Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað er langt frá Íslandi til Japan?

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Milli Reykjavíkur og Tókíó eru 8820 kílómetrar stystu leið eftir yfirborði jarðar. Sú leið liggur ekki eftir breiddarbaugum eins og auðvelt er að láta sér detta í hug þegar horft er á kort. Stysta leið milli staða á jörðinni er alltaf eftir svokölluðum stórhring en það er hringur sem hefur miðju í miðju jarðar og fer gegnum báða staðina. Vegna legu Reykjavíkur og Tókíó liggur stysta leiðin milli þeirra talsvert norðar en báðar borgirnar og raunar fer hún rétt við norðurpólinn. Þar af leiðandi er styttra milli staða á Norðurlandi og staða norðarlega í Japan heldur en milli Reykjavíkur og Tókíó. Annað dæmi um að leiðir á norðurhveli jarðar liggi norðar en von er á er flugleiðin milli Evrópu og Ameríku. Af venjulegu heimskorti mætti álykta að hún lægi langt suður í Atlantshafi en í raun liggur hún mun norðar og nær Íslandi.

Þegar flugsamgöngur efldust milli Atlantshafssvæðisins og Japans á síðari hluta 20. aldar áttuðu menn sig að sjálfsögðu strax á því að stysta leiðin lægi nánast yfir heimskautið, en þar hafði verið lítið um flug fram að þessu. Flug á heimskautssvæðinu var í fyrstu nokkrum erfiðleikum bundið vegna þess að á þeim tíma studdust menn fyrst og fremst við venjulega áttavita. Segulskekkja er hins vegar afar mikil og bretyileg á þessu svæði vegna þess að það er svo nálægt segulpólnum. Þetta breyttist þegar snúðáttavitar (gyroscopes) urðu nákvæmari og önnur kerfi til staðarákvarðana elfdust og bötnuðu. Nú á dögum er þessi vandi alveg úr sögunni því að heimskautasvæðin hafa nær enga sérstöðu til dæmis gagnvart GPS-tækninni.

Upplýsingar um fjarlægðir milli annarra borga um allan heim má finna hér.

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.8.2000

Spyrjandi

Kristján Bragason

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er langt frá Íslandi til Japan?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2000. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=812.

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 17. ágúst). Hvað er langt frá Íslandi til Japan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=812

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er langt frá Íslandi til Japan?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2000. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=812>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt frá Íslandi til Japan?
Milli Reykjavíkur og Tókíó eru 8820 kílómetrar stystu leið eftir yfirborði jarðar. Sú leið liggur ekki eftir breiddarbaugum eins og auðvelt er að láta sér detta í hug þegar horft er á kort. Stysta leið milli staða á jörðinni er alltaf eftir svokölluðum stórhring en það er hringur sem hefur miðju í miðju jarðar og fer gegnum báða staðina. Vegna legu Reykjavíkur og Tókíó liggur stysta leiðin milli þeirra talsvert norðar en báðar borgirnar og raunar fer hún rétt við norðurpólinn. Þar af leiðandi er styttra milli staða á Norðurlandi og staða norðarlega í Japan heldur en milli Reykjavíkur og Tókíó. Annað dæmi um að leiðir á norðurhveli jarðar liggi norðar en von er á er flugleiðin milli Evrópu og Ameríku. Af venjulegu heimskorti mætti álykta að hún lægi langt suður í Atlantshafi en í raun liggur hún mun norðar og nær Íslandi.

Þegar flugsamgöngur efldust milli Atlantshafssvæðisins og Japans á síðari hluta 20. aldar áttuðu menn sig að sjálfsögðu strax á því að stysta leiðin lægi nánast yfir heimskautið, en þar hafði verið lítið um flug fram að þessu. Flug á heimskautssvæðinu var í fyrstu nokkrum erfiðleikum bundið vegna þess að á þeim tíma studdust menn fyrst og fremst við venjulega áttavita. Segulskekkja er hins vegar afar mikil og bretyileg á þessu svæði vegna þess að það er svo nálægt segulpólnum. Þetta breyttist þegar snúðáttavitar (gyroscopes) urðu nákvæmari og önnur kerfi til staðarákvarðana elfdust og bötnuðu. Nú á dögum er þessi vandi alveg úr sögunni því að heimskautasvæðin hafa nær enga sérstöðu til dæmis gagnvart GPS-tækninni.

Upplýsingar um fjarlægðir milli annarra borga um allan heim má finna hér....