Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvar búa kanínur?

Jón Már Halldórsson

Kanínur tilheyra ætt héra (Leporidae) og skiptast í tíu ættkvíslir og 28 tegundir. Ef „búa“ merkir staðurinn þar sem kanínur halda til og gjóta þá er algengt að kanínur geri sér holu í jörðina, jafnvel kerfi af holum. Sumar tegundir, til dæmis margar þeirra sem finnast í Ameríku, gera sér hins vegar hreiður ofanjarðar en leitast við að hafa það í góðu skjóli gróðurs.

Ef „búa“ merkir hins vegar hvar í heiminum eða í hvers konar landslagi þær eru, þá finnast kanínur í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins. Heimkynni þeirra eru allt frá eyðimörkum til regnskóga og votlendis. Hér verða tekin nokkur dæmi um heimkynni kanína.

Fyrst ber að nefna evrópsku kanínuna eða villtu kanínuna (Oryctolagus cuniculus) sem er sú tegund sem er útbreiddust um heiminn. Upprunalegu heimkynni hennar eru Íberíuskaginn og Norðvestur-Afríka en hún hefur verið flutt til margra landa þar sem hún hefur oft komið sér vel fyrir í náttúrunni, stundum með slæmum afleiðingum fyrir vistkerfi viðkomandi svæða. Allar kanínur sem teljast til húsdýra, annað hvort nytjakanínur eða gæludýr, eru afbrigði af evrópsku kanínunni. Evrópska kanínan kýs helst að lifa í opnu graslendi eins og ökrum og almenningsgörðum þar sem þó má finna skjól eins og runna eða limgerði en finnst einnig í fjölbreyttara landslagi.

Evrópska kanínan Oryctolagus cuniculus hefur borist víða um heim, til dæmis til Tasmaníu í Ástralíu þar sem þessi mynd er tekin. Hún kýs sér gjarnan opin graslend svæði, akra eða garða.

Meira en helmingur allra kanínutegunda finnast í Ameríku. Algengustu kanínurnar í Ameríku eru tegundir af ættkvíslinni Sylvilagus og eru flestar það sem á ensku kallast cottontail. Þær finnast í Norður-, Mið- og hluta Suður-Ameríku. Margar tegundir kanína í Ameríku kjósa kjarrlendi eða opin svæði en sumar tegundir hafa aðlagast annars konar búsvæðum. Þar má til dæmis nefna tegundina Sylvilagus aquaticus sem er algeng á fenjasvæðum í Mississippi og Louisianna og Sylvilagus palustris sem finnst í austur- og suðurhluta Bandaríkjanna, en báðar þessar tegundir eru vel aðlagaðar lífi í votlendi og duglegar á sundi. Eyðimerkurkanínan (Sylvilagus audubonii) finnst aftur á móti á mjög þurrum svæðum, til dæmis í Texas og í norðurhluta Mexíkó.

Tegundin Sylvilagus palustris sem kannski mætti nefna mýrarkanínu á íslensku (e. marsh rabbit) kann best við sig í votlendi og finnst á strandsvæðum í austur- og suðurhluta Bandaríkjanna.

Tegundir af tveimur öðrum ættkvíslum en Sylvilagus finnast í Ameríku. Dvergkanínan (Brachylagus idahoensis), sem er minnst allra kanínutegund, finnst á þurrlendissvæðum í vesturhluta Bandaríkjannna, til dæmis í Montana, Oregon, Utah og Nevada. Tegundin Romerolagus diazi sem mætti kalla eldfjallakanínu kýs sér búsetu í þéttum gróðri í hlíðum eldfjalla í Mexíkó, en þessi tegund telst vera næst smæsta kanínan á eftir dvergkanínunni.

Í Asíu finnast fjórar tegundir kanína. Tvær tegundir tilheyra ættkvíslinni Nesolagus, súmötrukanínan Nesolagus netscheri sem lifir í þéttu skóglendi á eyjunni Súmötru og tegundin Nesolagus timminsi sem finnst í fjalllendi í Víetnam og Laos. Tegundin Caprolagus hispidus finnst í háu og þéttu graslendi við rætur Himalajafjalla í Nepal, Bangladess og Indlandi en á tveimur litlum eyjum í Japan lifir tegund sem kallast Pentalagus furnessi og vill helst halda sig í skóglendi.

Tegundin Pentalagus furnessi sem á ensku gengur undir heitunum Amami rabbit eða Ryukyu rabbit er afkomandi kanína sem áður lifðu á meginlandi Asíu en finnst núna aðeins á tveimur litlum japönskum eyjum.

Fimm tegundir kanína finnast í Afríku. Í grýttu eða klettóttu gras- eða skóglendi í Suður-Afríku eru þrjár tegundir af ættkvíslinni Pronolagus. Tegundin Bunolagus monticularis finnst einnig í Suður-Afríku en kýs sér þétt gróðurlendi nálægt ám. Svo er það tegundin Poelagus majorita sem lifir í Mið-Afríkulýðveldinu, Tjad og Suður-Súdan á þurrlendum savanna-svæðum þar sem landslagið er klettótt.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.4.2021

Spyrjandi

Finnur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar búa kanínur?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2021. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81170.

