Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hugtakið falsfréttir hefur að undanförnu orðið æ meira áberandi í umræðu um lýðræði, vísindi og traust almennings. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða vísindalega þekkingu, staðreyndir og túlkun á þeim, oftar en ekki í þágu tiltekinna hagsmunaaðila og -afla.
Á málþinginu verður fjallað um hugtakið falsfréttir og leitast við að svara þeirri spurningu hvort vísindin eigi svar við falsfréttum og þá hvert?
Dagskrá
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands – setning
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands – ávarp
Finnur Dellsén, dósent í heimspeki – Hvers konar falsfréttir eru verstar?
Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og fréttastjóri – „Ég sagði þetta aldrei“
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði – Falsfréttir og popúlísk pólitík
Erna Magnúsdóttir, dósent í sameindalíffræði – Er almenningur blekktur með falsvísindum?
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, upphafsmaður og fyrrv. ritstjóri Vísindavefs HÍ - Lokaorð
Að afmælismálþingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar.
Öll velkomin.