Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni.

Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi er að finna á Tímarit.is, hið elsta úr Þjóðviljanum frá 1851.

Auglýsing úr Ísafold 21. nóvember 1903.

Broddur er skýrt í Íslenskri orðabók (2002:174) á fleiri en einn veg en ein skýringin er ‘skafl á skeifu, broddfjöður í skeifu’. Skafl (2002:1300) hefur einnig fleiri en eina merkingu en ein þeirra er ‘hælbroddur á skeifu til notkunar í hálku‘. Mannbroddar eru þá broddar undir skó ætlaðir mönnum í hálku og orðið er innlent.

Mannbroddar eru broddar undir skó ætlaðir til brúks í hálku

Heimildir og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.12.2020

Spyrjandi

Steinunn Valdimarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2020, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80716.

Guðrún Kvaran. (2020, 28. desember). Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80716

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2020. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80716>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?
Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni.

Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi er að finna á Tímarit.is, hið elsta úr Þjóðviljanum frá 1851.

Auglýsing úr Ísafold 21. nóvember 1903.

Broddur er skýrt í Íslenskri orðabók (2002:174) á fleiri en einn veg en ein skýringin er ‘skafl á skeifu, broddfjöður í skeifu’. Skafl (2002:1300) hefur einnig fleiri en eina merkingu en ein þeirra er ‘hælbroddur á skeifu til notkunar í hálku‘. Mannbroddar eru þá broddar undir skó ætlaðir mönnum í hálku og orðið er innlent.

Mannbroddar eru broddar undir skó ætlaðir til brúks í hálku

Heimildir og myndir:

...