Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Satan til?

Sigurjón Árni Eyjólfsson og Haukur Már Helgason

Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teiknimyndum eða rómantískum bókmenntum, nei. Sem persónugervingur þess sem er andstætt manninum er hann til -- sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir.
Hér er einnig svarað spurningu Hjálmars Baldurssonar, sama efnis.

Orðið eða nafnið Satan er hebreskt. Það er myndað af hebresku sögninni schatn er þýðir 'að fjandskapast, vera til meins og vera andsnúinn'. Sérnafnið Satan þýðir semsé andstæðingur, fjandmaður eða fjandi.

Í Gamla testamentinu kemur Satan fram á nokkrum stöðum og um hlutverk hans veitir Jobsbók okkur mestar upplýsingar. Í upphafi hennar dregur Satan í efa trúfesti Jobs, hvetur Guð til að prófa hann og segir: „Rétt út hönd þína og snert allt, sem hann á og mun hann þá formæla þér.“ (Job 1.11). Þannig er Satan andstæðingur mannsins. Biblían kallar hann því einnig á grísku diabollos sem er dregið af að rugla, rífa í sundur, splundra, blekkja og skapa óeiningu.

Satan hefur samkvæmt þessu það hlutverk á himnum að ákæra manninn frammi fyrir Guði. Hann er nokkurs konar saksóknari er leggur þrautir á Job svo hann bregðist og falli. Hann gerir þetta með því að skapa óeiningu með blekkingum og lygi.

En ákærandi mannsins fellur. Jesús segir í lok Matteusarguðspjalls, þegar hann er upprisinn: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. [...] Sjá, ég er með yður allt til enda veraldar.“ Og hann segir: „Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.“ Jesús notar hér myndmál. Slanga og höggormar eru tákn fjandskapar, hættu og illinda, enda stefnir nálægð við þau lífi ætíð í voða. En í yfirfærðri merkingu er slangan oft tákn syndarinnar og tákn um fall mannsins.

Hætturnar eru til staðar. Með blekkingu og lygi skapar Satan óeiningu og leiðir menn til syndar. Í freistingasögu Matteusarguðspjalls rífur djöfullinn orð ritningarinnar úr samhengi og reynir þannig að narra Jesú og freista hann til fylgilags við sig. En mistekst. Við getum, líkt og Jesús, spornað við freistingunum, stigið á höggorma og sporðdreka, við höfum vald yfir „öllu óvinarins veldi.“ Alls ekkert mun okkur þá mein gera.

Freistingin og syndin eru raunverulegar. Satan er nafn yfir þann eða það sem freistar og dregur til syndar.

Höfundar

stundakennari í guðfræði við HÍ

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.8.2000

Spyrjandi

Bríet Guðmundsdóttir, fædd 1989

Tilvísun

Sigurjón Árni Eyjólfsson og Haukur Már Helgason. „Er Satan til?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2000, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=795.

Sigurjón Árni Eyjólfsson og Haukur Már Helgason. (2000, 15. ágúst). Er Satan til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=795

Sigurjón Árni Eyjólfsson og Haukur Már Helgason. „Er Satan til?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2000. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=795>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Satan til?
Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teiknimyndum eða rómantískum bókmenntum, nei. Sem persónugervingur þess sem er andstætt manninum er hann til -- sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir.


Hér er einnig svarað spurningu Hjálmars Baldurssonar, sama efnis.

Orðið eða nafnið Satan er hebreskt. Það er myndað af hebresku sögninni schatn er þýðir 'að fjandskapast, vera til meins og vera andsnúinn'. Sérnafnið Satan þýðir semsé andstæðingur, fjandmaður eða fjandi.

Í Gamla testamentinu kemur Satan fram á nokkrum stöðum og um hlutverk hans veitir Jobsbók okkur mestar upplýsingar. Í upphafi hennar dregur Satan í efa trúfesti Jobs, hvetur Guð til að prófa hann og segir: „Rétt út hönd þína og snert allt, sem hann á og mun hann þá formæla þér.“ (Job 1.11). Þannig er Satan andstæðingur mannsins. Biblían kallar hann því einnig á grísku diabollos sem er dregið af að rugla, rífa í sundur, splundra, blekkja og skapa óeiningu.

Satan hefur samkvæmt þessu það hlutverk á himnum að ákæra manninn frammi fyrir Guði. Hann er nokkurs konar saksóknari er leggur þrautir á Job svo hann bregðist og falli. Hann gerir þetta með því að skapa óeiningu með blekkingum og lygi.

En ákærandi mannsins fellur. Jesús segir í lok Matteusarguðspjalls, þegar hann er upprisinn: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. [...] Sjá, ég er með yður allt til enda veraldar.“ Og hann segir: „Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.“ Jesús notar hér myndmál. Slanga og höggormar eru tákn fjandskapar, hættu og illinda, enda stefnir nálægð við þau lífi ætíð í voða. En í yfirfærðri merkingu er slangan oft tákn syndarinnar og tákn um fall mannsins.

Hætturnar eru til staðar. Með blekkingu og lygi skapar Satan óeiningu og leiðir menn til syndar. Í freistingasögu Matteusarguðspjalls rífur djöfullinn orð ritningarinnar úr samhengi og reynir þannig að narra Jesú og freista hann til fylgilags við sig. En mistekst. Við getum, líkt og Jesús, spornað við freistingunum, stigið á höggorma og sporðdreka, við höfum vald yfir „öllu óvinarins veldi.“ Alls ekkert mun okkur þá mein gera.

Freistingin og syndin eru raunverulegar. Satan er nafn yfir þann eða það sem freistar og dregur til syndar. ...