Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?

Guðrún Kvaran

Þau orð sem talin eru upp í spurningunni eiga það sameiginlegt að vera notuð sem samheiti. Flest eiga þau ættingja í öðrum Norðurlandamálum þótt merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega hin sama.

Uppruni orðsins rófa er ekki fullljós. Í nýnorsku er til orðið rove 'skott á dýri' og í færeysku merkir rógva 'mjór hæðarrani' (í örnefnum). Sumir telja að um sama orð sé að ræða og rófa í gulrófa sem tengt er latneska orðinu rapum í sömu merkingu og spænsku rabo 'skott'. Aðrir telja skyldleika við gríska orðið rhapís 'stafur, vöndur' líklegri en allt er þetta óljóst.

Skott hét í eldra máli skopt og var notað í merkingunni 'höfuðhár, lokkur'. Í nýnorsku er til skoft í merkingunni 'fuglsstél' og í fornum germönskum málum voru til orðin scuft (fornháþýska) og skuft (gotneska) sem bæði merkja 'höfuðhár'. Þarna hefur orðið merkingarvíkkun og orðið er nú einkum notað um rófu á dýri.

Tagl er fyrst og fremst notað í tengslum við hesta en tagl á fólki er síðari tíma merkingarvíkkun. Í færeysku merkir tagl 'hárdúskur á hestssterti eða kýrhala', í nýnorsku er tagl notað um langt og stíft hrosshár og sama merking er í sænska orðinu tagel. Í dönskum mállýskum merkir tawl 'rófustertur, stertshár'. Í fornensku merkti tægel 'rófa' en er tail í ensku nú.

Hali er til í færeysku sem hali eins og í íslensku, í nýnorsku, sænsku og dönsku sem hale. Þessi orð hafa verið tengd fornu írsku orði cail sem merkti 'spjót' og gríska orðinu kelon í merkingunni 'stöng, skaft'.

Af því sem hér hefur verið dregið saman má sjá að öll orðin eiga einhverjar rætur á Norðurlöndum þótt merking sé ekki í öllum tilvikum hin sama og hér. Það er eðli orða að geta tekið við nýjum og yfirfærðum merkingum og virðist íslenska þróunin hafa verið sú að greina á milli 'rófna' á hinum ýmsu dýrategundum. Þannig hefur kötturinn rófu eða stýri, hundurinn skott, kýrin hala og hesturinn tagl.

Stuðst var við Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.8.2000

Spyrjandi

Sigurgeir G. Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=817.

Guðrún Kvaran. (2000, 17. ágúst). Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=817

Guðrún Kvaran. „Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=817>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?
Þau orð sem talin eru upp í spurningunni eiga það sameiginlegt að vera notuð sem samheiti. Flest eiga þau ættingja í öðrum Norðurlandamálum þótt merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega hin sama.

Uppruni orðsins rófa er ekki fullljós. Í nýnorsku er til orðið rove 'skott á dýri' og í færeysku merkir rógva 'mjór hæðarrani' (í örnefnum). Sumir telja að um sama orð sé að ræða og rófa í gulrófa sem tengt er latneska orðinu rapum í sömu merkingu og spænsku rabo 'skott'. Aðrir telja skyldleika við gríska orðið rhapís 'stafur, vöndur' líklegri en allt er þetta óljóst.

Skott hét í eldra máli skopt og var notað í merkingunni 'höfuðhár, lokkur'. Í nýnorsku er til skoft í merkingunni 'fuglsstél' og í fornum germönskum málum voru til orðin scuft (fornháþýska) og skuft (gotneska) sem bæði merkja 'höfuðhár'. Þarna hefur orðið merkingarvíkkun og orðið er nú einkum notað um rófu á dýri.

Tagl er fyrst og fremst notað í tengslum við hesta en tagl á fólki er síðari tíma merkingarvíkkun. Í færeysku merkir tagl 'hárdúskur á hestssterti eða kýrhala', í nýnorsku er tagl notað um langt og stíft hrosshár og sama merking er í sænska orðinu tagel. Í dönskum mállýskum merkir tawl 'rófustertur, stertshár'. Í fornensku merkti tægel 'rófa' en er tail í ensku nú.

Hali er til í færeysku sem hali eins og í íslensku, í nýnorsku, sænsku og dönsku sem hale. Þessi orð hafa verið tengd fornu írsku orði cail sem merkti 'spjót' og gríska orðinu kelon í merkingunni 'stöng, skaft'.

Af því sem hér hefur verið dregið saman má sjá að öll orðin eiga einhverjar rætur á Norðurlöndum þótt merking sé ekki í öllum tilvikum hin sama og hér. Það er eðli orða að geta tekið við nýjum og yfirfærðum merkingum og virðist íslenska þróunin hafa verið sú að greina á milli 'rófna' á hinum ýmsu dýrategundum. Þannig hefur kötturinn rófu eða stýri, hundurinn skott, kýrin hala og hesturinn tagl.

Stuðst var við Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989....