Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðsins að selflytja?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi?

Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkurn spöl í einu).’

Sögnin að selflytja tengist búskaparháttum fyrri tíma. Á myndinni er verið að selflytja saltfisk.

Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili (s. 61–62) segir frá því að fyrr á öldum hafi verið alsiða að búsmali var hafður í seli á sumrin einkum ef hagar voru litlir heima við. Selin voru reist langt frá bæjunum þar sem fengust kjarnmeiri og betri hagar en heima við. Þangað var farið með kindur og kýr. Í selinu var jafnan ein kona, stundum tvær eða þrjár ef féð var margt og síðan smalinn. Ærnar voru mjólkaðar, mjólkin strokkuð og búið til smjör eða hún var hleypt í skyr. Bóndinn, eða einhver annar á bænum, kom annan eða þriðja hvern dag til að flytja smjör og skyr til vetrarins. Tilgáta mín er að þannig hafi sögnin selflytja komist í notkun og síðan breytt lítillega um merkingu þegar selsferðir lögðust af.

Heimildir og mynd:

  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Jónas Jónasson frá Hrafnagili. 1961. Íslenzkir þjóðhættir. Einar Ól. Sveinsson bjó undir prentun. Ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
  • Mynd: Lemúrinn. Höfundur myndar: Willem van de Poll. Myndin varðveitt á Þjóðskjalasafni Hollands, Nationaal Archief. (Sótt 29.10.2020).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.2.2021

Spyrjandi

Gauti Fannar Gestsson, Heiðrún Rósa Sverrisdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins að selflytja?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2021. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80155.

Guðrún Kvaran. (2021, 3. febrúar). Hver er uppruni orðsins að selflytja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80155

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins að selflytja?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2021. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80155>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins að selflytja?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi?

Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkurn spöl í einu).’

Sögnin að selflytja tengist búskaparháttum fyrri tíma. Á myndinni er verið að selflytja saltfisk.

Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili (s. 61–62) segir frá því að fyrr á öldum hafi verið alsiða að búsmali var hafður í seli á sumrin einkum ef hagar voru litlir heima við. Selin voru reist langt frá bæjunum þar sem fengust kjarnmeiri og betri hagar en heima við. Þangað var farið með kindur og kýr. Í selinu var jafnan ein kona, stundum tvær eða þrjár ef féð var margt og síðan smalinn. Ærnar voru mjólkaðar, mjólkin strokkuð og búið til smjör eða hún var hleypt í skyr. Bóndinn, eða einhver annar á bænum, kom annan eða þriðja hvern dag til að flytja smjör og skyr til vetrarins. Tilgáta mín er að þannig hafi sögnin selflytja komist í notkun og síðan breytt lítillega um merkingu þegar selsferðir lögðust af.

Heimildir og mynd:

  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Jónas Jónasson frá Hrafnagili. 1961. Íslenzkir þjóðhættir. Einar Ól. Sveinsson bjó undir prentun. Ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
  • Mynd: Lemúrinn. Höfundur myndar: Willem van de Poll. Myndin varðveitt á Þjóðskjalasafni Hollands, Nationaal Archief. (Sótt 29.10.2020).
...