Jón Már Halldórsson. (2021, 21. apríl). Hvar búa kanínur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81170

Jón Már Halldórsson. „Hvar búa kanínur?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2021. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81170>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar búa kanínur?
Kanínur tilheyra ætt héra (Leporidae) og skiptast í tíu ættkvíslir og 28 tegundir. Ef „búa“ merkir staðurinn þar sem kanínur halda til og gjóta þá er algengt að kanínur geri sér holu í jörðina, jafnvel kerfi af holum. Sumar tegundir, til dæmis margar þeirra sem finnast í Ameríku, gera sér hins vegar hreiður ofanjarðar en leitast við að hafa það í góðu skjóli gróðurs.

Ef „búa“ merkir hins vegar hvar í heiminum eða í hvers konar landslagi þær eru, þá finnast kanínur í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins. Heimkynni þeirra eru allt frá eyðimörkum til regnskóga og votlendis. Hér verða tekin nokkur dæmi um heimkynni kanína.

Fyrst ber að nefna evrópsku kanínuna eða villtu kanínuna (Oryctolagus cuniculus) sem er sú tegund sem er útbreiddust um heiminn. Upprunalegu heimkynni hennar eru Íberíuskaginn og Norðvestur-Afríka en hún hefur verið flutt til margra landa þar sem hún hefur oft komið sér vel fyrir í náttúrunni, stundum með slæmum afleiðingum fyrir vistkerfi viðkomandi svæða. Allar kanínur sem teljast til húsdýra, annað hvort nytjakanínur eða gæludýr, eru afbrigði af evrópsku kanínunni. Evrópska kanínan kýs helst að lifa í opnu graslendi eins og ökrum og almenningsgörðum þar sem þó má finna skjól eins og runna eða limgerði en finnst einnig í fjölbreyttara landslagi.

Evrópska kanínan Oryctolagus cuniculus hefur borist víða um heim, til dæmis til Tasmaníu í Ástralíu þar sem þessi mynd er tekin. Hún kýs sér gjarnan opin graslend svæði, akra eða garða.

Meira en helmingur allra kanínutegunda finnast í Ameríku. Algengustu kanínurnar í Ameríku eru tegundir af ættkvíslinni Sylvilagus og eru flestar það sem á ensku kallast cottontail. Þær finnast í Norður-, Mið- og hluta Suður-Ameríku. Margar tegundir kanína í Ameríku kjósa kjarrlendi eða opin svæði en sumar tegundir hafa aðlagast annars konar búsvæðum. Þar má til dæmis nefna tegundina Sylvilagus aquaticus sem er algeng á fenjasvæðum í Mississippi og Louisianna og Sylvilagus palustris sem finnst í austur- og suðurhluta Bandaríkjanna, en báðar þessar tegundir eru vel aðlagaðar lífi í votlendi og duglegar á sundi. Eyðimerkurkanínan (Sylvilagus audubonii) finnst aftur á móti á mjög þurrum svæðum, til dæmis í Texas og í norðurhluta Mexíkó.

Tegundin Sylvilagus palustris sem kannski mætti nefna mýrarkanínu á íslensku (e. marsh rabbit) kann best við sig í votlendi og finnst á strandsvæðum í austur- og suðurhluta Bandaríkjanna.

Tegundir af tveimur öðrum ættkvíslum en Sylvilagus finnast í Ameríku. Dvergkanínan (Brachylagus idahoensis), sem er minnst allra kanínutegund, finnst á þurrlendissvæðum í vesturhluta Bandaríkjannna, til dæmis í Montana, Oregon, Utah og Nevada. Tegundin Romerolagus diazi sem mætti kalla eldfjallakanínu kýs sér búsetu í þéttum gróðri í hlíðum eldfjalla í Mexíkó, en þessi tegund telst vera næst smæsta kanínan á eftir dvergkanínunni.

Í Asíu finnast fjórar tegundir kanína. Tvær tegundir tilheyra ættkvíslinni Nesolagus, súmötrukanínan Nesolagus netscheri sem lifir í þéttu skóglendi á eyjunni Súmötru og tegundin Nesolagus timminsi sem finnst í fjalllendi í Víetnam og Laos. Tegundin Caprolagus hispidus finnst í háu og þéttu graslendi við rætur Himalajafjalla í Nepal, Bangladess og Indlandi en á tveimur litlum eyjum í Japan lifir tegund sem kallast Pentalagus furnessi og vill helst halda sig í skóglendi.

Tegundin Pentalagus furnessi sem á ensku gengur undir heitunum Amami rabbit eða Ryukyu rabbit er afkomandi kanína sem áður lifðu á meginlandi Asíu en finnst núna aðeins á tveimur litlum japönskum eyjum.

Fimm tegundir kanína finnast í Afríku. Í grýttu eða klettóttu gras- eða skóglendi í Suður-Afríku eru þrjár tegundir af ættkvíslinni Pronolagus. Tegundin Bunolagus monticularis finnst einnig í Suður-Afríku en kýs sér þétt gróðurlendi nálægt ám. Svo er það tegundin Poelagus majorita sem lifir í Mið-Afríkulýðveldinu, Tjad og Suður-Súdan á þurrlendum savanna-svæðum þar sem landslagið er klettótt.

Heimildir og myndir:...