Sólin Sólin Rís 03:21 • sest 23:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:48 • Sest 02:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:55 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:08 • Síðdegis: 23:38 í Reykjavík

Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin var:

Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki?

Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta dæmi að finna úr tímaritinu Iðunni (1919:203)

Sæmri mun ei sínum ver
silkiklæddur sprakki
en meyja hrein og hýrlynd er
hulin vaðmálsstakki.

Ásgeir Blöndal Magnússon telur að sprakki í forsprakki sé vísast sama orð, skylt sprakkur ‘röskur, skjótur’ (1989:940). Forsprakki þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘upphafsmaður, leiðtogi’ og telur Ásgeir það hugsanlega tökuorð úr fornensku forespræca ‘formælandi’, það er sá sem talar fyrir einhverju (1989:203).

Forsprakki er í nútímamáli oft notað niðrandi um foringja einhvers miður þokkaðs hóps. Kasper gæti til að mynda talist forsprakki ræningjanna þriggja í Kardemommubænum.

Forskeytið for- er notað í fleiri en einni merkingu, meðal annars ‘fyrir, áður, undan, fram’ en líka til að gefa orði neikvæða eða herðandi merkingu eins og orðinu sprakki í þessu tilviki. Forsprakki er í nútímamáli oft notað niðrandi um foringja einhvers miður þokkaðs hóps (Íslensk orðabók 2002:373). Baksprakki finnst ekki í málinu svo þekkt sé.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.9.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?“ Vísindavefurinn, 2. september 2021. Sótt 2. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=81932.

Guðrún Kvaran. (2021, 2. september). Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81932

Guðrún Kvaran. „Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2021. Vefsíða. 2. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81932>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var:

Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki?

Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta dæmi að finna úr tímaritinu Iðunni (1919:203)

Sæmri mun ei sínum ver
silkiklæddur sprakki
en meyja hrein og hýrlynd er
hulin vaðmálsstakki.

Ásgeir Blöndal Magnússon telur að sprakki í forsprakki sé vísast sama orð, skylt sprakkur ‘röskur, skjótur’ (1989:940). Forsprakki þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘upphafsmaður, leiðtogi’ og telur Ásgeir það hugsanlega tökuorð úr fornensku forespræca ‘formælandi’, það er sá sem talar fyrir einhverju (1989:203).

Forsprakki er í nútímamáli oft notað niðrandi um foringja einhvers miður þokkaðs hóps. Kasper gæti til að mynda talist forsprakki ræningjanna þriggja í Kardemommubænum.

Forskeytið for- er notað í fleiri en einni merkingu, meðal annars ‘fyrir, áður, undan, fram’ en líka til að gefa orði neikvæða eða herðandi merkingu eins og orðinu sprakki í þessu tilviki. Forsprakki er í nútímamáli oft notað niðrandi um foringja einhvers miður þokkaðs hóps (Íslensk orðabók 2002:373). Baksprakki finnst ekki í málinu svo þekkt sé.

Heimildir og mynd:

...