Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast stuðlaberg?

Sigurður Steinþórsson

Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.“ (Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands).


Skoðum þetta nánar: Hugsum okkur lárétt hraunlag sem er að storkna. Við yfirborðið stefnir hitinn á 0°C en vex hratt með dýpi í hrauninu og er yfir 1000°C á 1-2 m dýpi. Þannig eru á hverjum tíma jafnhitafletir í hraunlaginu sem færast hægt niður eftir því sem hraunið kólnar. Á einum tímapunkti gæti til dæmis verið 500°C flötur á 50 cm dýpi, 750°C flötur á 75 cm dýpi og 1000°C flötur á eins metra dýpi. Nokkrum vikum eða mánuðum seinna er 500°C flöturinn á 55 cm dýpi, og svo framvegis. Í Heimaey tók það til dæmis 40 m þykkt hraun 10 ár að kólna og springa niður í gegn þannig að vatn gæti hripað gegnum það.

Við kólnunarsamdráttinn myndast láréttar spennur í berginu: Flatarmál efnisins í tilteknum jafnhitafleti, sem þá er á sama dýpi alls staðar í hrauninu, verður það miklu minna en flatarmál hraunsins að teygja efnisins þolir það ekki og bergið brestur. Hliðar stuðla eru venjulega settar láréttum rákum („meitilförum"), 1-2 cm breiðum, sem hver um sig marka brot eða framrás sprungunnar niður á við.

Ástæða þess að stuðlar eru yfirleitt sexstrendir er sú, að sexstrendingur er sá fjölhyrningur sem er næstur hring að lögun en getur jafnframt fyllt flötinn. Jafnhliða þríhyrningur og ferningur geta einnig fyllt flöt, en eru fjarri hring að lögun; átthyrningur og tólfhyrningur nálgast hring en geta ekki fyllt upp flöt.

Ástæða þess að stuðlar eru hornréttir á kólnunarflöt er sú að jafnhitafletirnir færast inn í efnið samsíða kólnunarfletinum, þannig að lagið sem brestur (til dæmis 500°C kólnunarflöturinn) er samsíða kólnunarfletinum, en sexhyrndu sprungurnar sem myndast eru hornréttar á hann.


Mynd: Íslenska ljósmyndaþjónustan

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.8.2000

Spyrjandi

Jónas Jónsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast stuðlaberg?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2000, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=796.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 15. ágúst). Hvernig myndast stuðlaberg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=796

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast stuðlaberg?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2000. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=796>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast stuðlaberg?
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.“ (Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands).


Skoðum þetta nánar: Hugsum okkur lárétt hraunlag sem er að storkna. Við yfirborðið stefnir hitinn á 0°C en vex hratt með dýpi í hrauninu og er yfir 1000°C á 1-2 m dýpi. Þannig eru á hverjum tíma jafnhitafletir í hraunlaginu sem færast hægt niður eftir því sem hraunið kólnar. Á einum tímapunkti gæti til dæmis verið 500°C flötur á 50 cm dýpi, 750°C flötur á 75 cm dýpi og 1000°C flötur á eins metra dýpi. Nokkrum vikum eða mánuðum seinna er 500°C flöturinn á 55 cm dýpi, og svo framvegis. Í Heimaey tók það til dæmis 40 m þykkt hraun 10 ár að kólna og springa niður í gegn þannig að vatn gæti hripað gegnum það.

Við kólnunarsamdráttinn myndast láréttar spennur í berginu: Flatarmál efnisins í tilteknum jafnhitafleti, sem þá er á sama dýpi alls staðar í hrauninu, verður það miklu minna en flatarmál hraunsins að teygja efnisins þolir það ekki og bergið brestur. Hliðar stuðla eru venjulega settar láréttum rákum („meitilförum"), 1-2 cm breiðum, sem hver um sig marka brot eða framrás sprungunnar niður á við.

Ástæða þess að stuðlar eru yfirleitt sexstrendir er sú, að sexstrendingur er sá fjölhyrningur sem er næstur hring að lögun en getur jafnframt fyllt flötinn. Jafnhliða þríhyrningur og ferningur geta einnig fyllt flöt, en eru fjarri hring að lögun; átthyrningur og tólfhyrningur nálgast hring en geta ekki fyllt upp flöt.

Ástæða þess að stuðlar eru hornréttir á kólnunarflöt er sú að jafnhitafletirnir færast inn í efnið samsíða kólnunarfletinum, þannig að lagið sem brestur (til dæmis 500°C kólnunarflöturinn) er samsíða kólnunarfletinum, en sexhyrndu sprungurnar sem myndast eru hornréttar á hann.


Mynd: Íslenska ljósmyndaþjónustan...