Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?

Jón G. Friðjónsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum?

Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er yngsta/(yngri) kynslóðin notaði sokkabönd til þess að halda upp um sig sokkum. Í Íslenskri orðabók er tilgreind merkingin ‘æskuár, unglingsár’ (Íob) en Sigfús Blöndal gefur merkinguna ‘Ungdomsaar, (den grönne) Ungdom’ (SBl). Notkunardæmi:

Á sínum sokkabandsárum var hún vinnukona hjá foreldrum mínum (f20 (EyjGMinn I, 99)).

Elsta dæmi um orðið er frá síðari hluta 19. aldar:

Hann leiðir þar og rök að því að þessi siður [að segja ‘Guð hjálpi þér’ þegar e-r hnerrar] eigi rót sína að rekja fram í römmustu heiðni, fram á sokkabandsár mannkynsins (s19 (Huld II, 156 (ÓlDav))).

Nafnorðið duggaraband (hk.) merkir ‘gróft ullarband’ og elsta dæmi um það er frá 17. öld:

Sesselja spyr, systir mín, hvort ei viljir senda nokkuð duggaraband meira eður minna að láta þær prjóna (AM 1058 4to (1670) (OHR)).

Nafnorðið sokkabandsár vísar til þess æviskeiðs er yngsta eða yngri kynslóðin notaði sokkabönd til þess að halda upp um sig sokkum. Duggaraband merkir ‘gróft ullarband’ og duggarabandsár vísar trúlega til þess að fatnaður barna breytist þegar þau komast á legg, verður grófari.

Nafnorðið duggarabandsár (hk.) virðist merkja ‘æsku- eða táningsár; prakkaraár’ og vísar þá trúlega til þess að fatnaður barna breytist er þau komast nokkuð á legg, verður grófari. Í Íslenskri orðabók er merkingin talin ‘æsku- eða unglingsár (Íob) en í Blöndalsbók ‘Ungdomsaar, Labansalder, Lömmelalder’.

Dæmi um duggarabandsár eru talsvert eldri en dæmi um sokkabandsár, sjá hér á eftir. Athygli vekur að samkvæmt Íob er enginn munur á sokkabandsárum og duggarabandsárum en í Orðabók Sigfúsar Blöndals er munurinn talsverður eins og fram kom hér á undan. Í Brekkukotsannál eftir Halldór Kiljan Laxness kemur einnig fram munur á þessum orðum, samanber:

hefur ‘gáfan’ forðað mér frá óþægindum ... undir það sem sokkabandsár mín fóru að nálgast duggarabandið (m20 (HKLBrekk 140)).

Við lauslega athugun á seðlasafni Orðabókar Háskólans, helstu orðabókum íslenskum og öðrum gögnum virðist mega lýsa merkingu og notkun orðsins duggarabandsár svo:

1. ‘æsku- eða unglingsár’:
á okkar duggarabandsárum, þegar Austurvöllur var eitt flag (ms19 (BGröndRit IV, 110)).

2. ‘skeið lægingar’:
Á verstu duggarabandsárum íslenskunnar er þetta orðskrípi [þ.e. deyðurinn] að finna í sálmakveðskapnum (Fjallk 1898, 162);
En það voru duggarabandsár latínuletursins; nú hefur það víðast hvar náð sér aftur (Fjöln VIII, 29 (1845)).

Miðað við notkun í nútímamáli virðst tvennt hafa gerst: (1) síðari liður duggarabandsára er naumast lengur notaður og (2) merking sokkabandsára og duggarabandsára virðist hafa fallið saman, sbr. Íob.

Heimildir:
  • Íslensk orðabók.
  • Orðabók Blöndals.
  • f20 (EyjGMinn I, 99)
  • Huld II. Safn alþýðlegra fræða íslenzkra.
  • (AM 1058 4to (1670) (OHR) - Handrit í Árnasafni.
  • Halldór Kiljan Laxness. Brekkukotsannáll. (1957).
  • Benedikt Gröndal. Ritsafn I-V. (1948-1954).
  • Fjallkonan. (1898).
  • Fjölnir VIII. Árs-rit handa Íslendíngum. (1845).


Þetta svar er fengið úr Málfarsbankanum á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

Höfundur

Jón G. Friðjónsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.2.2020

Spyrjandi

Hrólfur Eyjólfsson

Tilvísun

Jón G. Friðjónsson. „Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2020. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77939.

