Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?

Gunnlaugur Björnsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég skil ekki hvers vegna sólarupprásin getur færst fram um aðeins 83 mín frá 1.1. til 8.2. meðan sólarlagið færist aftur um 98 mínútur á sama tíma (tölur úr Almanaki Þjóðvinafélagsins)?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega: Það að vegna þess að hádegið færist til, það er ekki alltaf á sama tíma dagsins að sólin er í hásuðri (hæst á lofti).

Sólin er ekki alltaf á sama tíma dagsins í hásuðri og hádegið færist þess vegna til. Myndin sýnir sólarupprás og er tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni 8. apríl 2015.

Hinn 1. jan. eru jafn margar mínútur frá sólarupprás til hádegis og frá hádegi til sólseturs (132 mínútur í Reykjavík).

Á sama hátt eru líka jafn margar mínútur frá sólarupprás til hádegis hinn 8. feb. og frá hádegi til sólseturs (235 mín).

Á þessum tíma hefur sólarupprásin færst framar um 92 mínútur en sólsetrið aftar um 114 mínútur. Mismunurinn er 22 mínútur sem skiptist að jöfnu á milli sólarupprásar og sólseturs því hádegið hefur á sama tímabili færst frá kl. 13:31 til 13:42, það er um 11 mínútur.

Mynd:

Höfundur

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

13.2.2020

Spyrjandi

Eggert Aðalsteinsson

Tilvísun

Gunnlaugur Björnsson. „Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2020, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78656.

Gunnlaugur Björnsson. (2020, 13. febrúar). Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78656

Gunnlaugur Björnsson. „Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2020. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78656>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég skil ekki hvers vegna sólarupprásin getur færst fram um aðeins 83 mín frá 1.1. til 8.2. meðan sólarlagið færist aftur um 98 mínútur á sama tíma (tölur úr Almanaki Þjóðvinafélagsins)?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega: Það að vegna þess að hádegið færist til, það er ekki alltaf á sama tíma dagsins að sólin er í hásuðri (hæst á lofti).

Sólin er ekki alltaf á sama tíma dagsins í hásuðri og hádegið færist þess vegna til. Myndin sýnir sólarupprás og er tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni 8. apríl 2015.

Hinn 1. jan. eru jafn margar mínútur frá sólarupprás til hádegis og frá hádegi til sólseturs (132 mínútur í Reykjavík).

Á sama hátt eru líka jafn margar mínútur frá sólarupprás til hádegis hinn 8. feb. og frá hádegi til sólseturs (235 mín).

Á þessum tíma hefur sólarupprásin færst framar um 92 mínútur en sólsetrið aftar um 114 mínútur. Mismunurinn er 22 mínútur sem skiptist að jöfnu á milli sólarupprásar og sólseturs því hádegið hefur á sama tímabili færst frá kl. 13:31 til 13:42, það er um 11 mínútur.

Mynd:...