt af markmiðum ritgerðarinnar var að greina hugmyndir líberala um það hverjir væru fullgildir einstaklingar og hvernig og/eða hvort þeir sem voru það ekki, gátu hugsanlega orðið að dyggðugum karlmönnum.

Rannsóknir Páls hafa verið á sviði nútímasögu.

Þá vann Páll meðal annars að stórri rannsókn á því hvernig minningar um Jón Sigurðsson forseta hafa verið skapaðar og nýttar til að sameina Íslendinga og halda íslenska þjóðríkinu saman á 20. öld. Hin síðari misseri hefur hann einkum fengist við rannsóknir á deilum um íslensk ættarnöfn, allt frá miðri 19. öld til nútíðar, en deilurnar varpa ljósi á togstreituna milli ólíkra þjóðarímynda.

Páll fæddist í Reykjavík árið 1961 og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1981. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands 1986. Hann stundaði framhaldsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands og háskólana í Göttingen og Freiburg í Þýskalandi, og varði síðan doktorsritgerð í sagnfræði, Making the New Man: Liberal Politics and Associational Life in Leipzig, 1845–1871, við Rochesterháskóla í Bandaríkjunum árið 2000.

Páll hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar en meðal annars var hann styrkþegi við Institut für Europäische Geschichte í Mainz í Þýskalandi 1993 til 1994 og nýdoktor við Hugvísindastofnun HÍ frá 2000 til 2004. Þá hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 fyrir bók sína Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Páll var formaður Sagnfræðingafélags Íslands á árunum 2000-2004 og ritstjóri Sögu. Tímarits Sögufélags frá 2003 til 2008. Auk þess hefur hann ritstýrt verkum á sviði íslenskrar menningarsögu, skipulagt fyrirlestraraðir og ráðstefnur, og fjallað um bækur í fjölmiðlum.

Páll starfaði talsvert innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar frá 1999 til 2005 og tók þátt í stofnun AkureyrarAkademíunnar 2006. Samhliða sinnti hann kennslu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Bifröst. Hann var ráðinn lektor við Háskólann á Akureyri árið 2005 og er nú prófessor við sama skóla.

Mynd:

  • Úr safni PB.

Útgáfudagur

10.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2019. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76969.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 10. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76969

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2019. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76969>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað?
Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu, það er að segja á þeim samfélagsgerðum og menningu sem tók að skjóta rótum á Vesturlöndum á 18. öld. Í doktorsritgerð sinni fjallaði hann til dæmis um hugmyndaheim þýskra nationallíberala á 19. öld. Um var að ræða staðbundna rannsókn á samskiptaneti og menningarheimi ráðandi stjórnmálaafla í saxnesku borginni Leipzig á árunum 1845 til 1871. Eitt af markmiðum ritgerðarinnar var að greina hugmyndir líberala um það hverjir væru fullgildir einstaklingar og hvernig og/eða hvort þeir sem voru það ekki, gátu hugsanlega orðið að dyggðugum karlmönnum.

Rannsóknir Páls hafa verið á sviði nútímasögu.

Þá vann Páll meðal annars að stórri rannsókn á því hvernig minningar um Jón Sigurðsson forseta hafa verið skapaðar og nýttar til að sameina Íslendinga og halda íslenska þjóðríkinu saman á 20. öld. Hin síðari misseri hefur hann einkum fengist við rannsóknir á deilum um íslensk ættarnöfn, allt frá miðri 19. öld til nútíðar, en deilurnar varpa ljósi á togstreituna milli ólíkra þjóðarímynda.

Páll fæddist í Reykjavík árið 1961 og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1981. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands 1986. Hann stundaði framhaldsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands og háskólana í Göttingen og Freiburg í Þýskalandi, og varði síðan doktorsritgerð í sagnfræði, Making the New Man: Liberal Politics and Associational Life in Leipzig, 1845–1871, við Rochesterháskóla í Bandaríkjunum árið 2000.

Páll hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar en meðal annars var hann styrkþegi við Institut für Europäische Geschichte í Mainz í Þýskalandi 1993 til 1994 og nýdoktor við Hugvísindastofnun HÍ frá 2000 til 2004. Þá hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 fyrir bók sína Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Páll var formaður Sagnfræðingafélags Íslands á árunum 2000-2004 og ritstjóri Sögu. Tímarits Sögufélags frá 2003 til 2008. Auk þess hefur hann ritstýrt verkum á sviði íslenskrar menningarsögu, skipulagt fyrirlestraraðir og ráðstefnur, og fjallað um bækur í fjölmiðlum.

Páll starfaði talsvert innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar frá 1999 til 2005 og tók þátt í stofnun AkureyrarAkademíunnar 2006. Samhliða sinnti hann kennslu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Bifröst. Hann var ráðinn lektor við Háskólann á Akureyri árið 2005 og er nú prófessor við sama skóla.

Mynd:

  • Úr safni PB.
  • ...