Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzka lærdómslistafélags (1781-96) má finna talsvert af nýyrðum yfir ýmislegt sem þá var mönnum nýtt og framandi.

Þótt ekki komi það fram í stofnskránni hvernig orðið forseti er þar hugsað er ekki ólíklegt að guðinn Forseti hafi verið kveikjan að notkun þess. Forsæti í merkingunni 'öndvegi, æðsti sess, fundarstjórasæti' er frá svipuðum tíma og það er vel til fundið að kalla þann sem þar situr forseta.

Orðið forseti er náskylt enska orðinu president. Bæði eiga rætur að rekja til latnesku sagnarinnar praesidio 'ég sit fyrir, hef yfirráð, forsjón yfir'.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.8.2000

Spyrjandi

Markús Már, f. 1982

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2000, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=822.

Guðrún Kvaran. (2000, 17. ágúst). Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=822

Guðrún Kvaran. „Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2000. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=822>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?
Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzka lærdómslistafélags (1781-96) má finna talsvert af nýyrðum yfir ýmislegt sem þá var mönnum nýtt og framandi.

Þótt ekki komi það fram í stofnskránni hvernig orðið forseti er þar hugsað er ekki ólíklegt að guðinn Forseti hafi verið kveikjan að notkun þess. Forsæti í merkingunni 'öndvegi, æðsti sess, fundarstjórasæti' er frá svipuðum tíma og það er vel til fundið að kalla þann sem þar situr forseta.

Orðið forseti er náskylt enska orðinu president. Bæði eiga rætur að rekja til latnesku sagnarinnar praesidio 'ég sit fyrir, hef yfirráð, forsjón yfir'. ...