Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Rósa Magnúsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Helstu rannsóknasvið Ásdísar eru franskar miðaldabókmenntir, útbreiðsla „efniviðarins frá Bretagne“, þýðingar og viðtökur franskra bókmennta á Íslandi og í Skandinavíu. Hún er þátttakandi í verkefninu „La matière arthurienne aux XIVe-XVIe siècles en Europe“ (LATE) og einn af ritstjórum þess.

Ásdís stundar rannsóknir á viðtökum og þýðingum á frönskum bókmenntum á Íslandi í gegnum aldirnar og hefur sérstakan áhuga á viðtökum franskra smásagna og ævintýra. Hún vinnur að útgáfu smásagnasafns á íslensku með úrvali af smásögum eftir franskar konur. Ásdís tók nýlega þátt í að stofna rannsóknastofu í smásögum og styttri textum sem starfrækt er á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Helstu rannsóknasvið Ásdísar eru franskar miðaldabókmenntir, útbreiðsla „efniviðarins frá Bretagne“, þýðingar og viðtökur franskra bókmennta á Íslandi og í Skandinavíu.

Einnig hefur hún fengist við þýðingar úr frönsku á smásögum og lengri verkum frá ólíkum tímabilum, allt frá 12. öld til 21. aldar. Meðal þeirra verka sem hún hefur þýtt eru Útlendingurinn eftir Albert Camus, Rangan og réttan, Brúðkaup, Sumar. Þrjú ritgerðasöfn eftir Albert Camus, Sagan um gralinn (Le conte du graal) eftir Chrétien de Troyes, Quatre sagas légendaires, La Petite Saga de Tristan et autres sagas islandaises, La géante dans la barque de pierre et autres contes d’Islande og fjölmörg smærri verk. Hún vinnur nú að þýðingu á riddarasögunni Kerruriddarinn (Lancelot) eftir Chrétien de Troyes og úrvali esseyja eftir Michel de Montaigne.

Samspil hugmyndasögu og bókmennta eru eitt af áhugasviðum hennar og hún hefur stýrt málstofum og málþingi um birtingarmyndir syndarinnar í bókmenntum.

Ásdís hefur einnig sinnt ritstjórn og hefur meðal annars ritstýrt Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, og Milli mála – tímarit um tungumál og menningu. Hún situr í ritnefnd Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og er stjórnarformaður Vigdísarstofnunar – Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.

Ásdís Rósa Magnúsdóttir er fædd árið 1964. Hún er prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, stundaði nám í frönsku máli og bókmenntum (Lettres modernes) við Stendhal-háskólann í Grenoble frá 1988-1997 og lauk þaðan doktorsnámi í frönskum bókmenntum miðalda og endurreisnar árið 1997. Hún hefur kennt við Háskóla Íslands frá 1997.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

27.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Rósa Magnúsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2019. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77652.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 27. maí). Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Rósa Magnúsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77652

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Rósa Magnúsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2019. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77652>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Rósa Magnúsdóttir stundað?
Helstu rannsóknasvið Ásdísar eru franskar miðaldabókmenntir, útbreiðsla „efniviðarins frá Bretagne“, þýðingar og viðtökur franskra bókmennta á Íslandi og í Skandinavíu. Hún er þátttakandi í verkefninu „La matière arthurienne aux XIVe-XVIe siècles en Europe“ (LATE) og einn af ritstjórum þess.

Ásdís stundar rannsóknir á viðtökum og þýðingum á frönskum bókmenntum á Íslandi í gegnum aldirnar og hefur sérstakan áhuga á viðtökum franskra smásagna og ævintýra. Hún vinnur að útgáfu smásagnasafns á íslensku með úrvali af smásögum eftir franskar konur. Ásdís tók nýlega þátt í að stofna rannsóknastofu í smásögum og styttri textum sem starfrækt er á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Helstu rannsóknasvið Ásdísar eru franskar miðaldabókmenntir, útbreiðsla „efniviðarins frá Bretagne“, þýðingar og viðtökur franskra bókmennta á Íslandi og í Skandinavíu.

Einnig hefur hún fengist við þýðingar úr frönsku á smásögum og lengri verkum frá ólíkum tímabilum, allt frá 12. öld til 21. aldar. Meðal þeirra verka sem hún hefur þýtt eru Útlendingurinn eftir Albert Camus, Rangan og réttan, Brúðkaup, Sumar. Þrjú ritgerðasöfn eftir Albert Camus, Sagan um gralinn (Le conte du graal) eftir Chrétien de Troyes, Quatre sagas légendaires, La Petite Saga de Tristan et autres sagas islandaises, La géante dans la barque de pierre et autres contes d’Islande og fjölmörg smærri verk. Hún vinnur nú að þýðingu á riddarasögunni Kerruriddarinn (Lancelot) eftir Chrétien de Troyes og úrvali esseyja eftir Michel de Montaigne.

Samspil hugmyndasögu og bókmennta eru eitt af áhugasviðum hennar og hún hefur stýrt málstofum og málþingi um birtingarmyndir syndarinnar í bókmenntum.

Ásdís hefur einnig sinnt ritstjórn og hefur meðal annars ritstýrt Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, og Milli mála – tímarit um tungumál og menningu. Hún situr í ritnefnd Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og er stjórnarformaður Vigdísarstofnunar – Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.

Ásdís Rósa Magnúsdóttir er fædd árið 1964. Hún er prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, stundaði nám í frönsku máli og bókmenntum (Lettres modernes) við Stendhal-háskólann í Grenoble frá 1988-1997 og lauk þaðan doktorsnámi í frönskum bókmenntum miðalda og endurreisnar árið 1997. Hún hefur kennt við Háskóla Íslands frá 1997.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...