Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?

Haukur Már Helgason

Aðferð vestrænna vísinda og hugmynd þeirra um viðfangsefni sín eru allar aðrar en yogaheimspekinnar indversku.

Ýmsir hafa orðið til að benda á samsvörun í niðurstöðum vísindalegra athugana og þess kerfis sem vísindin hafa smíðað um heiminn annars vegar og helgisagna og heimshugmynda austrænna siða hins vegar. Merkustu helgi- og siðahefðir heimsins eru enda nógu ríkar til að rúma hliðstæður við nánast hvað sem er.

Menn sem eru fróðir um bæði indversku yogahefðina og vestræn vísindi eru ekki á hverju strái. En nærtækt dæmi þegar til umfjöllunar eru samliggjandi leiðir fornra og nýrra hugmynda er Demókrítos hinn gríski sem lagði fram frumeindakenningu um 500 árum fyrir Krist -- sagði allt efni vera gert úr ódeilum eða atómum og allur gangur heimsins og þær breytingar sem hlutir í honum undirgangast eigi sér stað í hreyfingu þessara einda. Hér mætti segja að efnafræði nútímans hafi nálgast hina grísku hugmynd. En tilgáta Demókrítosar var aðeins ein af mörgum sem komu fram í hinu frjósama Grikklandi fornaldar. Og engum undrum sætir í raun að einhver þeirra fari nærri því kerfi sem ein vísindagrein, efnafræðin, hefur sett um sitt viðfangsefni.

Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr innsýn yogaheimspekinga eða grískra heimspekinga í tilveruna, heldur fyrst og fremst til að benda á hve hált okkur getur orðið á því að tengja saman hugmyndir úr gerólíkum stöðum í tíma og rúmi. Oft er hætt við að slíkur samanburður risti grunnt.

Raunvísindin hafa leitað lengra síðan kenningin um frumeindir hlaut aftur hljómgrunn á nýöld. Atómin eru úrelt undirstaða í þeirri raunvísindagrein sem lengst skyggnist í athugun á gangi heimsins, eðlisfræðinni. Öreindir og kvarkar hafa tekið við af þeim og auk þess lýsir skammtafræðin heiminum með líkindahugtakið að vopni. Í tilraun til samþættingar þeirrar lýsingar á hinu smáa og lýsingar afstæðiskenningarinnar á hegðun þess sem fer hratt vinna menn nú meðal annars að svokallaðri strengjakenningu þar sem sett er fram sú mynd að undirstaða alls sem er séu ósýnilegir strengir með misjafna sveiflutíðni.

Hvort ríkjandi kenningar og lýsingar vísindamanna á heiminum muni í framtíðinni eiga sér augljósar hliðstæður innan yogafræða eða ekki er því óráðið enn.

Sjá svar Jóns Ólafssonar við spurningunni: Hvað eru vísindi?

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.8.2000

Spyrjandi

Ævar Már Óskarsson, f. 1983

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2000, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=794.

Haukur Már Helgason. (2000, 15. ágúst). Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=794

Haukur Már Helgason. „Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2000. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?
Aðferð vestrænna vísinda og hugmynd þeirra um viðfangsefni sín eru allar aðrar en yogaheimspekinnar indversku.

Ýmsir hafa orðið til að benda á samsvörun í niðurstöðum vísindalegra athugana og þess kerfis sem vísindin hafa smíðað um heiminn annars vegar og helgisagna og heimshugmynda austrænna siða hins vegar. Merkustu helgi- og siðahefðir heimsins eru enda nógu ríkar til að rúma hliðstæður við nánast hvað sem er.

Menn sem eru fróðir um bæði indversku yogahefðina og vestræn vísindi eru ekki á hverju strái. En nærtækt dæmi þegar til umfjöllunar eru samliggjandi leiðir fornra og nýrra hugmynda er Demókrítos hinn gríski sem lagði fram frumeindakenningu um 500 árum fyrir Krist -- sagði allt efni vera gert úr ódeilum eða atómum og allur gangur heimsins og þær breytingar sem hlutir í honum undirgangast eigi sér stað í hreyfingu þessara einda. Hér mætti segja að efnafræði nútímans hafi nálgast hina grísku hugmynd. En tilgáta Demókrítosar var aðeins ein af mörgum sem komu fram í hinu frjósama Grikklandi fornaldar. Og engum undrum sætir í raun að einhver þeirra fari nærri því kerfi sem ein vísindagrein, efnafræðin, hefur sett um sitt viðfangsefni.

Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr innsýn yogaheimspekinga eða grískra heimspekinga í tilveruna, heldur fyrst og fremst til að benda á hve hált okkur getur orðið á því að tengja saman hugmyndir úr gerólíkum stöðum í tíma og rúmi. Oft er hætt við að slíkur samanburður risti grunnt.

Raunvísindin hafa leitað lengra síðan kenningin um frumeindir hlaut aftur hljómgrunn á nýöld. Atómin eru úrelt undirstaða í þeirri raunvísindagrein sem lengst skyggnist í athugun á gangi heimsins, eðlisfræðinni. Öreindir og kvarkar hafa tekið við af þeim og auk þess lýsir skammtafræðin heiminum með líkindahugtakið að vopni. Í tilraun til samþættingar þeirrar lýsingar á hinu smáa og lýsingar afstæðiskenningarinnar á hegðun þess sem fer hratt vinna menn nú meðal annars að svokallaðri strengjakenningu þar sem sett er fram sú mynd að undirstaða alls sem er séu ósýnilegir strengir með misjafna sveiflutíðni.

Hvort ríkjandi kenningar og lýsingar vísindamanna á heiminum muni í framtíðinni eiga sér augljósar hliðstæður innan yogafræða eða ekki er því óráðið enn.

Sjá svar Jóns Ólafssonar við spurningunni: Hvað eru vísindi?...