Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?

JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:
Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég veit alveg að ég mun þurfa að vera með starfsferilsskrá í starfsumsóknirnar mínar. Takk fyrir að svara.

Á vefsíðu Háskóla Íslands er að finna ágætis leiðbeiningar um hvað eigi að koma fram í ferilskrá og kynningarbréfi sem oft er sent með henni.

Ferilskrá þarf meðal annars að innihalda:
  • Persónuupplýsingar
  • Upplýsingar um menntun og starfsreynslu
  • Upplýsingar um umsagnaraðila

Helstu persónuupplýsingar eru nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

Yfirleitt er upplýsingum um menntum og starfsreynslu raðað þannig að nám sem síðast var lokið eða það sem nú er stundað, birtist fyrst. Það sama á við um starfsreynslu. Gott er að láta starfsheiti og ábyrgðarsvið fylgja með. Einnig er heppilegt að telja upp tungumála- og tölvukunnáttu og einnig aðra liði eins og helstu félagsstörf og áhugamál.

Ferilskrá á ekki að vera of löng. Skopmynd sem sýnir atvinnuumsækjanda með 17.000 síðna ferilskrá!

Æskilegast er að hafa tvo umsagnaraðila og tilgreina nöfn, stöðu og símanúmer þeirra. Umsagnaraðilar geta til dæmis verið kennarar og fyrrverandi eða núverandi yfirmenn.

Kynningarbréf eru oft send með ferilskrám. Í þeim er meðal annars hægt að kynna umsækjandann nánar og segja frá því af hverju hann hefur áhuga á að sækja um starfið.

Áður en menn setja saman ferilskrá er gagnlegt að skoða dæmi um ferilskrár. Á síðu Náms- og starfsráðgjafar HÍ eru sýnd nokkur dæmi sem hægt er að nota til hliðsjónar og einnig er hægt að skoða ferilskrár á til dæmis ensku með því að setja leitarorð eins og 'cv template' eða 'cv resume' inn í leitarvélar.

Frekara lesefni

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

17.4.2019

Spyrjandi

Jane María Ólafsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá? “ Vísindavefurinn, 17. apríl 2019. Sótt 9. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=77425.

JGÞ. (2019, 17. apríl). Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77425

JGÞ. „Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá? “ Vísindavefurinn. 17. apr. 2019. Vefsíða. 9. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég veit alveg að ég mun þurfa að vera með starfsferilsskrá í starfsumsóknirnar mínar. Takk fyrir að svara.

Á vefsíðu Háskóla Íslands er að finna ágætis leiðbeiningar um hvað eigi að koma fram í ferilskrá og kynningarbréfi sem oft er sent með henni.

Ferilskrá þarf meðal annars að innihalda:
  • Persónuupplýsingar
  • Upplýsingar um menntun og starfsreynslu
  • Upplýsingar um umsagnaraðila

Helstu persónuupplýsingar eru nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

Yfirleitt er upplýsingum um menntum og starfsreynslu raðað þannig að nám sem síðast var lokið eða það sem nú er stundað, birtist fyrst. Það sama á við um starfsreynslu. Gott er að láta starfsheiti og ábyrgðarsvið fylgja með. Einnig er heppilegt að telja upp tungumála- og tölvukunnáttu og einnig aðra liði eins og helstu félagsstörf og áhugamál.

Ferilskrá á ekki að vera of löng. Skopmynd sem sýnir atvinnuumsækjanda með 17.000 síðna ferilskrá!

Æskilegast er að hafa tvo umsagnaraðila og tilgreina nöfn, stöðu og símanúmer þeirra. Umsagnaraðilar geta til dæmis verið kennarar og fyrrverandi eða núverandi yfirmenn.

Kynningarbréf eru oft send með ferilskrám. Í þeim er meðal annars hægt að kynna umsækjandann nánar og segja frá því af hverju hann hefur áhuga á að sækja um starfið.

Áður en menn setja saman ferilskrá er gagnlegt að skoða dæmi um ferilskrár. Á síðu Náms- og starfsráðgjafar HÍ eru sýnd nokkur dæmi sem hægt er að nota til hliðsjónar og einnig er hægt að skoða ferilskrár á til dæmis ensku með því að setja leitarorð eins og 'cv template' eða 'cv resume' inn í leitarvélar.

Frekara lesefni

Mynd:

...