Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Anh-Dao Katrín Tran er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna. Hún er virk í rannsóknum bæði á Íslandi og í Evrópulöndum.

Anh-Dao var þátttakandi í rannsóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Immigrant Students and School Communities in Four Nordic Countries árin 2013-2015, og Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar árin 2016-2018. Rannsóknaverkefni Anh-Dao í Evrópu eru meðal annars Quality in teacher education - joining forces through internationalisation (JOIN) árin 2018-2022 með Universiteter i Sørøst-Norge, A Comparative and Transferable Approach to Education for Democratic Citizenship árin 2018-1019, með Universitatea Din Craiova, Rúmeníu, Norforsk Network: Ungdom och social exclusion, identitet, lärande, territoriell, stigmatisering árin 2009-2013 og Nordiske nuancer i mødet med globale udfordringer (SPICA) árin 2015-2019 með háskólum á Norðurlöndum.

Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna.

Anh-Dao er meðhöfundur að tveimur bókum, Icelandic for Beginners og Íslensk-víetnömsk/víetnömsk-íslensk orðabók.

Anh-Dao fæddist í Nha-Trang, Viet-Nam árið 1959. Hún kom sem flóttamaður með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 1975. Hún kom fyrst til Íslands árið 1980. Anh-Dao lauk BA-prófi frá Dartmouth College í frönsku árið 1980 og MA-prófi frá Teachers College við Columbia University sem heyrnleysingjakennari árið 1984 og Dr. philos-prófi í menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Hún var nýdoktor við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (HÍ) árin 2015-2018 og er nú aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ.

Anh-Dao hefur hlotið riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og íslensks fjölmenningarsamfélags, viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag í þágu barna og réttinda þeirra og viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir frumkvæði að gerð orðabókar milli víetnömsku og íslensku.

Mynd:
  • Úr safni ADKT.

Útgáfudagur

11.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2019. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76974.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 11. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76974

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2019. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76974>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?
Anh-Dao Katrín Tran er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna. Hún er virk í rannsóknum bæði á Íslandi og í Evrópulöndum.

Anh-Dao var þátttakandi í rannsóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Immigrant Students and School Communities in Four Nordic Countries árin 2013-2015, og Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar árin 2016-2018. Rannsóknaverkefni Anh-Dao í Evrópu eru meðal annars Quality in teacher education - joining forces through internationalisation (JOIN) árin 2018-2022 með Universiteter i Sørøst-Norge, A Comparative and Transferable Approach to Education for Democratic Citizenship árin 2018-1019, með Universitatea Din Craiova, Rúmeníu, Norforsk Network: Ungdom och social exclusion, identitet, lärande, territoriell, stigmatisering árin 2009-2013 og Nordiske nuancer i mødet med globale udfordringer (SPICA) árin 2015-2019 með háskólum á Norðurlöndum.

Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna.

Anh-Dao er meðhöfundur að tveimur bókum, Icelandic for Beginners og Íslensk-víetnömsk/víetnömsk-íslensk orðabók.

Anh-Dao fæddist í Nha-Trang, Viet-Nam árið 1959. Hún kom sem flóttamaður með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 1975. Hún kom fyrst til Íslands árið 1980. Anh-Dao lauk BA-prófi frá Dartmouth College í frönsku árið 1980 og MA-prófi frá Teachers College við Columbia University sem heyrnleysingjakennari árið 1984 og Dr. philos-prófi í menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Hún var nýdoktor við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (HÍ) árin 2015-2018 og er nú aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ.

Anh-Dao hefur hlotið riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og íslensks fjölmenningarsamfélags, viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag í þágu barna og réttinda þeirra og viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir frumkvæði að gerð orðabókar milli víetnömsku og íslensku.

Mynd:
  • Úr safni ADKT.

...