Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!

Ritstjórn Vísindavefsins

Eins og sést af meðfylgjandi grafi eru skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi. Grafið sýnir gestafjölda eftir dögum undanfarna 12 mánuði og á því koma fram tveir toppar þar sem umferðin fer yfir 14.000.

Fyrri toppurinn varð þann 20. október 2020 (örlítið hægra megin við miðju á grafinu), þegar skjálfti af stærðinni 5,6 varð á Reykjanesskaga. Seinni toppurinn, sem sést lengst til hægri á grafinu, var í gær, þann 24. febrúar 2021, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð 3,3 km suð-suðvestur af Keili á Reykjanesi, auk skjálftahrinu sem fylgdi í kjölfarið. Þess má líka geta að niðursveiflan í lok desember og byrjun janúar stafar ekki af lítilli skjálftavirkni heldur einfaldlega bilun í mælum hjá þjónustuaðila :)

Graf sem sýnir gestafjölda á Vísindavef HÍ eftir dögum undanfarna 12 mánuði. Stærstu topparnir tveir koma í kjölfar jarðskjálfta. Þriðji stærsti toppurinn, til vinstri á grafinu, tengist lestri á vinsælum svörum um COVID-19. Niðursveiflan í lok desember og byrjun janúar tengist bilun hjá þjónustuaðila sem sér um mælingar.

Grafið sýnir líka að umferðin þann 24. febrúar er örlítið meiri en 20. október, enda var stærsti skjálftinn í gær örlítið stærri en sá stærsti í október.

Mest lesnu svörin á Vísindavefnum í gær segja líka sína sögu. Þau tengjast öll jarðskjálftum, svæðinu á Reykjanesskaga og flekahreyfingum.

Mest lesnu svör Vísindavefsins 24. febrúar 2021 tengjast öll jarðskjálftum, Reykjanesskaga og flekahreyfingum.

Myndir:
  • Vísindavefur HÍ.

Útgáfudagur

25.2.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!.“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2021. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81256.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2021, 25. febrúar). Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81256

Ritstjórn Vísindavefsins. „Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!.“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2021. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81256>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!
Eins og sést af meðfylgjandi grafi eru skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi. Grafið sýnir gestafjölda eftir dögum undanfarna 12 mánuði og á því koma fram tveir toppar þar sem umferðin fer yfir 14.000.

Fyrri toppurinn varð þann 20. október 2020 (örlítið hægra megin við miðju á grafinu), þegar skjálfti af stærðinni 5,6 varð á Reykjanesskaga. Seinni toppurinn, sem sést lengst til hægri á grafinu, var í gær, þann 24. febrúar 2021, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð 3,3 km suð-suðvestur af Keili á Reykjanesi, auk skjálftahrinu sem fylgdi í kjölfarið. Þess má líka geta að niðursveiflan í lok desember og byrjun janúar stafar ekki af lítilli skjálftavirkni heldur einfaldlega bilun í mælum hjá þjónustuaðila :)

Graf sem sýnir gestafjölda á Vísindavef HÍ eftir dögum undanfarna 12 mánuði. Stærstu topparnir tveir koma í kjölfar jarðskjálfta. Þriðji stærsti toppurinn, til vinstri á grafinu, tengist lestri á vinsælum svörum um COVID-19. Niðursveiflan í lok desember og byrjun janúar tengist bilun hjá þjónustuaðila sem sér um mælingar.

Grafið sýnir líka að umferðin þann 24. febrúar er örlítið meiri en 20. október, enda var stærsti skjálftinn í gær örlítið stærri en sá stærsti í október.

Mest lesnu svörin á Vísindavefnum í gær segja líka sína sögu. Þau tengjast öll jarðskjálftum, svæðinu á Reykjanesskaga og flekahreyfingum.

Mest lesnu svör Vísindavefsins 24. febrúar 2021 tengjast öll jarðskjálftum, Reykjanesskaga og flekahreyfingum.

Myndir:
  • Vísindavefur HÍ.
...