Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér?

Stefán Ingi Valdimarsson

Þegar vísindamenn settu fyrst fram kenningar um andefni héldu ýmsir að það hefði neikvæðan massa og myndi því hrinda venjulegu efni frá sér. Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að búa til andþyngdarafl? þá kom í ljós þegar mönnum tókst að búa til andefni að það hefur jákvæðan massa. Þyngdarkrafturinn frá því dregur þess vegna efni til sín þó að erfitt verði að mæla hann beint vegna þess hversu veikur hann er í samanburði við aðra krafta sem koma óhjákvæmilega við sögu þegar andefni hér á jörðinni er annars vegar.

Einnig ef eind hefur rafhleðslu þá hefur tilsvarandi andeind gagnstæða hleðslu, til dæmis hefur rafeind neikvæða hleðslu og andeind hennar, sem kölluð er jáeind, hefur jafnstóra en jákvæða hleðslu. Þær dragast því einnig hvor að annari með rafkröftum.

Nánar má lesa um andefni í svörum á Vísindavefnum við spurningunum Hvað er andefni? og Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap? eftir Þorstein Vilhjálmsson.

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

15.8.2000

Spyrjandi

Andri Pálsson, f. 1980

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=789.

Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 15. ágúst). Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=789

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=789>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér?
Þegar vísindamenn settu fyrst fram kenningar um andefni héldu ýmsir að það hefði neikvæðan massa og myndi því hrinda venjulegu efni frá sér. Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að búa til andþyngdarafl? þá kom í ljós þegar mönnum tókst að búa til andefni að það hefur jákvæðan massa. Þyngdarkrafturinn frá því dregur þess vegna efni til sín þó að erfitt verði að mæla hann beint vegna þess hversu veikur hann er í samanburði við aðra krafta sem koma óhjákvæmilega við sögu þegar andefni hér á jörðinni er annars vegar.

Einnig ef eind hefur rafhleðslu þá hefur tilsvarandi andeind gagnstæða hleðslu, til dæmis hefur rafeind neikvæða hleðslu og andeind hennar, sem kölluð er jáeind, hefur jafnstóra en jákvæða hleðslu. Þær dragast því einnig hvor að annari með rafkröftum.

Nánar má lesa um andefni í svörum á Vísindavefnum við spurningunum Hvað er andefni? og Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap? eftir Þorstein Vilhjálmsson....