Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum?

Stefán Ingi Valdimarsson

Allar útsendingar með útvarpsbylgjum byggja á notkun svokallaðra burðarbylgna, hvort sem um er að ræða hljóðvarp eða sjónvarp. Þá er einföld bylgja með útsendingartíðninni mótuð með merkinu sem senda á út og samsvarar annaðhvort hljóði eða mynd eftir atvikum.

Útvarps- og sjónvarpsstöðvum er úhlutað ákveðinni tíðni fyrir útsendingar sínar. Meginuppistaðan í útsendingu þeirra er regluleg sínusbylgja með þessari tíðni. Þannig sendir Ríkisútvarpið í Reykjavík (Rás 1) út reglulega bylgju með tíðninni 93,5 MHz eða 93,5 milljón sveiflur á sekúndu. Ofan á þessa burðarbylgju er síðan bætt hljóði eða mynd.

Fyrir útvarpssendingar eru tvær aðferðir sem koma til greina. Annars vegar er styrkmótun (amplitude modulation, AM) þar sem styrk burðarbylgjunnar er breytt til að endurspegla styrk merkisins. Þessari aðferð var beitt við útvarpssendingar lengi vel vegna þess að hún er auðveld í framkvæmd. Hún skilar þó minni gæðum en hin aðferðin, tíðnimótun (frequency modulation, FM). Í tíðnimótaðri útvarpssendingu er burðarbylgjan alltaf send út með föstum styrk. Til þess að koma hljóðinu til skila er tíðni bylgjunnar hnikað örlítið til og frá til að endurspegla styrk merkisins. Þessi aðferð skilar meiri gæðum en er nokkuð erfiðari í framkvæmd og krefst hærri tíðni á burðarbylgju. Sjónvarpsútsendingar eru ávallt tíðnimótaðar.

Sem einfalt dæmi um mótun bylgna fyrir útsendingu getum við skoðað mynd:

Hér er merkið einföld sínusbylgja af mun lægri tíðni en burðarbylgjan. Eftir mótunina yrði útsenda merkið svona:



Myndir eru úr bókinni Rafsegulmagn og nútímaeðlisfræði eftir Davíð Þorsteinsson.

Sjá einnig Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið? eftir Þorstein Vilhjálmsson.

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.8.2000

Spyrjandi

Bragi Kristjánsson

Efnisorð

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2000, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=775.

Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 11. ágúst). Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=775

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2000. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=775>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum?
Allar útsendingar með útvarpsbylgjum byggja á notkun svokallaðra burðarbylgna, hvort sem um er að ræða hljóðvarp eða sjónvarp. Þá er einföld bylgja með útsendingartíðninni mótuð með merkinu sem senda á út og samsvarar annaðhvort hljóði eða mynd eftir atvikum.

Útvarps- og sjónvarpsstöðvum er úhlutað ákveðinni tíðni fyrir útsendingar sínar. Meginuppistaðan í útsendingu þeirra er regluleg sínusbylgja með þessari tíðni. Þannig sendir Ríkisútvarpið í Reykjavík (Rás 1) út reglulega bylgju með tíðninni 93,5 MHz eða 93,5 milljón sveiflur á sekúndu. Ofan á þessa burðarbylgju er síðan bætt hljóði eða mynd.

Fyrir útvarpssendingar eru tvær aðferðir sem koma til greina. Annars vegar er styrkmótun (amplitude modulation, AM) þar sem styrk burðarbylgjunnar er breytt til að endurspegla styrk merkisins. Þessari aðferð var beitt við útvarpssendingar lengi vel vegna þess að hún er auðveld í framkvæmd. Hún skilar þó minni gæðum en hin aðferðin, tíðnimótun (frequency modulation, FM). Í tíðnimótaðri útvarpssendingu er burðarbylgjan alltaf send út með föstum styrk. Til þess að koma hljóðinu til skila er tíðni bylgjunnar hnikað örlítið til og frá til að endurspegla styrk merkisins. Þessi aðferð skilar meiri gæðum en er nokkuð erfiðari í framkvæmd og krefst hærri tíðni á burðarbylgju. Sjónvarpsútsendingar eru ávallt tíðnimótaðar.

Sem einfalt dæmi um mótun bylgna fyrir útsendingu getum við skoðað mynd:

Hér er merkið einföld sínusbylgja af mun lægri tíðni en burðarbylgjan. Eftir mótunina yrði útsenda merkið svona:



Myndir eru úr bókinni Rafsegulmagn og nútímaeðlisfræði eftir Davíð Þorsteinsson.

Sjá einnig Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið? eftir Þorstein Vilhjálmsson....