Jón G. Friðjónsson. (2020, 17. febrúar). Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77939

Jón G. Friðjónsson. „Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2020. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77939>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum?

Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er yngsta/(yngri) kynslóðin notaði sokkabönd til þess að halda upp um sig sokkum. Í Íslenskri orðabók er tilgreind merkingin ‘æskuár, unglingsár’ (Íob) en Sigfús Blöndal gefur merkinguna ‘Ungdomsaar, (den grönne) Ungdom’ (SBl). Notkunardæmi:

Á sínum sokkabandsárum var hún vinnukona hjá foreldrum mínum (f20 (EyjGMinn I, 99)).

Elsta dæmi um orðið er frá síðari hluta 19. aldar:

Hann leiðir þar og rök að því að þessi siður [að segja ‘Guð hjálpi þér’ þegar e-r hnerrar] eigi rót sína að rekja fram í römmustu heiðni, fram á sokkabandsár mannkynsins (s19 (Huld II, 156 (ÓlDav))).

Nafnorðið duggaraband (hk.) merkir ‘gróft ullarband’ og elsta dæmi um það er frá 17. öld:

Sesselja spyr, systir mín, hvort ei viljir senda nokkuð duggaraband meira eður minna að láta þær prjóna (AM 1058 4to (1670) (OHR)).

Nafnorðið sokkabandsár vísar til þess æviskeiðs er yngsta eða yngri kynslóðin notaði sokkabönd til þess að halda upp um sig sokkum. Duggaraband merkir ‘gróft ullarband’ og duggarabandsár vísar trúlega til þess að fatnaður barna breytist þegar þau komast á legg, verður grófari.

Nafnorðið duggarabandsár (hk.) virðist merkja ‘æsku- eða táningsár; prakkaraár’ og vísar þá trúlega til þess að fatnaður barna breytist er þau komast nokkuð á legg, verður grófari. Í Íslenskri orðabók er merkingin talin ‘æsku- eða unglingsár (Íob) en í Blöndalsbók ‘Ungdomsaar, Labansalder, Lömmelalder’.

Dæmi um duggarabandsár eru talsvert eldri en dæmi um sokkabandsár, sjá hér á eftir. Athygli vekur að samkvæmt Íob er enginn munur á sokkabandsárum og duggarabandsárum en í Orðabók Sigfúsar Blöndals er munurinn talsverður eins og fram kom hér á undan. Í Brekkukotsannál eftir Halldór Kiljan Laxness kemur einnig fram munur á þessum orðum, samanber:

hefur ‘gáfan’ forðað mér frá óþægindum ... undir það sem sokkabandsár mín fóru að nálgast duggarabandið (m20 (HKLBrekk 140)).

Við lauslega athugun á seðlasafni Orðabókar Háskólans, helstu orðabókum íslenskum og öðrum gögnum virðist mega lýsa merkingu og notkun orðsins duggarabandsár svo:

1. ‘æsku- eða unglingsár’:
á okkar duggarabandsárum, þegar Austurvöllur var eitt flag (ms19 (BGröndRit IV, 110)).

2. ‘skeið lægingar’:
Á verstu duggarabandsárum íslenskunnar er þetta orðskrípi [þ.e. deyðurinn] að finna í sálmakveðskapnum (Fjallk 1898, 162);
En það voru duggarabandsár latínuletursins; nú hefur það víðast hvar náð sér aftur (Fjöln VIII, 29 (1845)).

Miðað við notkun í nútímamáli virðst tvennt hafa gerst: (1) síðari liður duggarabandsára er naumast lengur notaður og (2) merking sokkabandsára og duggarabandsára virðist hafa fallið saman, sbr. Íob.

Heimildir:
  • Íslensk orðabók.
  • Orðabók Blöndals.
  • f20 (EyjGMinn I, 99)
  • Huld II. Safn alþýðlegra fræða íslenzkra.
  • (AM 1058 4to (1670) (OHR) - Handrit í Árnasafni.
  • Halldór Kiljan Laxness. Brekkukotsannáll. (1957).
  • Benedikt Gröndal. Ritsafn I-V. (1948-1954).
  • Fjallkonan. (1898).
  • Fjölnir VIII. Árs-rit handa Íslendíngum. (1845).


Þetta svar er fengið úr Málfarsbankanum á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Mynd:...