Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Samstarf um stjórnarskrána

Jón Ólafsson, Sævar Ari Finnbogason og Ritstjórn Vísindavefsins

Rannsóknaverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrágerð og Vísindavefurinn hafa stofnað til samstarfs um stjórnarskrármál. Nýlega skiluðu forystukonur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá undirskriftum 43.423 íslenskra borgara þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána“ – þar sem „Nýja stjórnarskráin“ vísar til frumvarps Stjórnlagaráðs frá 2011, sem dagaði uppi í meðförum Alþingis í mars 2013. Á þessu kjörtímabili hefur forsætisráðherra hins vegar haft forystu um tillögur um breytingar á stjórnarskránni sem formenn allra flokka á þingi hafa fjallað um á reglulegum fundum. Hluti þeirra atriða stjórnarskrárinnar sem ætlunin er að breyta á þessu kjörtímabili hafa einnig verið rædd í umfangsmiklu almenningssamráði sem forsætisráðuneytið stóð fyrir árið 2019, en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist umsjón þess og Rannsóknaverkefnið veitti ráðgjöf.

Allir eru betur settir ef greiður aðgangur er að skýrum svörum við algengum spurningum um stjórnarskrána og sögu hennar.

Vegna þess hve margir boltar eru á lofti í stjórnarskrármálum þessar vikurnar og svo verður líklega fram á vor, vitum við að marga fýsir að vita meira um einstaka þætti núgildandi stjórnarskrár og frumvarp Stjórnlagaráðs. Saga íslensku stjórnarskrárinnar er orðin nokkuð löng og ekki alveg einföld og jafnvel fólk sem hefur staðgóða þekkingu á stjórnarskránni áttar sig oft á því að það eru gloppur í þekkingunni. Allir eru betur settir ef greiður aðgangur er að skýrum svörum við algengum spurningum um stjórnarskrána og sögu hennar.

Við ætlum því að leitast við að svara þeim spurningum sem til okkar berast – annaðhvort til Vísindavefsins - með því að smella á hnappinn sem merktur er SPYRJA á öllum síðum hans og fylgja einföldum leiðbeiningum - eða beint til Rannsóknaverkefnisins (stjornarskra[hjá]hi.is). Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið visindavefur[hjá]hi.is.

Tilgangurinn er að hjálpa fólki til að skilja og átta sig á þeim spurningum sem nú er fjallað um á félagsmiðlum, í fjölmiðlum og á vettvangi stjórnmálanna og því hvetjum við alla til að senda okkur spurningar sem upp kunna að koma um stjórnarskrána eða málefni tengd henni. Við munum gera okkar besta til að gefa stutt en innihaldsrík svör. En við erum ekki fullkomin heldur: Við hvetjum líka þá sem sjá annmarka á svörum okkar að láta okkur vita af því svo við getum lagað það sem úrskeiðis kann að fara.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Höfundar

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Sævar Ari Finnbogason

aðstoðarmaður og doktorsnemi á Hugvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

30.10.2020

Síðast uppfært

2.11.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Ólafsson, Sævar Ari Finnbogason og Ritstjórn Vísindavefsins. „Samstarf um stjórnarskrána.“ Vísindavefurinn, 30. október 2020, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80423.

Jón Ólafsson, Sævar Ari Finnbogason og Ritstjórn Vísindavefsins. (2020, 30. október). Samstarf um stjórnarskrána. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80423

Jón Ólafsson, Sævar Ari Finnbogason og Ritstjórn Vísindavefsins. „Samstarf um stjórnarskrána.“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2020. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80423>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Samstarf um stjórnarskrána
Rannsóknaverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrágerð og Vísindavefurinn hafa stofnað til samstarfs um stjórnarskrármál. Nýlega skiluðu forystukonur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá undirskriftum 43.423 íslenskra borgara þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána“ – þar sem „Nýja stjórnarskráin“ vísar til frumvarps Stjórnlagaráðs frá 2011, sem dagaði uppi í meðförum Alþingis í mars 2013. Á þessu kjörtímabili hefur forsætisráðherra hins vegar haft forystu um tillögur um breytingar á stjórnarskránni sem formenn allra flokka á þingi hafa fjallað um á reglulegum fundum. Hluti þeirra atriða stjórnarskrárinnar sem ætlunin er að breyta á þessu kjörtímabili hafa einnig verið rædd í umfangsmiklu almenningssamráði sem forsætisráðuneytið stóð fyrir árið 2019, en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist umsjón þess og Rannsóknaverkefnið veitti ráðgjöf.

Allir eru betur settir ef greiður aðgangur er að skýrum svörum við algengum spurningum um stjórnarskrána og sögu hennar.

Vegna þess hve margir boltar eru á lofti í stjórnarskrármálum þessar vikurnar og svo verður líklega fram á vor, vitum við að marga fýsir að vita meira um einstaka þætti núgildandi stjórnarskrár og frumvarp Stjórnlagaráðs. Saga íslensku stjórnarskrárinnar er orðin nokkuð löng og ekki alveg einföld og jafnvel fólk sem hefur staðgóða þekkingu á stjórnarskránni áttar sig oft á því að það eru gloppur í þekkingunni. Allir eru betur settir ef greiður aðgangur er að skýrum svörum við algengum spurningum um stjórnarskrána og sögu hennar.

Við ætlum því að leitast við að svara þeim spurningum sem til okkar berast – annaðhvort til Vísindavefsins - með því að smella á hnappinn sem merktur er SPYRJA á öllum síðum hans og fylgja einföldum leiðbeiningum - eða beint til Rannsóknaverkefnisins (stjornarskra[hjá]hi.is). Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið visindavefur[hjá]hi.is.

Tilgangurinn er að hjálpa fólki til að skilja og átta sig á þeim spurningum sem nú er fjallað um á félagsmiðlum, í fjölmiðlum og á vettvangi stjórnmálanna og því hvetjum við alla til að senda okkur spurningar sem upp kunna að koma um stjórnarskrána eða málefni tengd henni. Við munum gera okkar besta til að gefa stutt en innihaldsrík svör. En við erum ekki fullkomin heldur: Við hvetjum líka þá sem sjá annmarka á svörum okkar að láta okkur vita af því svo við getum lagað það sem úrskeiðis kann að fara.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...