Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er í „óspurðum fréttum“?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin var:

Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur?

Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti frá síðasta þriðjungi 16. aldar. Dæmi frá 1730 sýnir vel fyrri notkunina:
Síðan sagði hann sjálfur óspurt, að hann frá Grímsey róið hefði.

Hér er merkingin ‘án þess að hafa verið spurður’:

að hann muni segja sér í óspurðum fréttum eitthvað af henni.

Í þessu dæmi frá miðri 19. öld er átt við að ekki hafi verið spurt um fréttir.

Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um lýsingarorðið óspurður að minnsta kosti frá síðasta þriðjungi 16. aldar. Dæmi frá 1730 sýnir vel aðra notkun orðsins: „Síðan sagði hann sjálfur óspurt, að hann frá Grímsey róið hefði.“

Spurður er lýsingarháttur þátíðar af sögninni spyrja og forskeytið ó- gefur lýsingarhættinum neikvæða merkingu. Óspurður er því myndað eins og fjölmörg önnur sambærileg orð eftir íslenskum orðmyndunarreglum.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.9.2020

Spyrjandi

Haraldur Gústafsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er í „óspurðum fréttum“?“ Vísindavefurinn, 15. september 2020. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=79639.

Guðrún Kvaran. (2020, 15. september). Hvað er í „óspurðum fréttum“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79639

Guðrún Kvaran. „Hvað er í „óspurðum fréttum“?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2020. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79639>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er í „óspurðum fréttum“?
Upprunalega spurningin var:

Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur?

Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti frá síðasta þriðjungi 16. aldar. Dæmi frá 1730 sýnir vel fyrri notkunina:
Síðan sagði hann sjálfur óspurt, að hann frá Grímsey róið hefði.

Hér er merkingin ‘án þess að hafa verið spurður’:

að hann muni segja sér í óspurðum fréttum eitthvað af henni.

Í þessu dæmi frá miðri 19. öld er átt við að ekki hafi verið spurt um fréttir.

Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um lýsingarorðið óspurður að minnsta kosti frá síðasta þriðjungi 16. aldar. Dæmi frá 1730 sýnir vel aðra notkun orðsins: „Síðan sagði hann sjálfur óspurt, að hann frá Grímsey róið hefði.“

Spurður er lýsingarháttur þátíðar af sögninni spyrja og forskeytið ó- gefur lýsingarhættinum neikvæða merkingu. Óspurður er því myndað eins og fjölmörg önnur sambærileg orð eftir íslenskum orðmyndunarreglum.

Heimild:

Mynd:...